Víglínan: Óvissa á vinnumarkaði og endurnýjaður Sjálfstæðisflokkur í borginni Þórdís Valsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 10:56 Í dag eru fjórir dagar þar til um sextíu formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins koma saman til fundar og ákveða hvort kjarasamningum hundrað þúsund karla og kvenna á almennum vinnumarkaði verður sagt upp eða þeir framlengdir út árið. Miðstjórn ASÍ komst að þeirri niðurstöðu í vikunnu að forsendur samninganna væru brostnar en forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins er ætlað að meta þetta og er enn að störfum. Samtök atvinnulífsins meta stöðuna með allt öðrum hætti en ASÍ og minnir á að kaupmáttur hafi aukist um 20 til 25 prósent á samningstímanum. Stjórnvöld leggja mikið upp úr því að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði og því má reikna með að ríkisstjórnin gefi frá sér einhverja yfirlýsingu með fyrirheitum um aðgerðir til að freista þess að kjarasamningum verði ekki sagt upp. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kemur í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál, nýlega sölu á hlut ríkisins í Arion banka og fleira. Á fimmtudag opinberaði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Það er óhætt að tala um algera endurnýjun á listanum eða hreinsun eins og andstæðingar flokksins munu sjálfsagt kalla það og jafnvel þeir innan flokksins sem ekki kunna að meta breytingarnar. Eyþór Arnalds, nýr oddviti flokksins í borginni, ætlar sér stóra hluti í kosningunum í maí. Hann er með þræði víða í viðskiptalífinu, meðal annars í fjölmiðlum, sem hann segist ætla að slíta sig frá. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál og möguleika Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum en flokkurinn hefur meira og minna verið í minnihluta í borgarstjórn allt frá árinu 1994. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20 Víglínan Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Í dag eru fjórir dagar þar til um sextíu formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins koma saman til fundar og ákveða hvort kjarasamningum hundrað þúsund karla og kvenna á almennum vinnumarkaði verður sagt upp eða þeir framlengdir út árið. Miðstjórn ASÍ komst að þeirri niðurstöðu í vikunnu að forsendur samninganna væru brostnar en forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins er ætlað að meta þetta og er enn að störfum. Samtök atvinnulífsins meta stöðuna með allt öðrum hætti en ASÍ og minnir á að kaupmáttur hafi aukist um 20 til 25 prósent á samningstímanum. Stjórnvöld leggja mikið upp úr því að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði og því má reikna með að ríkisstjórnin gefi frá sér einhverja yfirlýsingu með fyrirheitum um aðgerðir til að freista þess að kjarasamningum verði ekki sagt upp. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kemur í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál, nýlega sölu á hlut ríkisins í Arion banka og fleira. Á fimmtudag opinberaði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Það er óhætt að tala um algera endurnýjun á listanum eða hreinsun eins og andstæðingar flokksins munu sjálfsagt kalla það og jafnvel þeir innan flokksins sem ekki kunna að meta breytingarnar. Eyþór Arnalds, nýr oddviti flokksins í borginni, ætlar sér stóra hluti í kosningunum í maí. Hann er með þræði víða í viðskiptalífinu, meðal annars í fjölmiðlum, sem hann segist ætla að slíta sig frá. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál og möguleika Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum en flokkurinn hefur meira og minna verið í minnihluta í borgarstjórn allt frá árinu 1994. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20
Víglínan Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira