Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. febrúar 2018 19:00 Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. Eftirlitsstofnun EFTA telur að ákvæði um fjöldatakmarkanir í norskum lögum um leigubifreiðar brjóti í bága við 31. gr. EES-samningsins um staðfesturétt. Í honum felst réttur til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og hefja fyrirtækjarekstur hvar sem er á EES-svæðinu. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti ESA frá síðasta ári. Í álitinu tekur stofnunin fram að hún geri ekki athugasemdir við leyfisfyrirkomulagið sem slíkt heldur fyrst og fremst óréttlætanlegar fjöldatakmarkanir. Í svari norska samgönguráðuneytisins til ESA frá 11. desember síðastliðnum kemur fram að ráðuneytið fallist á að fjöldatakmarkanir í gildandi lögum feli sér aðgangshindranir fyrir nýja aðila sem vilja komast inn á leigubílamarkaðinn. Þá segir ráðuneytið að það muni leggja fram tillögur um að afnema fjöldatakmarkanir í löggjöfinni. Slík lagabreyting myndi auðvelda fyrirtækjum eins og Uber og Lyft að komast inn á norska markaðinn. Íslensk lög um leigubifreiðar eru keimlík þeim norsku en þar er í 8. gr. laganna sérstakt ákvæði um að ráðherra setji reglugerð um fjölda leigubifreiða. ESA hóf að eigin frumkvæði athugun á íslensku lögunum á síðasta ári. Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA.„Þeir þættir íslensku laganna sem eru líkir eða samsvarandi norsku lögunum, til dæmis varðandi fjöldatakmarkanir, myndu líklegast skoðast sem hindrun í skilningi EES-svæðisins sem þyrfti þá að réttlæta sérstaklega. Í ljósi norska málsins þá sendum við formlega fyrirspurn til Íslands um þessi mál og höfum fundað um málið á Íslandi. Við höfum jafnframt fengið skriflegt svar frá Íslandi við erindi okkar þar sem það var tekið fram að verið væri að skoða þessi lög í sérstökum vinnuhópi. Meðal annars með tilliti til skuldbindinga á grundvelli EES-samningsins,“ segir Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Stofnunin hefur beðið með að ljúka athugun sinni og hyggst ekki grípa til neinna aðgerða gegn íslenska ríkinu vegna málsins þangað til vinnuhópur samgönguráðuneytisins um leigubifreiðamkarkaðinn skilar tillögum sínum. Hanna Katrín Friðriksson formaður þingflokks Viðreisnar.Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli samgönguráðherra að afnema hámarksfjölda leigubifreiðaleyfa, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna leigubifreiðamarkaðinn fyrir aukinni samkeppni. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. Eftirlitsstofnun EFTA telur að ákvæði um fjöldatakmarkanir í norskum lögum um leigubifreiðar brjóti í bága við 31. gr. EES-samningsins um staðfesturétt. Í honum felst réttur til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og hefja fyrirtækjarekstur hvar sem er á EES-svæðinu. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti ESA frá síðasta ári. Í álitinu tekur stofnunin fram að hún geri ekki athugasemdir við leyfisfyrirkomulagið sem slíkt heldur fyrst og fremst óréttlætanlegar fjöldatakmarkanir. Í svari norska samgönguráðuneytisins til ESA frá 11. desember síðastliðnum kemur fram að ráðuneytið fallist á að fjöldatakmarkanir í gildandi lögum feli sér aðgangshindranir fyrir nýja aðila sem vilja komast inn á leigubílamarkaðinn. Þá segir ráðuneytið að það muni leggja fram tillögur um að afnema fjöldatakmarkanir í löggjöfinni. Slík lagabreyting myndi auðvelda fyrirtækjum eins og Uber og Lyft að komast inn á norska markaðinn. Íslensk lög um leigubifreiðar eru keimlík þeim norsku en þar er í 8. gr. laganna sérstakt ákvæði um að ráðherra setji reglugerð um fjölda leigubifreiða. ESA hóf að eigin frumkvæði athugun á íslensku lögunum á síðasta ári. Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA.„Þeir þættir íslensku laganna sem eru líkir eða samsvarandi norsku lögunum, til dæmis varðandi fjöldatakmarkanir, myndu líklegast skoðast sem hindrun í skilningi EES-svæðisins sem þyrfti þá að réttlæta sérstaklega. Í ljósi norska málsins þá sendum við formlega fyrirspurn til Íslands um þessi mál og höfum fundað um málið á Íslandi. Við höfum jafnframt fengið skriflegt svar frá Íslandi við erindi okkar þar sem það var tekið fram að verið væri að skoða þessi lög í sérstökum vinnuhópi. Meðal annars með tilliti til skuldbindinga á grundvelli EES-samningsins,“ segir Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Stofnunin hefur beðið með að ljúka athugun sinni og hyggst ekki grípa til neinna aðgerða gegn íslenska ríkinu vegna málsins þangað til vinnuhópur samgönguráðuneytisins um leigubifreiðamkarkaðinn skilar tillögum sínum. Hanna Katrín Friðriksson formaður þingflokks Viðreisnar.Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli samgönguráðherra að afnema hámarksfjölda leigubifreiðaleyfa, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna leigubifreiðamarkaðinn fyrir aukinni samkeppni.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira