Tugir verkefna vegna vatnstjóns Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2018 10:56 Mikil úrkoma fylgdi lægðinni. Vísir/Hanna Björgunarsveitarmenn hafa sinnt á þriðja tug verkefna tengdum vatnstjóni og vatnselg á ellefta tímanum í morgun. Óveðrið hefur gengið hratt yfir landið í morgun og hefur dregið heldur úr veðurofsanum á höfuðborgarsvæðinu. Því var spáð að veðrið ætti að vera að mestu gengið niður í borginni um hádegi og virðist það ætla að ganga eftir. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir í samtali við Vísi að verkefni björgunarsveitarmanna hafi verið færri í morgun en búist var við. Á ellefta tímanum fóru þó að berast fjöldi tilkynninga um vatnstjón og vatnselg á höfuðborgarsvæðinu samhliða þeirri miklu úrkomu sem fylgt hefur þessari lægð. Davíð segir lægðina vera bersýnilega að færast yfir landið því á tíunda tímanum fóru að berast tilkynningar til björgunarsveit um foktengd verkefni á Norðurlandi vestra. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar, sem birt var klukkan tíu, kemur fram að fram að hádegi muni veður versna mjög á Norðurlandi, einkum vestan til. Frá Hrútafirði yfir á Siglufjörð og Eyjafjörð er reiknað með Suðaustan átt 25-32 metrum á sekúndu á milli klukkan 11 og 14 og lengur austan til. Þvert á veg og með slyddu og hálku. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og mikið hvassviðri og vatnselgur á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Hálkublettir og mikið hvassviðri er á Suðurstrandavegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er krapi, hálka og hálkublettir. Á Vesturlandi er víðast hvar snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur. Þæfingsfærið og hvassviðri er á Vatnaleið. Ófært er á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar vegna veðurs. Þegar þetta er ritað eru vegirnir um Steingrímsfjarðarheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Hellisheiði, Þrengsli. Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Sandskeið og við Hafnarfjall lokaðir. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. 21. febrúar 2018 10:04 Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00 Lægðin missti af kaldasta loftinu Vert að þakka fyrir það segir veðurfræðingur. 21. febrúar 2018 08:39 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira
Björgunarsveitarmenn hafa sinnt á þriðja tug verkefna tengdum vatnstjóni og vatnselg á ellefta tímanum í morgun. Óveðrið hefur gengið hratt yfir landið í morgun og hefur dregið heldur úr veðurofsanum á höfuðborgarsvæðinu. Því var spáð að veðrið ætti að vera að mestu gengið niður í borginni um hádegi og virðist það ætla að ganga eftir. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir í samtali við Vísi að verkefni björgunarsveitarmanna hafi verið færri í morgun en búist var við. Á ellefta tímanum fóru þó að berast fjöldi tilkynninga um vatnstjón og vatnselg á höfuðborgarsvæðinu samhliða þeirri miklu úrkomu sem fylgt hefur þessari lægð. Davíð segir lægðina vera bersýnilega að færast yfir landið því á tíunda tímanum fóru að berast tilkynningar til björgunarsveit um foktengd verkefni á Norðurlandi vestra. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar, sem birt var klukkan tíu, kemur fram að fram að hádegi muni veður versna mjög á Norðurlandi, einkum vestan til. Frá Hrútafirði yfir á Siglufjörð og Eyjafjörð er reiknað með Suðaustan átt 25-32 metrum á sekúndu á milli klukkan 11 og 14 og lengur austan til. Þvert á veg og með slyddu og hálku. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og mikið hvassviðri og vatnselgur á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Hálkublettir og mikið hvassviðri er á Suðurstrandavegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er krapi, hálka og hálkublettir. Á Vesturlandi er víðast hvar snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur. Þæfingsfærið og hvassviðri er á Vatnaleið. Ófært er á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar vegna veðurs. Þegar þetta er ritað eru vegirnir um Steingrímsfjarðarheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Hellisheiði, Þrengsli. Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Sandskeið og við Hafnarfjall lokaðir.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. 21. febrúar 2018 10:04 Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00 Lægðin missti af kaldasta loftinu Vert að þakka fyrir það segir veðurfræðingur. 21. febrúar 2018 08:39 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira
Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. 21. febrúar 2018 10:04
Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00
Lægðin missti af kaldasta loftinu Vert að þakka fyrir það segir veðurfræðingur. 21. febrúar 2018 08:39
Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24