Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2018 20:31 Hinrik prins eiginmaður Margrétar II drottningar af Danmörku verður jarðsunginn með látlausri athöfn frá kirkju Kristjánsborgarhallar á þriðjudag. Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Hinrik prins lést eftir nokkurra vikna veikindi í Fredensborgarhöll klukkan tuttugu og þrjár mínútur yfir tólf á miðnætti að íslenskum tíma síðast liðna nótt í faðmi fjölskyldu sinnar, drottningarinnar og sona þeirra Friðriks krónprins og Jóakims. Útför hans fer fram á þriðjudag og verður látlaus að hans eigin ósk og munu aðeins fjölskylda hans og nánustu vinir vera við athöfnina. Lík Hinriks verður brennt og helmingi öskunnar dreift í hafið en hinn helmingurinn verður grafinn í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Margrét Þórhildur drottning var sátt við þá ákvörðun Hinriks að hvíla ekki við hlið hennar í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Hann sagðist ekki vilja hvíla við hlið drottningar í dauðanum þar sem honum hafi verið meinað að standa við hlið hennar í lifanda lífi, en hann þurfti ávalt að ganga nokkrum skrefum á eftir drottningunni. Þjóðarsorg mun ríkja í Danmörku í nokkrar vikur og fánar dregnir í hálfa stöng fram að útförinni. Í fyrramálið frá klukkan átta verður prinsinn hylltur með fallbyssuskotum í fjörutíu mínútur. Eftir það verður lík hans flutt í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn en á föstudag verður kista hans flutt í kirkjuna í Kristjánsborgarhöll þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína fram á mánudag. Danska þjóðin og danskir fjölmiðlar hafa alla tíð átt í súrsætu sambandi við prinsinn allt frá því hann gekk í hjónaband með Margréti Þórhildi hinn 10. júní 1967. Menntamálaráðherra Danmerkur skrifaði reyndar á Facebook síðu sína í dag að prinsinn hafi verið lagður í einelti og sagði marga sýna hræsni sína í dag þegar þeir syrgðu prinsinn. Hún hældi honum fyrir að hafa verið frumlegur og einlægur maður sem hafi gefið Danmörku mikið. Þótt Hinrik hafi verið hæddur fyrir franskan hreim sinn á dönskunni talaði hann fjölda tungumála og var hámenntaður. Hann var 83 ára þegar hann lést. Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Hinrik prins eiginmaður Margrétar II drottningar af Danmörku verður jarðsunginn með látlausri athöfn frá kirkju Kristjánsborgarhallar á þriðjudag. Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Hinrik prins lést eftir nokkurra vikna veikindi í Fredensborgarhöll klukkan tuttugu og þrjár mínútur yfir tólf á miðnætti að íslenskum tíma síðast liðna nótt í faðmi fjölskyldu sinnar, drottningarinnar og sona þeirra Friðriks krónprins og Jóakims. Útför hans fer fram á þriðjudag og verður látlaus að hans eigin ósk og munu aðeins fjölskylda hans og nánustu vinir vera við athöfnina. Lík Hinriks verður brennt og helmingi öskunnar dreift í hafið en hinn helmingurinn verður grafinn í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Margrét Þórhildur drottning var sátt við þá ákvörðun Hinriks að hvíla ekki við hlið hennar í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Hann sagðist ekki vilja hvíla við hlið drottningar í dauðanum þar sem honum hafi verið meinað að standa við hlið hennar í lifanda lífi, en hann þurfti ávalt að ganga nokkrum skrefum á eftir drottningunni. Þjóðarsorg mun ríkja í Danmörku í nokkrar vikur og fánar dregnir í hálfa stöng fram að útförinni. Í fyrramálið frá klukkan átta verður prinsinn hylltur með fallbyssuskotum í fjörutíu mínútur. Eftir það verður lík hans flutt í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn en á föstudag verður kista hans flutt í kirkjuna í Kristjánsborgarhöll þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína fram á mánudag. Danska þjóðin og danskir fjölmiðlar hafa alla tíð átt í súrsætu sambandi við prinsinn allt frá því hann gekk í hjónaband með Margréti Þórhildi hinn 10. júní 1967. Menntamálaráðherra Danmerkur skrifaði reyndar á Facebook síðu sína í dag að prinsinn hafi verið lagður í einelti og sagði marga sýna hræsni sína í dag þegar þeir syrgðu prinsinn. Hún hældi honum fyrir að hafa verið frumlegur og einlægur maður sem hafi gefið Danmörku mikið. Þótt Hinrik hafi verið hæddur fyrir franskan hreim sinn á dönskunni talaði hann fjölda tungumála og var hámenntaður. Hann var 83 ára þegar hann lést.
Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent