Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2018 10:17 Róhingjakona ásamt börnum í flóttamannabúðunum í Bangladess. vísir/getty Í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna sem haldinn er hátíðlegur um allan heim. Í tilefni af deginum blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess en þær hafa mátt þola mikið ofbeldi og búa við grimman veruleika. Í tilkynningu frá UN Women á Íslandi segir að samtökin starfræki neyðarathvarf fyrir konur í flóttamannabúðum í Cox‘s Bazar í Bangladess. Í neyðarathvörfunum fá konurnar áfallahjálp, sæmdarsett, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi. Sæmdarsettið inniheldur helstu nauðsynjar í takt við þarfir Róhingjakvenna; helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Konur sjást varla á förnum vegi í flóttamannabúðunum þar sem þær þora ekki út úr kofunum sínum af ótta við ofbeldi. Róhingjakonur hafa þó fundið sér bjargir við að afla aukakróna fyrir fjölskyldur sínar með matseld en þá standa konur yfir pottum og reykmengun af kolum sem þær elda á. Reykurinn er óhollur, veldur sviða í augum, augnsýkingum og lungnaþembu. Vistvænu kolin sem þær fá í sæmdarsetti UN Women valda hins vegar ekki eins mikilli reykmengun í kofum kvennanna. Um 400 þúsund Róhingjakonur búa í flóttamannabúðunum. Þær hafa nánast allar orðið vitni eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Þá hafa konur og stúlkur í mörgum tilfellum verið látnar horfa á þegar hermenn myrtu börn þeirra eða foreldra áður en þeir hófu að nauðga þeim, en nauðganir hafa verið notaðar markvisst sem stríðsvopn í blóðugum ofsóknum gegn Róhingjum í Mjanmar. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UN Women fyrir Róhingjakonur með því að senda smsið KONUR í 1900. Bangladess Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna sem haldinn er hátíðlegur um allan heim. Í tilefni af deginum blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess en þær hafa mátt þola mikið ofbeldi og búa við grimman veruleika. Í tilkynningu frá UN Women á Íslandi segir að samtökin starfræki neyðarathvarf fyrir konur í flóttamannabúðum í Cox‘s Bazar í Bangladess. Í neyðarathvörfunum fá konurnar áfallahjálp, sæmdarsett, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi. Sæmdarsettið inniheldur helstu nauðsynjar í takt við þarfir Róhingjakvenna; helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Konur sjást varla á förnum vegi í flóttamannabúðunum þar sem þær þora ekki út úr kofunum sínum af ótta við ofbeldi. Róhingjakonur hafa þó fundið sér bjargir við að afla aukakróna fyrir fjölskyldur sínar með matseld en þá standa konur yfir pottum og reykmengun af kolum sem þær elda á. Reykurinn er óhollur, veldur sviða í augum, augnsýkingum og lungnaþembu. Vistvænu kolin sem þær fá í sæmdarsetti UN Women valda hins vegar ekki eins mikilli reykmengun í kofum kvennanna. Um 400 þúsund Róhingjakonur búa í flóttamannabúðunum. Þær hafa nánast allar orðið vitni eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Þá hafa konur og stúlkur í mörgum tilfellum verið látnar horfa á þegar hermenn myrtu börn þeirra eða foreldra áður en þeir hófu að nauðga þeim, en nauðganir hafa verið notaðar markvisst sem stríðsvopn í blóðugum ofsóknum gegn Róhingjum í Mjanmar. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UN Women fyrir Róhingjakonur með því að senda smsið KONUR í 1900.
Bangladess Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira