Átta bíla árekstur í Kópavogi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 13:52 Tanja situr föst í bíl rétt fyrir aftan áreksturinn. Hún reiknar með því að vera þar í nokkurn tíma í viðbót. Tanja Teresa Leifsdóttir Átta bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópabogi klukkan tíu mínútur fyrir eitt í dag. Mikil umferðarteppa varð á svæðinu og var veginum lokað til suðurs. „Þeir eru byrjaðir að losa bílana núna og við verðum hérna örugglega í klukkutíma í viðbót,“ segir Tanja Teresa Leifsdóttir en hún situr föst í bílaröðinni aftan við áreksturinn. Hún segir mikið mildi að ekki hafi farið verr. „Það voru engin alvarleg slys á fólki, bara minniháttar en ein í sjokki,“ segir Tanja. Sjálf var hún á leið í vinnu en hvetur aðra til að fara ekki út úr húsi á meðan óveðrinu stendur. Frá árekstrinum á Kringlumýrarbraut sunnan við Kópavogsháls í dag.Vísir/Jói K„Ekki fara neitt. Þetta er bara bilun. Það kemur blindbylur allt í einu. Það er ekkert vit í því." Viðbragðsaðilar eru nú að störfum á vettvangi en aðstæður eru erfiðar og skyggnið takmarkað. „Við viljum koma því til fólks að halda sig heima því það er mannskaðaveður í Reykjavík eins og er,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort Hafnarfjarðarvegur verði opnuð aftur. „Við þurfum að byrja á því að koma bílunum í burtu og svo sjáum við til. Fólk á bara að halda sig heima, það eru skilaboðin frá slökkviliði og lögreglu.“ Löng bílaröð á Kringlumýrarbraut.Vísir/Jói KEyþór segir að allar björgunarsveitir séu komnar með hópa í hús en eins og kom fram á Vísi voru þær allar kallaðar út núna eftir hádegið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum í höfuðborginni í dag. „Menn eru viðbúnir hinu versta.“Nánar er fjallað um veðrið á veðurvef Vísis og í Veðurvaktinni hér að neðan.
Átta bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópabogi klukkan tíu mínútur fyrir eitt í dag. Mikil umferðarteppa varð á svæðinu og var veginum lokað til suðurs. „Þeir eru byrjaðir að losa bílana núna og við verðum hérna örugglega í klukkutíma í viðbót,“ segir Tanja Teresa Leifsdóttir en hún situr föst í bílaröðinni aftan við áreksturinn. Hún segir mikið mildi að ekki hafi farið verr. „Það voru engin alvarleg slys á fólki, bara minniháttar en ein í sjokki,“ segir Tanja. Sjálf var hún á leið í vinnu en hvetur aðra til að fara ekki út úr húsi á meðan óveðrinu stendur. Frá árekstrinum á Kringlumýrarbraut sunnan við Kópavogsháls í dag.Vísir/Jói K„Ekki fara neitt. Þetta er bara bilun. Það kemur blindbylur allt í einu. Það er ekkert vit í því." Viðbragðsaðilar eru nú að störfum á vettvangi en aðstæður eru erfiðar og skyggnið takmarkað. „Við viljum koma því til fólks að halda sig heima því það er mannskaðaveður í Reykjavík eins og er,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort Hafnarfjarðarvegur verði opnuð aftur. „Við þurfum að byrja á því að koma bílunum í burtu og svo sjáum við til. Fólk á bara að halda sig heima, það eru skilaboðin frá slökkviliði og lögreglu.“ Löng bílaröð á Kringlumýrarbraut.Vísir/Jói KEyþór segir að allar björgunarsveitir séu komnar með hópa í hús en eins og kom fram á Vísi voru þær allar kallaðar út núna eftir hádegið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum í höfuðborginni í dag. „Menn eru viðbúnir hinu versta.“Nánar er fjallað um veðrið á veðurvef Vísis og í Veðurvaktinni hér að neðan.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu opnum Lögregla hvetur fólk til að halda sig heima. 11. febrúar 2018 13:20 Búið að kalla út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu Vonskuveður er á höfuðborgarsvæðinu í dag og er fólk beðið að fara ekki út að óþörfu. 11. febrúar 2018 12:49 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32
Ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu opnum Lögregla hvetur fólk til að halda sig heima. 11. febrúar 2018 13:20
Búið að kalla út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu Vonskuveður er á höfuðborgarsvæðinu í dag og er fólk beðið að fara ekki út að óþörfu. 11. febrúar 2018 12:49