Þriggja manna fjölskylda í 29 fermetrum Guðný Hrönn skrifar 23. febrúar 2018 14:00 Áhugasamir geta fylgst með Lindu á síðunni hennar www.lindaben.is og á Instagram, notandanafn hennar er lindaben. Vísir/Ernir Matarbloggaranum og fagurkeranum Lindu Benediktsdóttur hefur tekist að koma sér og fjölskyldu sinni vel fyrir í 29 fermetra íbúð. Það að búa í svona litlu rými hefur sína kosti og galla að sögn Lindu. Spurð út í 29 fermetra íbúðina sem hún býr í ásamt manni sínum og syni segir Linda: „Við tókum við íbúðinni fokheldri og breyttum henni í tveggja herbergja íbúð. Við ætlum að búa hér á meðan við byggjum draumahúsið okkar.“Fjölskyldunni hefur tekist að koma sér vel fyrir í litla rýminu.Linda viðurkennir að það geti verið svolítið krefjandi að búa í svona litlu rými. „Það erfiðasta er að ákveða hvað maður vill hafa í íbúðinni. Við þurftum að minnka töluvert við okkur, enda að koma úr 240 fermetra húsi. Þegar við fluttum urðum við að gera upp við okkur hvað við vildum hafa í íbúðinni,“ segir Linda. Lindu þykir mikilvægt að hafa fallegt í kringum sig.Hún segir stærsta kostinn við litlu íbúðina svo vera þann að það tekur lítinn tíma að þrífa og taka til. „Það getur verið allt á hvolfi en samt er maður í mesta lagi 30 mínútur að kippa öllu í lag.“Mesta áskorunin við að flytja inn í rýmið var að finna húsgögn sem passa inn í það. „Við gátum ekki notað neitt af húsgögnunum okkar, fyrir utan eldhússtólana sem ég þröngva hingað inn í þetta rými. Þar sem við búum hérna tímabundið þá brugðum við á það ráð að kaupa okkur húsgögn í ódýrari kantinum sem er hægt að nýta þegar við flytjum aftur,“ segir Linda. Hér á allt sinn stað.Hún tekur fram að henni þyki mikilvægt að hafa íbúðina fína og notalega þó að fjölskyldan búi tímabundið í henni. „Þegar maður vinnur við það að skapa fallegt myndefni og uppskriftir verður umhverfi manns að vera fallegt líka.“Baðherbergið er lítið og krúttlegt.Aðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir fólk sem er að vandræðast með að koma sér fyrir í lítilli íbúð segir Linda: „Hver einasti hlutur verður að eiga sér sinn stað þar sem það er ekki pláss fyrir neitt „draslhorn“. Það er líka mikilvægt að ganga alltaf frá eftir sig, eins og reyndar alls staðar annars staðar, en það er enn mikilvægara í svona litlu rými.“Linda bendir svo á að það geti verið mjög hjálplegt á litlum heimilum að eiga hluti og húsgögn sem hafa margþætt notagildi.Baðherbergið er lítið og krúttlegt.Vísir/Ernir Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ Sjá meira
Matarbloggaranum og fagurkeranum Lindu Benediktsdóttur hefur tekist að koma sér og fjölskyldu sinni vel fyrir í 29 fermetra íbúð. Það að búa í svona litlu rými hefur sína kosti og galla að sögn Lindu. Spurð út í 29 fermetra íbúðina sem hún býr í ásamt manni sínum og syni segir Linda: „Við tókum við íbúðinni fokheldri og breyttum henni í tveggja herbergja íbúð. Við ætlum að búa hér á meðan við byggjum draumahúsið okkar.“Fjölskyldunni hefur tekist að koma sér vel fyrir í litla rýminu.Linda viðurkennir að það geti verið svolítið krefjandi að búa í svona litlu rými. „Það erfiðasta er að ákveða hvað maður vill hafa í íbúðinni. Við þurftum að minnka töluvert við okkur, enda að koma úr 240 fermetra húsi. Þegar við fluttum urðum við að gera upp við okkur hvað við vildum hafa í íbúðinni,“ segir Linda. Lindu þykir mikilvægt að hafa fallegt í kringum sig.Hún segir stærsta kostinn við litlu íbúðina svo vera þann að það tekur lítinn tíma að þrífa og taka til. „Það getur verið allt á hvolfi en samt er maður í mesta lagi 30 mínútur að kippa öllu í lag.“Mesta áskorunin við að flytja inn í rýmið var að finna húsgögn sem passa inn í það. „Við gátum ekki notað neitt af húsgögnunum okkar, fyrir utan eldhússtólana sem ég þröngva hingað inn í þetta rými. Þar sem við búum hérna tímabundið þá brugðum við á það ráð að kaupa okkur húsgögn í ódýrari kantinum sem er hægt að nýta þegar við flytjum aftur,“ segir Linda. Hér á allt sinn stað.Hún tekur fram að henni þyki mikilvægt að hafa íbúðina fína og notalega þó að fjölskyldan búi tímabundið í henni. „Þegar maður vinnur við það að skapa fallegt myndefni og uppskriftir verður umhverfi manns að vera fallegt líka.“Baðherbergið er lítið og krúttlegt.Aðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir fólk sem er að vandræðast með að koma sér fyrir í lítilli íbúð segir Linda: „Hver einasti hlutur verður að eiga sér sinn stað þar sem það er ekki pláss fyrir neitt „draslhorn“. Það er líka mikilvægt að ganga alltaf frá eftir sig, eins og reyndar alls staðar annars staðar, en það er enn mikilvægara í svona litlu rými.“Linda bendir svo á að það geti verið mjög hjálplegt á litlum heimilum að eiga hluti og húsgögn sem hafa margþætt notagildi.Baðherbergið er lítið og krúttlegt.Vísir/Ernir
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ Sjá meira