Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Benedikt Bóas skrifar 21. febrúar 2018 05:30 Birgitta Haukdal verður í aðalhlutverki í Vestmannaeyjum í sumar þegar Þjóðhátíð verður flautuð á. „Það var svo klikkaðslega skemmtilegt þegar ég gerði þetta í fyrra að Írafár ákvað að mæta í ár,“ segir söngkonan og barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal en Írafár verður eitt af aðalatriðum á Þjóðhátíð í sumar. Miðasala hefst í dag en fyrir utan Írafár eru þeir Jói Pé og Króli og sjálfur Páll Óskar uppi á stóra sviðinu að trylla lýðinn. „Þetta verður alveg geggjað,“ segir hún en búast má við að allir stærstu slagarar Írafárs muni heyrast um dalinn eins og Fingur, Eldur í mér, Ég sjálf og Stórir hringir svo nokkrir slagarar séu nefndir. „Við höfum haldið okkur til hlés í nokkur ár. Höfum ekkert verið að koma fram. Þegar ég fór að taka þessi lög í fyrra á Fiskideginum mikla á Dalvík og á Þjóðhátíð þá fann ég einmitt hvað þetta var gaman, hvað ég hafði saknað laganna og að vera í hljómsveitinni. Það er svo skemmtilegt og dásamleg tilfinning að syngja fyrir fólk sem hefur gaman af lögunum okkar. Ég tékkaði á strákunum og athugaði hvort við ættum ekki að byrja aftur, því við höfum verið að ræða hvenær væri rétta stundin að koma til baka og gera eitthvað skemmtilegt.“ Ekki stóð á vinsældunum. Hljómsveitin setti tónleika í júní í Hörpu í tilefni af 20 ára afmælis og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Það var því ákveðið að hlaða í aðra og það er nánast uppselt á þá líka. „Fyrst þetta gekk svona vel þá sagði ég nú við strákana að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira, fyrst fólkið er til. Þannig að við verðum á Þjóðhátíð og erum mjög spennt.“ Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Jói Pé og Króli á þjóðhátíð ásamt Páli Óskari Þetta er í fyrsta skipti sem rapptvíeykið kemur fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 20. febrúar 2018 12:23 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
„Það var svo klikkaðslega skemmtilegt þegar ég gerði þetta í fyrra að Írafár ákvað að mæta í ár,“ segir söngkonan og barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal en Írafár verður eitt af aðalatriðum á Þjóðhátíð í sumar. Miðasala hefst í dag en fyrir utan Írafár eru þeir Jói Pé og Króli og sjálfur Páll Óskar uppi á stóra sviðinu að trylla lýðinn. „Þetta verður alveg geggjað,“ segir hún en búast má við að allir stærstu slagarar Írafárs muni heyrast um dalinn eins og Fingur, Eldur í mér, Ég sjálf og Stórir hringir svo nokkrir slagarar séu nefndir. „Við höfum haldið okkur til hlés í nokkur ár. Höfum ekkert verið að koma fram. Þegar ég fór að taka þessi lög í fyrra á Fiskideginum mikla á Dalvík og á Þjóðhátíð þá fann ég einmitt hvað þetta var gaman, hvað ég hafði saknað laganna og að vera í hljómsveitinni. Það er svo skemmtilegt og dásamleg tilfinning að syngja fyrir fólk sem hefur gaman af lögunum okkar. Ég tékkaði á strákunum og athugaði hvort við ættum ekki að byrja aftur, því við höfum verið að ræða hvenær væri rétta stundin að koma til baka og gera eitthvað skemmtilegt.“ Ekki stóð á vinsældunum. Hljómsveitin setti tónleika í júní í Hörpu í tilefni af 20 ára afmælis og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Það var því ákveðið að hlaða í aðra og það er nánast uppselt á þá líka. „Fyrst þetta gekk svona vel þá sagði ég nú við strákana að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira, fyrst fólkið er til. Þannig að við verðum á Þjóðhátíð og erum mjög spennt.“
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Jói Pé og Króli á þjóðhátíð ásamt Páli Óskari Þetta er í fyrsta skipti sem rapptvíeykið kemur fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 20. febrúar 2018 12:23 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Jói Pé og Króli á þjóðhátíð ásamt Páli Óskari Þetta er í fyrsta skipti sem rapptvíeykið kemur fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 20. febrúar 2018 12:23