Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 13:00 Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. Vísir/Getty Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og formaður Bifreiðarstjórafélagsins Frami, segir að leigubílstjórum hugnist ekki að Uber verði leyft hér á landi. Hann segir að hér sé samkeppni um verð og það sé enginn skortur á leigubílnum á Íslandi. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli samgönguráðherra að afnema hámarksfjölda leigubifreiðaleyfa, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna leigubifreiðamarkaðinn fyrir aukinni samkeppni. Hún hefur meðal annars talað um að hún vilji leyfa Uber hér á landi.Bílstjórarnir fá einkunn Uber er akstursþjónusta þar sem notandinn getur séð fyrir fram hvað ferðin kostar í einföldu snjallforriti í símanum. Ferðin er einnig greidd í gegnum forritið og þarf farþeginn því aldrei að taka upp veskið og bílstjórar lenda ekki í því að farþegar neita að borga. Farþeginn og bílstjórinn mæla sér mót á ákveðinni staðsetningu og hægt er að rekja staðsetningu bílsins þegar hann er á leiðinni. Að ferð lokinni fær farþeginn tölvupóst með upplýsingum á korti um þá leið sem ekin var. Notendur gefa bílstjórum einkunn fyrir þjónustuna og notendur fá sömuleiðis einkunn frá bílstjórum. Einnig er hægt að greiða minna fyrir að panta bíl sem þú deilir með öðrum eða borga meira fyrir að fá fínni bíl til að aka þér. Uber hefur þó verið gagnrýnt fyrir að bakgrunnur bílstjóra sé illa kannaður og auk þess leyndi fyrirtækið því að tölvuþrjótar hefðu komist yfir persónuupplýsingar um 57 milljón viðskiptavina á síðasta ári. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera frjálst,“ sagði Hanna Katrín um leigubílamarkaðinn á Íslandi í viðtali í Bítinu í gær. Hún sagði þar að aukið frelsi á þessum markaði muni hafa áhrif á lækkun á verði og auka fjölbreytni í framboði á leigubílum. Í viðtalinu talaði Hanna Katrín um að leigubílastöðvar væru óþarfar og hækki verðið á þjónustunni. „Ég er enginn sérstakur talsmaður Uber, heldur þessa frelsis.“Hanna Katrín Friðriksson.Vísir/ErnirLjóst að breytingar verði Ásgeir segir að þessi umræða sé ekkert ný en það sé ljóst að einhverjar breytingar verði gerðar en ekki sé ljóst hverjar þær verði. „Það eru að koma nýjar Evrópureglur um leigubíla og það er hlutur sem við þurfum að taka líka og það eru öll Norðurlöndin að vinna í þessu í dag. Það er búið að vera hér síðan í október starfshópur sem er að funda og skilar lokaskýrslu núna í mars.“ Hópurinn á sérstaklega skoða hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. Íslensk lög um leigubifreiðar eru keimlík þeim norsku en þar er í 8. gr. laganna sérstakt ákvæði um að ráðherra setji reglugerð um fjölda leigubifreiða. ESA hóf að eigin frumkvæði athugun á íslensku lögunum á síðasta ári. Stofnunin hefur beðið með að ljúka athugun sinni og hyggst ekki grípa til neinna aðgerða gegn íslenska ríkinu vegna málsins þangað til vinnuhópur samgönguráðuneytisins um leigubifreiðamkarkaðinn skilar tillögum sínum. Ásgeir segir að breytingarnar gætu orðið eitthvað í þá átt sem Hanna Katrín hefur verið að tala um. „Ég þori ekki að segja hverjar þær verða og hvernig þær verða.“Vill halda reglum óbreyttum Hann vonar þó að reglum og skilyrðum um meiraprófsréttindi bílstjóra verði haldið óbreyttum. Hann gat þó ekki svarað því af hverju það þyrfti að hafa meirapróf til að aka fólki gegn gjaldi en benti á að „alla tíð“ hafi þetta verið svona. Að mati leigubílstjóra er eru reglurnar ekki of strangar eins og þær eru núna. „Það er alltaf verið að tala um skort á leigubílum, en það er enginn skortur á leigubílum.“ Ásgeir segir að á venjulegum degi sé biðtími eftir leigubíl aðeins fimm mínútur. Hann segir að það sé alveg samkeppni á leigubílamarkaðnum núna, verðið sé mismunandi. Að hans mati er aðal atriðið að öryggi fólk sé tryggt og það sé enginn losaraskapur á þessu en oft hefur verið rætt að hver sem er getur keyrt Uber bíla. „Uber getur komið inn á markaði en það þarf að uppfylla öll skilyrði eins og leigubíll, þar á meðal að aka eftir gjaldsvæði.“ Viðtalið við Ásgeir má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Samgöngur Tengdar fréttir Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Felur starfshóp að koma með tillögur um starfsemi Uber og Lyft hér á landi Jón Gunnarsson samgönguráðherra hyggst skipa starfshóp til að kanna möguleikann á starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft hér á landi til að mæta vaxandi eftirspurn eftir leigubílum. Ráðherrann hefur þegar ákveðið að fjölga leyfum til leigubílaaksturs. 5. september 2017 19:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og formaður Bifreiðarstjórafélagsins Frami, segir að leigubílstjórum hugnist ekki að Uber verði leyft hér á landi. Hann segir að hér sé samkeppni um verð og það sé enginn skortur á leigubílnum á Íslandi. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli samgönguráðherra að afnema hámarksfjölda leigubifreiðaleyfa, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna leigubifreiðamarkaðinn fyrir aukinni samkeppni. Hún hefur meðal annars talað um að hún vilji leyfa Uber hér á landi.Bílstjórarnir fá einkunn Uber er akstursþjónusta þar sem notandinn getur séð fyrir fram hvað ferðin kostar í einföldu snjallforriti í símanum. Ferðin er einnig greidd í gegnum forritið og þarf farþeginn því aldrei að taka upp veskið og bílstjórar lenda ekki í því að farþegar neita að borga. Farþeginn og bílstjórinn mæla sér mót á ákveðinni staðsetningu og hægt er að rekja staðsetningu bílsins þegar hann er á leiðinni. Að ferð lokinni fær farþeginn tölvupóst með upplýsingum á korti um þá leið sem ekin var. Notendur gefa bílstjórum einkunn fyrir þjónustuna og notendur fá sömuleiðis einkunn frá bílstjórum. Einnig er hægt að greiða minna fyrir að panta bíl sem þú deilir með öðrum eða borga meira fyrir að fá fínni bíl til að aka þér. Uber hefur þó verið gagnrýnt fyrir að bakgrunnur bílstjóra sé illa kannaður og auk þess leyndi fyrirtækið því að tölvuþrjótar hefðu komist yfir persónuupplýsingar um 57 milljón viðskiptavina á síðasta ári. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera frjálst,“ sagði Hanna Katrín um leigubílamarkaðinn á Íslandi í viðtali í Bítinu í gær. Hún sagði þar að aukið frelsi á þessum markaði muni hafa áhrif á lækkun á verði og auka fjölbreytni í framboði á leigubílum. Í viðtalinu talaði Hanna Katrín um að leigubílastöðvar væru óþarfar og hækki verðið á þjónustunni. „Ég er enginn sérstakur talsmaður Uber, heldur þessa frelsis.“Hanna Katrín Friðriksson.Vísir/ErnirLjóst að breytingar verði Ásgeir segir að þessi umræða sé ekkert ný en það sé ljóst að einhverjar breytingar verði gerðar en ekki sé ljóst hverjar þær verði. „Það eru að koma nýjar Evrópureglur um leigubíla og það er hlutur sem við þurfum að taka líka og það eru öll Norðurlöndin að vinna í þessu í dag. Það er búið að vera hér síðan í október starfshópur sem er að funda og skilar lokaskýrslu núna í mars.“ Hópurinn á sérstaklega skoða hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. Íslensk lög um leigubifreiðar eru keimlík þeim norsku en þar er í 8. gr. laganna sérstakt ákvæði um að ráðherra setji reglugerð um fjölda leigubifreiða. ESA hóf að eigin frumkvæði athugun á íslensku lögunum á síðasta ári. Stofnunin hefur beðið með að ljúka athugun sinni og hyggst ekki grípa til neinna aðgerða gegn íslenska ríkinu vegna málsins þangað til vinnuhópur samgönguráðuneytisins um leigubifreiðamkarkaðinn skilar tillögum sínum. Ásgeir segir að breytingarnar gætu orðið eitthvað í þá átt sem Hanna Katrín hefur verið að tala um. „Ég þori ekki að segja hverjar þær verða og hvernig þær verða.“Vill halda reglum óbreyttum Hann vonar þó að reglum og skilyrðum um meiraprófsréttindi bílstjóra verði haldið óbreyttum. Hann gat þó ekki svarað því af hverju það þyrfti að hafa meirapróf til að aka fólki gegn gjaldi en benti á að „alla tíð“ hafi þetta verið svona. Að mati leigubílstjóra er eru reglurnar ekki of strangar eins og þær eru núna. „Það er alltaf verið að tala um skort á leigubílum, en það er enginn skortur á leigubílum.“ Ásgeir segir að á venjulegum degi sé biðtími eftir leigubíl aðeins fimm mínútur. Hann segir að það sé alveg samkeppni á leigubílamarkaðnum núna, verðið sé mismunandi. Að hans mati er aðal atriðið að öryggi fólk sé tryggt og það sé enginn losaraskapur á þessu en oft hefur verið rætt að hver sem er getur keyrt Uber bíla. „Uber getur komið inn á markaði en það þarf að uppfylla öll skilyrði eins og leigubíll, þar á meðal að aka eftir gjaldsvæði.“ Viðtalið við Ásgeir má hlusta á í heild sinni hér að neðan:
Samgöngur Tengdar fréttir Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Felur starfshóp að koma með tillögur um starfsemi Uber og Lyft hér á landi Jón Gunnarsson samgönguráðherra hyggst skipa starfshóp til að kanna möguleikann á starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft hér á landi til að mæta vaxandi eftirspurn eftir leigubílum. Ráðherrann hefur þegar ákveðið að fjölga leyfum til leigubílaaksturs. 5. september 2017 19:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00
Felur starfshóp að koma með tillögur um starfsemi Uber og Lyft hér á landi Jón Gunnarsson samgönguráðherra hyggst skipa starfshóp til að kanna möguleikann á starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft hér á landi til að mæta vaxandi eftirspurn eftir leigubílum. Ráðherrann hefur þegar ákveðið að fjölga leyfum til leigubílaaksturs. 5. september 2017 19:00