Félagsbústaðir kaupa íbúðir og stefna að hækkun leiguverðs Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir rekstur fasteignafélaga erfiðan þegar húsnæðisverð hækkar svona mikið. Þá hækka fasteignagjöldin og það hækkar ýmislegt annað sem hefur áhrif á reksturinn. Vísir/ernir Áformað er að leiga á húsnæði Félagsbústaða hækki um allt að fimm prósent á miðju ári. Hagnaður félagsins nam í fyrra 7,55 milljörðum króna. Það skýrist að stærstum hluta af matshækkun á eignum sem nemur 7,6 milljörðum króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nemur 1,68 milljörðum króna. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir þó að sjóðstreymið sýni einungis þriggja milljóna króna hagnað á milli ára. „Þegar maður skoðar sjóðstreymið hjá okkur þá er þessi hagnaður, sem er 1,68 milljarðar, eitthvað sem dugar akkúrat til að borga vexti og afborganir lána,“ útskýrir Auðunn. „Við erum bara eins og hvert annað heimili. Við þurfum að geta staðið við skuldbindingar okkar eins og aðrir. Þetta er svolítið erfitt þegar húsnæðisverð hækkar svona mikið. Þá hækka fasteignagjöldin og það hækkar ýmislegt annað í okkar umhverfi sem hefur áhrif á reksturinn. Það verður dýrara að fá iðnaðarmenn,“ segir Auðunn og bendir á að á sama tíma hafi vísitalan sem hefur áhrif á leiguverðið ekkert hækkað. „Það gerir það að verkum að við náum ekki endum saman nema að hækka leiguverðið eins og við gerðum á síðasta ári og sjáum fram á, ef allt fer sem horfir, að gera það aftur á þessu ári,“ segir hann og bendir á að samkvæmt áætlunum félagsins sé gert ráð fyrir fimm prósenta hækkun á þessu ári en hugsanlega fari það niður í 2,5 prósent ef eitthvað þróast ekki á þann hátt sem reiknað er með. Þá er áformað að Félagsbústaðir kaupi 124 íbúðir í ár. „Um þessar mundir erum við aðallega að kaupa notaðar íbúðir, en það er að breytast af því að við erum að fara inn í verkefni með Búseta og Bjargi, sem eru að byggja mikið,“ útskýrir Auðunn. Hann segir að Félagsbústaðir taki þátt í þeim verkefnum. Til að mynda munu Félagsbústaðir eiga 20 prósent þeirra fasteigna sem Bjarg er byrjað að byggja í Spönginni. „Við erum með í öllum þeim verkefnum sem Bjarg er að fá lóðir í á næstunni og við erum með í verkefnum Búseta á þremur reitum,“ segir Auðunn og tekur fram að það sé nauðsynlegt fyrir Félagsbústaði að eignast nýjar íbúðir í bland við þær gömlu sem verið er að kaupa. Auðunn segir að leiga á þriggja herbergja íbúð, sem er um 75 fermetrar að stærð, sé á bilinu 115-120 þúsund krónur. Hún skiptist í grunnleigu sem er um 40 þúsund krónur og svo bætast við þúsund krónur á hvern fermetra. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Áformað er að leiga á húsnæði Félagsbústaða hækki um allt að fimm prósent á miðju ári. Hagnaður félagsins nam í fyrra 7,55 milljörðum króna. Það skýrist að stærstum hluta af matshækkun á eignum sem nemur 7,6 milljörðum króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nemur 1,68 milljörðum króna. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir þó að sjóðstreymið sýni einungis þriggja milljóna króna hagnað á milli ára. „Þegar maður skoðar sjóðstreymið hjá okkur þá er þessi hagnaður, sem er 1,68 milljarðar, eitthvað sem dugar akkúrat til að borga vexti og afborganir lána,“ útskýrir Auðunn. „Við erum bara eins og hvert annað heimili. Við þurfum að geta staðið við skuldbindingar okkar eins og aðrir. Þetta er svolítið erfitt þegar húsnæðisverð hækkar svona mikið. Þá hækka fasteignagjöldin og það hækkar ýmislegt annað í okkar umhverfi sem hefur áhrif á reksturinn. Það verður dýrara að fá iðnaðarmenn,“ segir Auðunn og bendir á að á sama tíma hafi vísitalan sem hefur áhrif á leiguverðið ekkert hækkað. „Það gerir það að verkum að við náum ekki endum saman nema að hækka leiguverðið eins og við gerðum á síðasta ári og sjáum fram á, ef allt fer sem horfir, að gera það aftur á þessu ári,“ segir hann og bendir á að samkvæmt áætlunum félagsins sé gert ráð fyrir fimm prósenta hækkun á þessu ári en hugsanlega fari það niður í 2,5 prósent ef eitthvað þróast ekki á þann hátt sem reiknað er með. Þá er áformað að Félagsbústaðir kaupi 124 íbúðir í ár. „Um þessar mundir erum við aðallega að kaupa notaðar íbúðir, en það er að breytast af því að við erum að fara inn í verkefni með Búseta og Bjargi, sem eru að byggja mikið,“ útskýrir Auðunn. Hann segir að Félagsbústaðir taki þátt í þeim verkefnum. Til að mynda munu Félagsbústaðir eiga 20 prósent þeirra fasteigna sem Bjarg er byrjað að byggja í Spönginni. „Við erum með í öllum þeim verkefnum sem Bjarg er að fá lóðir í á næstunni og við erum með í verkefnum Búseta á þremur reitum,“ segir Auðunn og tekur fram að það sé nauðsynlegt fyrir Félagsbústaði að eignast nýjar íbúðir í bland við þær gömlu sem verið er að kaupa. Auðunn segir að leiga á þriggja herbergja íbúð, sem er um 75 fermetrar að stærð, sé á bilinu 115-120 þúsund krónur. Hún skiptist í grunnleigu sem er um 40 þúsund krónur og svo bætast við þúsund krónur á hvern fermetra.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira