Fangelsi og fuglabúr Benedikt Bóas skrifar 7. mars 2018 08:00 Hljómsveitina skipa Heimir Bjarni Ingimarsson, Aðalsteinn, Ingvar Leví Gunnarsson, Arnar Scheving, Hans Friðrik Guðmundsson, Jóhannes Stefánsson. Hljómsveitin Volta frá Akureyri hefur nýverið gefið út breiðskífuna Á nýjan stað. Textarnir í lögunum eru kynngimagnaðir og segir Aðalsteinn Jóhannsson, annar af textahöfundum hljómsveitarinnar, að lagið Betrun fjalli til dæmis um samband hans við konuna sína sem hafi verið komið á endastöð vegna sukks og óhóflegs næturbrölts. Það bjargaðist þó eftir að hann tók sig á. „Textinn er loforð um betri tíð og nokkurs konar afsökunarbeiðni,“ segir hann. Annar texti, við lagið Fuglabúrið, er um eymdina og sársaukann í fangelsum en hljómsveitin spilaði í fangelsinu á Akureyri í október 2016. Þá fæddist textinn og svo lagið sem er stórgott. „Við komum þarna á dimmu haustkvöldi. Það tók á móti okkur fangavörður sem hleypti okkur inn. Þarna var sérstakt andrúmsloft, hlaðið sorg, kvíða og einhverju öðru sem ég þekki ekki. En þær ætluðu greinilega að reyna að hafa gaman og gleyma því í augnablik að þær voru lokaðar inni í fuglabúri,“ segir hann og heldur áfram: „Maður hefur það á tilfinningunni að flestar þessar konur séu fórnarlömb fíknar sinnar. Þær eru mæður, dætur, burðardýr, morðingjar, misfallegar dætur þessa lands. Við spiluðum okkar tónlist í svona 40 mínútur og voru þær fljótar að líða. Þær virtust hafa gaman af og náðu sumir tónarnir inn fyrir skelina. Ég verð að segja það að maður hafði samúð með þessum konum, lokaðar þarna inni fjarri þessu lífi sem við þekkjum flest.“ Hann segir að konurnar hafi verið afar þakklátar fyrir heimsóknina. „Þegar við vorum búnir að ganga frá hljóðfærunum og á leið út þá tekur Heimir söngvari í hurðina og hún er auðvitað læst. Í því stekkur ein konan á lappir og segir við okkur: „Þið komist ekki út, þið eruð læstir inni í fuglabúri.“ Þaðan kemur nafnið á laginu sem ég svo samdi kvöldið eftir þessa heimsókn. Þessi kvöldstund hafði svo sterk áhrif á mig að textinn kom nánast í einni lotu, hárbeittur og sannur. Það var ótrúlega góð tilfinning að ganga út í myrkrið þetta haustkvöld, eftir að hafa glatt þessar þjökuðu sálir.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 með því hugarfari að spila eingöngu frumsamda tónlist og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Aðalsteinn segir að bandið sé búið að æfa stíft og stefni á að koma talsvert fram á næstu misserum. „Við höfum ekki fastmótaða tónlistarstefnu en líklega erum við mest í rokk-sveitatónlistarbræðingi með tilfinningu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Hljómsveitin Volta frá Akureyri hefur nýverið gefið út breiðskífuna Á nýjan stað. Textarnir í lögunum eru kynngimagnaðir og segir Aðalsteinn Jóhannsson, annar af textahöfundum hljómsveitarinnar, að lagið Betrun fjalli til dæmis um samband hans við konuna sína sem hafi verið komið á endastöð vegna sukks og óhóflegs næturbrölts. Það bjargaðist þó eftir að hann tók sig á. „Textinn er loforð um betri tíð og nokkurs konar afsökunarbeiðni,“ segir hann. Annar texti, við lagið Fuglabúrið, er um eymdina og sársaukann í fangelsum en hljómsveitin spilaði í fangelsinu á Akureyri í október 2016. Þá fæddist textinn og svo lagið sem er stórgott. „Við komum þarna á dimmu haustkvöldi. Það tók á móti okkur fangavörður sem hleypti okkur inn. Þarna var sérstakt andrúmsloft, hlaðið sorg, kvíða og einhverju öðru sem ég þekki ekki. En þær ætluðu greinilega að reyna að hafa gaman og gleyma því í augnablik að þær voru lokaðar inni í fuglabúri,“ segir hann og heldur áfram: „Maður hefur það á tilfinningunni að flestar þessar konur séu fórnarlömb fíknar sinnar. Þær eru mæður, dætur, burðardýr, morðingjar, misfallegar dætur þessa lands. Við spiluðum okkar tónlist í svona 40 mínútur og voru þær fljótar að líða. Þær virtust hafa gaman af og náðu sumir tónarnir inn fyrir skelina. Ég verð að segja það að maður hafði samúð með þessum konum, lokaðar þarna inni fjarri þessu lífi sem við þekkjum flest.“ Hann segir að konurnar hafi verið afar þakklátar fyrir heimsóknina. „Þegar við vorum búnir að ganga frá hljóðfærunum og á leið út þá tekur Heimir söngvari í hurðina og hún er auðvitað læst. Í því stekkur ein konan á lappir og segir við okkur: „Þið komist ekki út, þið eruð læstir inni í fuglabúri.“ Þaðan kemur nafnið á laginu sem ég svo samdi kvöldið eftir þessa heimsókn. Þessi kvöldstund hafði svo sterk áhrif á mig að textinn kom nánast í einni lotu, hárbeittur og sannur. Það var ótrúlega góð tilfinning að ganga út í myrkrið þetta haustkvöld, eftir að hafa glatt þessar þjökuðu sálir.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 með því hugarfari að spila eingöngu frumsamda tónlist og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Aðalsteinn segir að bandið sé búið að æfa stíft og stefni á að koma talsvert fram á næstu misserum. „Við höfum ekki fastmótaða tónlistarstefnu en líklega erum við mest í rokk-sveitatónlistarbræðingi með tilfinningu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira