Öryggisvörður talinn hafa aðstoðað við innbrot í gagnaver Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 20:15 Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er talinn hafa aðstoðað þjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver Advania í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld og var staðfest að hluta í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni. Lögregla útilokar ekki að hundruð tölva sem var stolið í þremur gagnaverum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við þrjú innbrot í gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar. Um sex hundruð tölvum sem eru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin var stolið og telur lögregla að verðmæti búnaðarins nemi rúmum tvö hundruð milljónum króna. Advania greindi svo frá því síðdegis að gagnaver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ hafi verið eitt þeirra sem varð fyrir barðinu á þjófunum. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri gagnavera Advania, sagði Vísi í dag að innbrotið hefði náðst á öryggismyndavélum á svæðinu.Rekinn en átti „flekklausan“ feril að bakiÍ fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að búnaðurinn hafi ekki komið í leitirnar. Lögreglan útilokar ekki að honum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Innbrotin eru rannsökuð sem hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Níu voru handteknir í tengslum við rannsóknina, þar á meðal öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni en fyrirtækið annast öryggismál fyrir Advania, að sögn RÚV. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en tveimur var sleppt, þar á meðal öryggisverðinum. Í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni í kjölfar fréttar RÚV kom fram að öryggisverðinum hefði verið sagt upp störfum. RÚV hafði þá greint frá því að maðurinn hefði verið settur í ótímabundið leyfi og mál hans væri í ferli hjá fyrirtækinu. Öryggisvörðurinn er sagður hafa unnið fyrir Öryggismiðstöðina um árabil og hafa átt flekklausan feril að baki fram að þessu. „Það er því afar sárt að sjá viðkomandi aðila taka svo alvarlegar og rangar ákvarðanir. Öryggismiðstöðin hefur veitt lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. Mikilvægt er að aðkoma viðkomandi aðila að málinu telst nú upplýst,“ segir í yfirlýsingu Öryggismiðstöðvarinnar. Mikið hefur verið fjallað um Bitcoin nýlega. Gengi rafmyntarinnar hækkaði mikið á seinni hluta síðasta árs en sérfræðingar hafa varað við rafmyntarbólu.Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Öryggismiðstöðvarinnar barst skömmu eftir að fréttin birtist upphaflega. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er talinn hafa aðstoðað þjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver Advania í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld og var staðfest að hluta í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni. Lögregla útilokar ekki að hundruð tölva sem var stolið í þremur gagnaverum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við þrjú innbrot í gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar. Um sex hundruð tölvum sem eru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin var stolið og telur lögregla að verðmæti búnaðarins nemi rúmum tvö hundruð milljónum króna. Advania greindi svo frá því síðdegis að gagnaver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ hafi verið eitt þeirra sem varð fyrir barðinu á þjófunum. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri gagnavera Advania, sagði Vísi í dag að innbrotið hefði náðst á öryggismyndavélum á svæðinu.Rekinn en átti „flekklausan“ feril að bakiÍ fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að búnaðurinn hafi ekki komið í leitirnar. Lögreglan útilokar ekki að honum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Innbrotin eru rannsökuð sem hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Níu voru handteknir í tengslum við rannsóknina, þar á meðal öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni en fyrirtækið annast öryggismál fyrir Advania, að sögn RÚV. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en tveimur var sleppt, þar á meðal öryggisverðinum. Í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni í kjölfar fréttar RÚV kom fram að öryggisverðinum hefði verið sagt upp störfum. RÚV hafði þá greint frá því að maðurinn hefði verið settur í ótímabundið leyfi og mál hans væri í ferli hjá fyrirtækinu. Öryggisvörðurinn er sagður hafa unnið fyrir Öryggismiðstöðina um árabil og hafa átt flekklausan feril að baki fram að þessu. „Það er því afar sárt að sjá viðkomandi aðila taka svo alvarlegar og rangar ákvarðanir. Öryggismiðstöðin hefur veitt lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. Mikilvægt er að aðkoma viðkomandi aðila að málinu telst nú upplýst,“ segir í yfirlýsingu Öryggismiðstöðvarinnar. Mikið hefur verið fjallað um Bitcoin nýlega. Gengi rafmyntarinnar hækkaði mikið á seinni hluta síðasta árs en sérfræðingar hafa varað við rafmyntarbólu.Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Öryggismiðstöðvarinnar barst skömmu eftir að fréttin birtist upphaflega.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00
Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33
Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55
Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42