„Andlit“ Hafnarfjarðar verði fimm mínútna hverfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2018 11:30 Unnið er að því að móta tillögur að því hvernig hverfið muni líta út. Mynd/Hafnarfjarðarbær Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vinna nú að því vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði verði að svokölluðu „fimm mínútna hverfi“. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kalla megi svæðið „andlit“ Hafnarfjarðar.Svæðið sem um ræðir afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni í Hafnarfirði og má sjá á korti hér að neðan. Þar má finna margvíslega þjónustu en á svæðinu eru fjölmargir skyndibitastaðir, matvöruverslanir sem og ýmis konar iðnaður. „Þarna er um að ræða endurskipulagningu á gömlu hverfi, iðnaðarhverfi, sem hefur verið og er andlit bæjarins ef að svo má segja. Þetta er hverfi sem ef þú ert að koma annars staðar frá höfuðborgarsvæðinu keyrir framhjá eða í gegnum ,“ sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni í gær.Svæðið sem um ræðir afmarkast af hvítu punktalínunni.Sjá einnig: „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Svæðið sem um ræðir er 30 hektarar en til skoðunar hefur verið undanfarin ár hvernig og hvort nýtta mæti svæðið á annan hátt en iðnaðarsvæði. Fyrir tveimur árum kallaði Hafnarfjarðarbær eftir hugmyndum fimm skipulagshönnuða um uppbyggingu reitsins, líkt og Vísir fjallaði um á sínum tíma.„Það voru valdar tillögur tveggja arkitektastofa og nú er verið að vinna með þær tvær tillögur og verið að blanda þeim saman. Úr kemur að ætlunin er að fara í þessa uppbyggingu þar sem við gerum ráð fyrir kannski 2.300 íbúum í bland við léttari fyrirtæki,“ segir Rósa.Á hugmyndastigi hefur hið nýja hverfi fengið nafnið „fimm mínútna hverfið“. Hugmyndin gengur út á að íbúar geti fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins.Svona leit ein tillaga að hverfinu út eftir arkitekta sem fengnir voru til að skila inn tillögu.Mynd/Björn Ólafsson arkitekt, Archus Arkitektar og Rými Arkitektar,Á vef Hafnarfjarðarbæjar segir að í hverfinu muni „kveða við nýjan tón í skipulagsmálum þar sem áhersla verður lögð á góða blöndun íbúabyggðar, þjónustu, létts iðnaðar, verslana, skóla-, dagvistunar- og frístundasvæða. Bílastæði og bílastæðahús verða undir byggðinni að miklu leyti og spennandi útfærslur eru á götumynd að norrænni fyrirmynd. Á sama tíma og aðgengi að almenningssamgöngum sér eins og best verður á kosið.“ Rósa segir að gert sé ráð fyrir að hverfið verði fullbyggt á næstu tíu til fimmtán árum gangi allt að óskum og að þar geti um sex til sjö þúsund manns búið.Kynningarfundur um hið nýja hverfi verður haldinn í Bæjarbíói í Hafnarfirði, miðvikudaginn 14. mars og hlusta má á Rósu ræða um hverfið í spilaranum hér fyrir neðan. Skipulag Tengdar fréttir „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. 9. febrúar 2017 12:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vinna nú að því vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði verði að svokölluðu „fimm mínútna hverfi“. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kalla megi svæðið „andlit“ Hafnarfjarðar.Svæðið sem um ræðir afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni í Hafnarfirði og má sjá á korti hér að neðan. Þar má finna margvíslega þjónustu en á svæðinu eru fjölmargir skyndibitastaðir, matvöruverslanir sem og ýmis konar iðnaður. „Þarna er um að ræða endurskipulagningu á gömlu hverfi, iðnaðarhverfi, sem hefur verið og er andlit bæjarins ef að svo má segja. Þetta er hverfi sem ef þú ert að koma annars staðar frá höfuðborgarsvæðinu keyrir framhjá eða í gegnum ,“ sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni í gær.Svæðið sem um ræðir afmarkast af hvítu punktalínunni.Sjá einnig: „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Svæðið sem um ræðir er 30 hektarar en til skoðunar hefur verið undanfarin ár hvernig og hvort nýtta mæti svæðið á annan hátt en iðnaðarsvæði. Fyrir tveimur árum kallaði Hafnarfjarðarbær eftir hugmyndum fimm skipulagshönnuða um uppbyggingu reitsins, líkt og Vísir fjallaði um á sínum tíma.„Það voru valdar tillögur tveggja arkitektastofa og nú er verið að vinna með þær tvær tillögur og verið að blanda þeim saman. Úr kemur að ætlunin er að fara í þessa uppbyggingu þar sem við gerum ráð fyrir kannski 2.300 íbúum í bland við léttari fyrirtæki,“ segir Rósa.Á hugmyndastigi hefur hið nýja hverfi fengið nafnið „fimm mínútna hverfið“. Hugmyndin gengur út á að íbúar geti fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins.Svona leit ein tillaga að hverfinu út eftir arkitekta sem fengnir voru til að skila inn tillögu.Mynd/Björn Ólafsson arkitekt, Archus Arkitektar og Rými Arkitektar,Á vef Hafnarfjarðarbæjar segir að í hverfinu muni „kveða við nýjan tón í skipulagsmálum þar sem áhersla verður lögð á góða blöndun íbúabyggðar, þjónustu, létts iðnaðar, verslana, skóla-, dagvistunar- og frístundasvæða. Bílastæði og bílastæðahús verða undir byggðinni að miklu leyti og spennandi útfærslur eru á götumynd að norrænni fyrirmynd. Á sama tíma og aðgengi að almenningssamgöngum sér eins og best verður á kosið.“ Rósa segir að gert sé ráð fyrir að hverfið verði fullbyggt á næstu tíu til fimmtán árum gangi allt að óskum og að þar geti um sex til sjö þúsund manns búið.Kynningarfundur um hið nýja hverfi verður haldinn í Bæjarbíói í Hafnarfirði, miðvikudaginn 14. mars og hlusta má á Rósu ræða um hverfið í spilaranum hér fyrir neðan.
Skipulag Tengdar fréttir „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. 9. febrúar 2017 12:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
„Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. 9. febrúar 2017 12:30