Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2018 16:40 Í texta um son sinn sem Eva skrifaði árið 2003 má sjá Haukur var frá fyrstu tíð fullur réttlætiskenndar og byltingin ólgaði í æðum hans. Haukur Hilmarsson, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar, var alla tíð uppreisnargjarn og fullur réttlætiskenndar. Þetta kemur fram í hjartnæmum minningum Evu Hauksdóttur frá árinu 2003, móður Hauks, sem hún birti á vefsíðu sinni, norn.is nú síðdegis. „Sonur minn Byltingamaðurinn ætlar að verða Che Guevara þegar hann er orðinn stór. Honum eru nú sprottin 5 skegghár og fátt þykir honum skemmtilegra en mótmælagöngur. Hann er harmi sleginn yfir neysluhyggju móður sinnar sem telur sig þurfa að eiga fleiri en 4 matardiska fyrir 3ja manna hemili og álítur að sófagarmur á fertugsaldri sé ónýtur, bara af því að botninn er dottinn úr honum. Slík viðhorf þykja syni mínum Byltingamanninum bera vott um spillingu,“ segir í ljóðrænn texta þar sem Eva lýsir syni sínum, fyrir fimmtán árum. Eva hefur upplýst vini og velunnara um baráttu sína fyrir upplýsingum á vefsíðu sinni. Vísir hefur fylgst með baráttu Evu fyrir því að fá upplýsingar um hvað kom fyrir Hauk en hún telur sig nú vera komna með dágóða mynd af því hvað á daga hans dreif frá því að hann fór frá Grikklandi til Sýrlands til að taka þátt í frelsisbaráttu Kúrda. Þúsundir hafa sent Evu samúðar- og baráttukveðjur á samfélagsmiðlum. Hvað varð þess valdandi að Haukur fór til að taka þátt í stríði sem flestir á Íslandi höfðu sáralitla sem enga hugmynd um? Svörin má að verulegu leyti finna í lýsingum móður hans á uppreisnargjörnu eðli sonar hennar í áðurnefndum pistli: Sonur minn Byltingamaðurinn. Eva segir að í huga sonar hennar hafi eingyðistrúarbrögð verið aðferð myrkraverkamanna veraldarinnar til að kúga og heilaþvo einfeldninga og halda almenningi í fátækt og fáfræði. Eva telur það ekki úr vegi þó framsetning hugmynda hans hafi á köflum mátt heita ungæðisleg. „Byltingin ólgar í æðum hans. Hugarheimur hans hefur svosem ýmsa afkima en á stóra sviðinu fer fram heilagt stríð gegn óhamingju veraldarinnar sem hann skrifar ýmist á alheimsstjórn Bush Bandaríkjaforseta, almenna neysluhyggju Vesturlandabúa eða útsendara Landsvirkjunar sem hvísla í hjörtum mannanna.“ Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Haukur Hilmarsson, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar, var alla tíð uppreisnargjarn og fullur réttlætiskenndar. Þetta kemur fram í hjartnæmum minningum Evu Hauksdóttur frá árinu 2003, móður Hauks, sem hún birti á vefsíðu sinni, norn.is nú síðdegis. „Sonur minn Byltingamaðurinn ætlar að verða Che Guevara þegar hann er orðinn stór. Honum eru nú sprottin 5 skegghár og fátt þykir honum skemmtilegra en mótmælagöngur. Hann er harmi sleginn yfir neysluhyggju móður sinnar sem telur sig þurfa að eiga fleiri en 4 matardiska fyrir 3ja manna hemili og álítur að sófagarmur á fertugsaldri sé ónýtur, bara af því að botninn er dottinn úr honum. Slík viðhorf þykja syni mínum Byltingamanninum bera vott um spillingu,“ segir í ljóðrænn texta þar sem Eva lýsir syni sínum, fyrir fimmtán árum. Eva hefur upplýst vini og velunnara um baráttu sína fyrir upplýsingum á vefsíðu sinni. Vísir hefur fylgst með baráttu Evu fyrir því að fá upplýsingar um hvað kom fyrir Hauk en hún telur sig nú vera komna með dágóða mynd af því hvað á daga hans dreif frá því að hann fór frá Grikklandi til Sýrlands til að taka þátt í frelsisbaráttu Kúrda. Þúsundir hafa sent Evu samúðar- og baráttukveðjur á samfélagsmiðlum. Hvað varð þess valdandi að Haukur fór til að taka þátt í stríði sem flestir á Íslandi höfðu sáralitla sem enga hugmynd um? Svörin má að verulegu leyti finna í lýsingum móður hans á uppreisnargjörnu eðli sonar hennar í áðurnefndum pistli: Sonur minn Byltingamaðurinn. Eva segir að í huga sonar hennar hafi eingyðistrúarbrögð verið aðferð myrkraverkamanna veraldarinnar til að kúga og heilaþvo einfeldninga og halda almenningi í fátækt og fáfræði. Eva telur það ekki úr vegi þó framsetning hugmynda hans hafi á köflum mátt heita ungæðisleg. „Byltingin ólgar í æðum hans. Hugarheimur hans hefur svosem ýmsa afkima en á stóra sviðinu fer fram heilagt stríð gegn óhamingju veraldarinnar sem hann skrifar ýmist á alheimsstjórn Bush Bandaríkjaforseta, almenna neysluhyggju Vesturlandabúa eða útsendara Landsvirkjunar sem hvísla í hjörtum mannanna.“
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03
Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51
Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent