Hætti í vinnunni og flytur nú inn rassabassakónginn Benedikt Bóas skrifar 7. mars 2018 06:00 Margrét Nana ákvað að skapa sína eigin hamingju og vera sinn eigin herra. Hún stendur fyrir taktfastri gleði á Húrra á föstudaginn þar sem gleðin verður við völd. Hún lofar að þetta sé fyrsta kvöldið af mörgum. Vísir/eyþór „Maður skapar sína eigin hamingju, var ekki einhver sem sagði það?“ segir Margrét Nana hjá Edgy Events en hún heldur sitt fyrsta partí á Húrra á föstudag þar sem enginn annar en rassabassakóngurinn DJ Assault treður upp. Margrét vaknaði einn daginn, búin að vera í sama starfi í 12 ár og ákvað að segja upp. Gera eitthvað allt annað, meira það sem hana langaði að gera. „Ég var verslunarstjóri og mig langaði að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Ég hef mikið verið í kringum tónlistarfólk. Ég bý í miðbænum og er á mörgum svona viðburðakvöldum. Stundum hefur maður tuðað yfir gæðunum og mig langaði að gera mitt eigið. Í staðinn fyrir að kvarta og kveina úti í horni ákvað ég að gera þetta bara sjálf,“ segir hún.Dj Assault er kóngur ghettotechstefnunnar eða þeirrar tónlistar sem kennd er við „rassabassa“.„Þetta er fyrsta kvöldið undir þessu merki, Edge event, en ég er bara rétt að byrja,“ bætir hún við. Dj Assault sló í gegn árið 2001 með laginu Ass N Titties en hann hefur verið nefndur guðfaðir svokallaðrar ghettotech-stefnu eða þeirrar tónlistar sem kennd er við rassabassa. Þau Alvia sem og Intr0Beatz munu hita upp fyrir plötusnúðinn sem stoppar stutt hér á landi. „Hann varð frægur þegar hann gaf út þetta fræga lag sitt. Nýlega fór hann að gefa aftur út eftir að hafa legið í smá dvala. Hann fer til Amsterdam strax á laugardagsmorgun. Eiginlega um leið og hann er búinn að spila þá fer ég með hann upp á völl. Hann kemur á fimmtudeginum þannig að þetta er bara stutt stopp. Ég bauð honum reyndar að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið og þetta klassíska en tíminn leyfði það ekki. Hann eiginlega kemur og fer.“Miðasala fer fram á tix.is en einnig verður selt inn við innganginn. „Það er eitthvað af miðum eftir. Það kostar 2.000 krónur inn sem er ekki neitt fyrir svona gott gigg,“ segir hún spennt fyrir sínu fyrsta kvöldi. Tónlist Tengdar fréttir Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. 20. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
„Maður skapar sína eigin hamingju, var ekki einhver sem sagði það?“ segir Margrét Nana hjá Edgy Events en hún heldur sitt fyrsta partí á Húrra á föstudag þar sem enginn annar en rassabassakóngurinn DJ Assault treður upp. Margrét vaknaði einn daginn, búin að vera í sama starfi í 12 ár og ákvað að segja upp. Gera eitthvað allt annað, meira það sem hana langaði að gera. „Ég var verslunarstjóri og mig langaði að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Ég hef mikið verið í kringum tónlistarfólk. Ég bý í miðbænum og er á mörgum svona viðburðakvöldum. Stundum hefur maður tuðað yfir gæðunum og mig langaði að gera mitt eigið. Í staðinn fyrir að kvarta og kveina úti í horni ákvað ég að gera þetta bara sjálf,“ segir hún.Dj Assault er kóngur ghettotechstefnunnar eða þeirrar tónlistar sem kennd er við „rassabassa“.„Þetta er fyrsta kvöldið undir þessu merki, Edge event, en ég er bara rétt að byrja,“ bætir hún við. Dj Assault sló í gegn árið 2001 með laginu Ass N Titties en hann hefur verið nefndur guðfaðir svokallaðrar ghettotech-stefnu eða þeirrar tónlistar sem kennd er við rassabassa. Þau Alvia sem og Intr0Beatz munu hita upp fyrir plötusnúðinn sem stoppar stutt hér á landi. „Hann varð frægur þegar hann gaf út þetta fræga lag sitt. Nýlega fór hann að gefa aftur út eftir að hafa legið í smá dvala. Hann fer til Amsterdam strax á laugardagsmorgun. Eiginlega um leið og hann er búinn að spila þá fer ég með hann upp á völl. Hann kemur á fimmtudeginum þannig að þetta er bara stutt stopp. Ég bauð honum reyndar að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið og þetta klassíska en tíminn leyfði það ekki. Hann eiginlega kemur og fer.“Miðasala fer fram á tix.is en einnig verður selt inn við innganginn. „Það er eitthvað af miðum eftir. Það kostar 2.000 krónur inn sem er ekki neitt fyrir svona gott gigg,“ segir hún spennt fyrir sínu fyrsta kvöldi.
Tónlist Tengdar fréttir Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. 20. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. 20. febrúar 2018 08:00