Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 13:46 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. VÍSIR/ANTON BRINK Tillaga Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, verður tekin fyrir á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, fundaði með þingflokksformönnum flokkanna á þingi í hádeginu í dag og var þetta niðurstaða fundarins að því er fram kemur á vef RÚV. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en tillagan var send inn til Alþingis skömmu fyrir miðnætti í gær. Í tilkynningu frá Alþingi segir að umræðan um tillöguna hefjist klukkan 16:30 og er fyrirkomulag umræðna eftirfarandi:Flokkur framsögumanns fær 15 mínúturFlokkur ráðherra fær 15 mínúturAðrir þingflokkar fá 12 mínúturAllir þingflokkar fá 3 mínútur í lok umræðunnar.Ræðutíma hvers þingflokks má skipta milli þingmanna hans.Almennt er reiknað með að hver þingflokkur hafi tvo ræðumenn í almennum umræðunum og verði þeim raðað í tvær umferðir.Samfylking hefur umræðuna, en Píratar eru fyrstir í síðari umferð.Atkvæðagreiðsla:Umræðan stendur þá í röskar tvær klukkustundir og korter; atkvæðagreiðsla gæti hafist rétt fyrir kl. 19. Vantrauststillagan er lögð fram vegna Landsréttarmálsins svokallaða en í desember komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða miskabætur til tveggja umsækjenda af fjórum sem voru á meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta en ráðherra skipti út fyrir aðra þegar kom að því að skipa í réttinn. Hinir umsækjendurnir tveir sem einnig var skipt út hafa líka höfðað mál gegn ríkinu.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13 Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Tillaga Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, verður tekin fyrir á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, fundaði með þingflokksformönnum flokkanna á þingi í hádeginu í dag og var þetta niðurstaða fundarins að því er fram kemur á vef RÚV. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en tillagan var send inn til Alþingis skömmu fyrir miðnætti í gær. Í tilkynningu frá Alþingi segir að umræðan um tillöguna hefjist klukkan 16:30 og er fyrirkomulag umræðna eftirfarandi:Flokkur framsögumanns fær 15 mínúturFlokkur ráðherra fær 15 mínúturAðrir þingflokkar fá 12 mínúturAllir þingflokkar fá 3 mínútur í lok umræðunnar.Ræðutíma hvers þingflokks má skipta milli þingmanna hans.Almennt er reiknað með að hver þingflokkur hafi tvo ræðumenn í almennum umræðunum og verði þeim raðað í tvær umferðir.Samfylking hefur umræðuna, en Píratar eru fyrstir í síðari umferð.Atkvæðagreiðsla:Umræðan stendur þá í röskar tvær klukkustundir og korter; atkvæðagreiðsla gæti hafist rétt fyrir kl. 19. Vantrauststillagan er lögð fram vegna Landsréttarmálsins svokallaða en í desember komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða miskabætur til tveggja umsækjenda af fjórum sem voru á meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta en ráðherra skipti út fyrir aðra þegar kom að því að skipa í réttinn. Hinir umsækjendurnir tveir sem einnig var skipt út hafa líka höfðað mál gegn ríkinu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13 Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
„Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13
Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15
Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14