Aron Hannes, Áttan og Dagur áfram í úrslit Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 21:40 Aron Hannes, Áttan og Dagur Sigurðsson komust áfram í kvöld. Mummi Lú Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó í kvöld. Lögin þrjú munu etja kappi við lög Heimilistóna, Ara Ólafssonar og Fókus hópsins í úrslitum söngvakeppninnar sem haldin verður þann 3. mars næstkomandi. Sigurlagið verður framlag Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. Þá kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu að í ár verði ekkert svokallað „wild card“ í úrslitum, þ.e. eitt af þeim lögum sem ekki komust áfram á undankvöldunum. Kvöldið var spennuþrungið, enda settu tæknilegir örðugleikar strik í reikninginn strax í byrjun keppninnar þegar mistök í hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes flutti lag sitt aftur.Mistökin komu ekki að sök heldur var lagið Golddigger með Aroni Hannesi fyrst upp úr hattinum. Höfundar lags og texta eru Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson, Oskar Nyman og Valgeir Magnússon. Þá var komið að laginu Hér með þér í flutningi Áttumeðlimanna Egils Ploders og Sonju Valdin. Höfundar eru téður Egill og Nökkvi Fjalar Orrason, félagi Egils og Sonju úr Áttunni. Síðasta lagið sem komst áfram var svo Í stormi sem Dagur Sigurðsson flutti af mikilli innlifun. Áður en tilkynnt var um lagið hófu áhorfendur að kyrja nafn Dags svo augljóst þótti að ánægja ríkti með innihald umslagsins.Hér að neðan má hlýða á lögin sem komust áfram í kvöld. Eurovision Tengdar fréttir Sigurvegari Eurovision 2013 kemur fram á lokakvöldinu Danska söngkonan Emmelie de Forest sem sigraði Eurovision söngvakeppnina árið 2013 með laginu Only Teardrops mun koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll 3. mars. 30. janúar 2018 11:15 Aron Hannes flutti lag sitt aftur vegna tæknilegra mistaka Mistök við hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes, einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram nú í kvöld, fékk að flytja lag sitt Golddigger aftur í lok keppninnar. 17. febrúar 2018 20:30 Ari, Fókus-hópurinn og Heimilistónar áfram í úrslit Heimilistónar, Ari Ólafsson og Fókus hópurinn tryggðu sér í kvöld sæti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Munu þessi lög því keppa um sæti Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. 10. febrúar 2018 21:25 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó í kvöld. Lögin þrjú munu etja kappi við lög Heimilistóna, Ara Ólafssonar og Fókus hópsins í úrslitum söngvakeppninnar sem haldin verður þann 3. mars næstkomandi. Sigurlagið verður framlag Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. Þá kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu að í ár verði ekkert svokallað „wild card“ í úrslitum, þ.e. eitt af þeim lögum sem ekki komust áfram á undankvöldunum. Kvöldið var spennuþrungið, enda settu tæknilegir örðugleikar strik í reikninginn strax í byrjun keppninnar þegar mistök í hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes flutti lag sitt aftur.Mistökin komu ekki að sök heldur var lagið Golddigger með Aroni Hannesi fyrst upp úr hattinum. Höfundar lags og texta eru Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson, Oskar Nyman og Valgeir Magnússon. Þá var komið að laginu Hér með þér í flutningi Áttumeðlimanna Egils Ploders og Sonju Valdin. Höfundar eru téður Egill og Nökkvi Fjalar Orrason, félagi Egils og Sonju úr Áttunni. Síðasta lagið sem komst áfram var svo Í stormi sem Dagur Sigurðsson flutti af mikilli innlifun. Áður en tilkynnt var um lagið hófu áhorfendur að kyrja nafn Dags svo augljóst þótti að ánægja ríkti með innihald umslagsins.Hér að neðan má hlýða á lögin sem komust áfram í kvöld.
Eurovision Tengdar fréttir Sigurvegari Eurovision 2013 kemur fram á lokakvöldinu Danska söngkonan Emmelie de Forest sem sigraði Eurovision söngvakeppnina árið 2013 með laginu Only Teardrops mun koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll 3. mars. 30. janúar 2018 11:15 Aron Hannes flutti lag sitt aftur vegna tæknilegra mistaka Mistök við hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes, einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram nú í kvöld, fékk að flytja lag sitt Golddigger aftur í lok keppninnar. 17. febrúar 2018 20:30 Ari, Fókus-hópurinn og Heimilistónar áfram í úrslit Heimilistónar, Ari Ólafsson og Fókus hópurinn tryggðu sér í kvöld sæti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Munu þessi lög því keppa um sæti Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. 10. febrúar 2018 21:25 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Sigurvegari Eurovision 2013 kemur fram á lokakvöldinu Danska söngkonan Emmelie de Forest sem sigraði Eurovision söngvakeppnina árið 2013 með laginu Only Teardrops mun koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll 3. mars. 30. janúar 2018 11:15
Aron Hannes flutti lag sitt aftur vegna tæknilegra mistaka Mistök við hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes, einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram nú í kvöld, fékk að flytja lag sitt Golddigger aftur í lok keppninnar. 17. febrúar 2018 20:30
Ari, Fókus-hópurinn og Heimilistónar áfram í úrslit Heimilistónar, Ari Ólafsson og Fókus hópurinn tryggðu sér í kvöld sæti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Munu þessi lög því keppa um sæti Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. 10. febrúar 2018 21:25