Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í gærmorgun. Bílstjórinn fór í kaffi á meðan hún sat ein og yfirgefin í bílnum. Vísir/stefán Mikið fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að skutla henni til vinnu. Bílstjórinn mun hafa farið heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Málið er litið mjög alvarlegum augum. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest að konan var sótt af bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra á sambýlið Vættaborgir í Grafarvogi í gærmorgun. Af heimili hennar átti að skutla henni til vinnu í Lækjarási, vinnustað fyrir fatlaða í Fossvoginum. Konan skilaði sér hins vegar ekki til vinnu og fóru þá verkferlar í gang hjá Lækjarási og farið að grennslast fyrir um ferðir konunnar.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Fljótlega fengust þau svör að konan hefði verið sótt á sambýlið og við nánari eftirgrennslan fannst hún ein og yfirgefin í bílnum, þar sem hún hafði mátt sitja meðan bílstjórinn var í kaffi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið litið alvarlegum augum og allir sem að því komu í áfalli. Konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási.Gripið til aðgerða Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem manneskja gleymist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra en slíkt atvik kom upp í febrúar 2015 þegar 18 ára stúlka, sem lýst hafði verið eftir fannst í bíl við heimili bílstjórans um kvöld. Hafði hún þá mátt dúsa þar í nokkrar klukkustundir. Það atvik vakti mjög hörð viðbrögð og var í kjölfarið skipuð neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra sem skilaði skýrslu um málið í mars 2015. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var skjótt brugðist við málinu hjá Strætó í gærmorgun og gripið til aðgerða gagnvart bílstjóranum. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, gat ekki tjáð sig um málið þar sem hann var í leyfi og hafði því ekki heyrt af því. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, segir að þar á bæ hafi viðbrögðin verið að hlúa að konunni. Þrátt fyrir alvarleika atviksins segir hún akstursþjónustuna hafa batnað mikið eftir erfiða byrjun á sínum tíma og atvik sem þessi fátíð. „En þetta er eitthvað sem á ekki að gerast.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Mikið fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að skutla henni til vinnu. Bílstjórinn mun hafa farið heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Málið er litið mjög alvarlegum augum. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest að konan var sótt af bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra á sambýlið Vættaborgir í Grafarvogi í gærmorgun. Af heimili hennar átti að skutla henni til vinnu í Lækjarási, vinnustað fyrir fatlaða í Fossvoginum. Konan skilaði sér hins vegar ekki til vinnu og fóru þá verkferlar í gang hjá Lækjarási og farið að grennslast fyrir um ferðir konunnar.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Fljótlega fengust þau svör að konan hefði verið sótt á sambýlið og við nánari eftirgrennslan fannst hún ein og yfirgefin í bílnum, þar sem hún hafði mátt sitja meðan bílstjórinn var í kaffi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið litið alvarlegum augum og allir sem að því komu í áfalli. Konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási.Gripið til aðgerða Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem manneskja gleymist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra en slíkt atvik kom upp í febrúar 2015 þegar 18 ára stúlka, sem lýst hafði verið eftir fannst í bíl við heimili bílstjórans um kvöld. Hafði hún þá mátt dúsa þar í nokkrar klukkustundir. Það atvik vakti mjög hörð viðbrögð og var í kjölfarið skipuð neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra sem skilaði skýrslu um málið í mars 2015. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var skjótt brugðist við málinu hjá Strætó í gærmorgun og gripið til aðgerða gagnvart bílstjóranum. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, gat ekki tjáð sig um málið þar sem hann var í leyfi og hafði því ekki heyrt af því. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, segir að þar á bæ hafi viðbrögðin verið að hlúa að konunni. Þrátt fyrir alvarleika atviksins segir hún akstursþjónustuna hafa batnað mikið eftir erfiða byrjun á sínum tíma og atvik sem þessi fátíð. „En þetta er eitthvað sem á ekki að gerast.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46
Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55