Starfsmaður barnaverndar úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 16:59 Alls hafa átta kærur borist lögreglu vegna mannsins en auk þeirra er lögregla að skoða eitt mál til viðbótar sem er frá því fyrir aldamót. Vísir/ernir Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum mannsins, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Upphaflega var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok janúar að ungur maður hefði kært manninn fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér þegar hann var barn. Fyrir viku fór lögreglan fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknar-og almannahagsmuna og féllst Héraðsdómur Reykjaness á kröfuna á grundvelli almannahagsmuna til einnar viku.Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna innri athugunar á vinnu við málið síðastliðinn mánudag.Vísir/EyþórFerill málsins mjög óformlegur Í vikunni voru kynntar niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar á vinnubrögðum við lögreglu við málið en maðurinn var kærður til lögreglunnar í ágúst í fyrra fyrir áralöng kynferðisbrot gegn pilti. Rannsókn málsins hófst hins vegar ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar og var vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, ekki látin vita af málinu fyrr en degi áður en maðurinn var handtekinn í janúar. Niðurstöður innri athugunarinnar voru þær að almennt hafi vinnan í málinu ekki verið í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sem sinnti athuguninni ásamt öðrum lögreglumanni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, telur þó ekki tilefni til þess að stjórnendur verði látnir sæta ábyrgð vegna málsins. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Dómsmálaráðherra mjög ánægður með viðbrögð lögreglu vegna máls starfsmann barnaverndar Reykjavíkur. 13. febrúar 2018 13:36 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. 15. febrúar 2018 06:00 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur. 16. febrúar 2018 12:07 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum mannsins, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Upphaflega var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok janúar að ungur maður hefði kært manninn fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér þegar hann var barn. Fyrir viku fór lögreglan fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknar-og almannahagsmuna og féllst Héraðsdómur Reykjaness á kröfuna á grundvelli almannahagsmuna til einnar viku.Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna innri athugunar á vinnu við málið síðastliðinn mánudag.Vísir/EyþórFerill málsins mjög óformlegur Í vikunni voru kynntar niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar á vinnubrögðum við lögreglu við málið en maðurinn var kærður til lögreglunnar í ágúst í fyrra fyrir áralöng kynferðisbrot gegn pilti. Rannsókn málsins hófst hins vegar ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar og var vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, ekki látin vita af málinu fyrr en degi áður en maðurinn var handtekinn í janúar. Niðurstöður innri athugunarinnar voru þær að almennt hafi vinnan í málinu ekki verið í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sem sinnti athuguninni ásamt öðrum lögreglumanni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, telur þó ekki tilefni til þess að stjórnendur verði látnir sæta ábyrgð vegna málsins.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Dómsmálaráðherra mjög ánægður með viðbrögð lögreglu vegna máls starfsmann barnaverndar Reykjavíkur. 13. febrúar 2018 13:36 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. 15. febrúar 2018 06:00 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur. 16. febrúar 2018 12:07 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Dómsmálaráðherra mjög ánægður með viðbrögð lögreglu vegna máls starfsmann barnaverndar Reykjavíkur. 13. febrúar 2018 13:36
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19
Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. 15. febrúar 2018 06:00
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur. 16. febrúar 2018 12:07