Þjóðin fái að segja hug sinn um flugvöllinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. mars 2018 06:00 Meirihluti Reykvíkinga vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. „Ef þjóðin myndi fá að taka þátt í slíkri atkvæðagreiðslu þá væri hún allavega að gefa sitt álit í þessum málum og þá myndi maður halda að það myndi hafa áhrif á þingið,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðausturkjördæmi. Undir störfum þingsins í gær boðaði Njáll Trausti að á næstum dögum myndi hann leggja fyrir tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann vill að spurningin verði eftirfarandi: Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlandsflugs, kennslu- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns annar jafngóður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar?Njáll Trausti Friðbertsson (tv) er þingmaður Norðausturkjördæmis. Fréttablaðið/AntonÍ máli sínu á þinginu vakti Njáll Trausti athygli á nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is á meðal Reykvíkinga sem sýnir að 59 prósent sem afstöðu taka vilja hafa flugvöll áfram í Vatnsmýrinni, en 30 prósent vilja að hann fari. Njáll Trausti segir að mál er varða Reykjavíkurflugvöll hafi verið í mjög slæmum farvegi undanfarið. „Ég er bara að setja fram kröfu um að gefa þjóðinni kost á að kjósa um þetta og að hún eigi þannig möguleika á að segja hug sinn í málinu.“ Algengt er að þingmannamál þurfi að víkja fyrir stjórnarmálum á Alþingi og hljóti því ekki afgreiðslu. Njáll Trausti segist þó bjartsýnn á að þetta mál geti farið alla leið í þinginu. „Er maður ekki alltaf bjartsýnn? Þetta er mál af þeirri stærðargráðu að það hafa mjög margir áhuga á að sjá framvindu í þessu,“ segir hann að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ef þjóðin myndi fá að taka þátt í slíkri atkvæðagreiðslu þá væri hún allavega að gefa sitt álit í þessum málum og þá myndi maður halda að það myndi hafa áhrif á þingið,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðausturkjördæmi. Undir störfum þingsins í gær boðaði Njáll Trausti að á næstum dögum myndi hann leggja fyrir tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann vill að spurningin verði eftirfarandi: Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlandsflugs, kennslu- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns annar jafngóður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar?Njáll Trausti Friðbertsson (tv) er þingmaður Norðausturkjördæmis. Fréttablaðið/AntonÍ máli sínu á þinginu vakti Njáll Trausti athygli á nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is á meðal Reykvíkinga sem sýnir að 59 prósent sem afstöðu taka vilja hafa flugvöll áfram í Vatnsmýrinni, en 30 prósent vilja að hann fari. Njáll Trausti segir að mál er varða Reykjavíkurflugvöll hafi verið í mjög slæmum farvegi undanfarið. „Ég er bara að setja fram kröfu um að gefa þjóðinni kost á að kjósa um þetta og að hún eigi þannig möguleika á að segja hug sinn í málinu.“ Algengt er að þingmannamál þurfi að víkja fyrir stjórnarmálum á Alþingi og hljóti því ekki afgreiðslu. Njáll Trausti segist þó bjartsýnn á að þetta mál geti farið alla leið í þinginu. „Er maður ekki alltaf bjartsýnn? Þetta er mál af þeirri stærðargráðu að það hafa mjög margir áhuga á að sjá framvindu í þessu,“ segir hann að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00