Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2018 11:03 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum, en allt bendir til þess að sonur hennar sé látinn. visir/vilhelm Eva Hauksdóttir, laganemi og samfélagsrýnir, hefur skrifað stuttan pistil á bloggsíðu sína en tilefnið er að sonar hennar, Hauks Hilmarssonar er saknað. Hann er sagður hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar. Frá þessu greinir ANF fréttastofan og vísar í yfirlýsingu frá YPG, her sýrlenskra Kúrda, sem Haukur barðist með. Haukur er sagður hafa látist í loftárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn ásamt tveimur arabískum liðsfélögum.Engin tilkynning borist til aðstandenda Eva lýsir því að hvorki hún né aðrir aðstandendur hafi fengið neinar upplýsingar um afdrif hans. „Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað gerðist hann 24. febrúar en ég veit bara ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum. Það lítur út fyrir að hann Haukur minn sé látinn. Hvorki ég né nokkur annar af nánustu aðstandendum fékk neina tilkynningu og ég hef enn ekki náð sambandi við neinn sem veit meira en það sem komið hefur fram opinberlega. Margir hafa lýst undrun sinni á því að fréttinni hafi verið dreift á samfélagsmiðlum án þess að við værum látin vita en kommon, það er ekki við því að búast að nokkrum detti í hug að samtök setji slíka frétt á netið, 10 dögum eftir atburðinn, án þess að hafa samband við fjölskylduna.“ Eva greinir frá því að utanríkisráðuneytið hafi verði í sambandi við ræðismanninn í Tyrklandi, alþjóðadeild lögreglunnar og fleiri stofnanir; „verið sé að gera allt sem hægt er til þess að finna út hvað gerðist og hvar líkið er niðurkomið.“Fjöldi fólks hefur sent kærleikskveðjur Eva segir fjölda manna hafa haft samband við sig. „Sent kærleikskveðjur og boðið fram aðstoð, líka bláókunnugt fólk. Þótt ég sé ekki búin að svara öllum þykir mér vænt um að finna þennan samhug og mun svara þegar þar að kemur. Ef einhver veit eitthvað sem getur varpað ljósi á það sem gerðist eða hvað annað hann Haukur minn var bardúsa síðasta árið, sendið mér þá tölvupóst á netfangið eva.evahauksdottir@gmail.com. Ekki senda þessháttar upplýsingar á Facebook því FB póstur getur auðveldlega farið fram hjá mér.“ Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Eva Hauksdóttir, laganemi og samfélagsrýnir, hefur skrifað stuttan pistil á bloggsíðu sína en tilefnið er að sonar hennar, Hauks Hilmarssonar er saknað. Hann er sagður hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar. Frá þessu greinir ANF fréttastofan og vísar í yfirlýsingu frá YPG, her sýrlenskra Kúrda, sem Haukur barðist með. Haukur er sagður hafa látist í loftárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn ásamt tveimur arabískum liðsfélögum.Engin tilkynning borist til aðstandenda Eva lýsir því að hvorki hún né aðrir aðstandendur hafi fengið neinar upplýsingar um afdrif hans. „Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað gerðist hann 24. febrúar en ég veit bara ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum. Það lítur út fyrir að hann Haukur minn sé látinn. Hvorki ég né nokkur annar af nánustu aðstandendum fékk neina tilkynningu og ég hef enn ekki náð sambandi við neinn sem veit meira en það sem komið hefur fram opinberlega. Margir hafa lýst undrun sinni á því að fréttinni hafi verið dreift á samfélagsmiðlum án þess að við værum látin vita en kommon, það er ekki við því að búast að nokkrum detti í hug að samtök setji slíka frétt á netið, 10 dögum eftir atburðinn, án þess að hafa samband við fjölskylduna.“ Eva greinir frá því að utanríkisráðuneytið hafi verði í sambandi við ræðismanninn í Tyrklandi, alþjóðadeild lögreglunnar og fleiri stofnanir; „verið sé að gera allt sem hægt er til þess að finna út hvað gerðist og hvar líkið er niðurkomið.“Fjöldi fólks hefur sent kærleikskveðjur Eva segir fjölda manna hafa haft samband við sig. „Sent kærleikskveðjur og boðið fram aðstoð, líka bláókunnugt fólk. Þótt ég sé ekki búin að svara öllum þykir mér vænt um að finna þennan samhug og mun svara þegar þar að kemur. Ef einhver veit eitthvað sem getur varpað ljósi á það sem gerðist eða hvað annað hann Haukur minn var bardúsa síðasta árið, sendið mér þá tölvupóst á netfangið eva.evahauksdottir@gmail.com. Ekki senda þessháttar upplýsingar á Facebook því FB póstur getur auðveldlega farið fram hjá mér.“
Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00