Hrútafjarðará löngu uppseld Karl Lúðvíksson skrifar 6. mars 2018 13:47 Hólaflúð í Jöklu Mynd: www.strengir.is Margar af laxveiðiánum eru langt komnar með að vera fullbókaðar fyrir sumarið og nokkrar þegar eða fyrir löngu uppseldar. Meðal þeirra laxveiðiáa sem eru alltaf uppseldar vel fyrir tímann má nefna Haffjarðará, Miðfjarðará og Hrútafjarðará en sú síðastnefnda er ein af þeim sem margir eru tilbúnir að bíða lengi eftir til að komast að í henni. Þetta er á sem er aðeins veidd á þrjár stangir eftir því sem við best vitum og það er þess vegna vinsælt hjá þéttum vinahóp að taka ánna saman og veiða þar í friði og ró. Hún hefur lengi verið afbragðs laxveiðiá en í hana gengur líka oft á tíðum mikið af sjóbleikju sem þá heldur sig á neðri svæðum hennar. Þessi bleikja er gjarnan væn og eins og þeir sem til þekkja líklega einn besti matfiskur sem hægt er að fá. Hrútafjarðará er leigð af Veiðiþjónustunni Strengir sem einnig er með Breiðdalsá, Minnivallalæk og Jöklusvæðið svo eitthvað sé nefnt. Svæðið kennt við Jöklu er afskaplega fjölbreytt og aukast vinsældir þess á hverju ári. Einn magnaðasti nýji veiðistaður landsins er einmitt í Jöklu sjálfri en það er veiðistaðurinn Hólaflúð sem er fyrsta stopp hjá laxinum eftir að hann fer í gegnum nýjann farveg við Steinboga en þar var hindrun áður. Hólaflúð er að sögn þeirra sem hafa veitt hana einn af magnaðri veiðistöðum landsins. Það er annað sem gerir veiðina skemmtilega í Jöklu en það er leit að nýjum veiðistöðum en það er þegar vitað að laxinn fer langt upp eftir dal og þar hefur aðeins brot af svæðinu verið fyllilega kannað. Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði 100 laxa dagar í Ytri Rangá Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Laxasetur opnar á Blönduós Veiði Lax-Á tryggir sér Leirvogsá frá 2017 Veiði Hlíðarvatn komið í sinn gamla góða gír Veiði 26 punda lax úr Laxá á Nessvæðinu Veiði Síðasta rjúpnahelgin ónýt vegna veðurs Veiði
Margar af laxveiðiánum eru langt komnar með að vera fullbókaðar fyrir sumarið og nokkrar þegar eða fyrir löngu uppseldar. Meðal þeirra laxveiðiáa sem eru alltaf uppseldar vel fyrir tímann má nefna Haffjarðará, Miðfjarðará og Hrútafjarðará en sú síðastnefnda er ein af þeim sem margir eru tilbúnir að bíða lengi eftir til að komast að í henni. Þetta er á sem er aðeins veidd á þrjár stangir eftir því sem við best vitum og það er þess vegna vinsælt hjá þéttum vinahóp að taka ánna saman og veiða þar í friði og ró. Hún hefur lengi verið afbragðs laxveiðiá en í hana gengur líka oft á tíðum mikið af sjóbleikju sem þá heldur sig á neðri svæðum hennar. Þessi bleikja er gjarnan væn og eins og þeir sem til þekkja líklega einn besti matfiskur sem hægt er að fá. Hrútafjarðará er leigð af Veiðiþjónustunni Strengir sem einnig er með Breiðdalsá, Minnivallalæk og Jöklusvæðið svo eitthvað sé nefnt. Svæðið kennt við Jöklu er afskaplega fjölbreytt og aukast vinsældir þess á hverju ári. Einn magnaðasti nýji veiðistaður landsins er einmitt í Jöklu sjálfri en það er veiðistaðurinn Hólaflúð sem er fyrsta stopp hjá laxinum eftir að hann fer í gegnum nýjann farveg við Steinboga en þar var hindrun áður. Hólaflúð er að sögn þeirra sem hafa veitt hana einn af magnaðri veiðistöðum landsins. Það er annað sem gerir veiðina skemmtilega í Jöklu en það er leit að nýjum veiðistöðum en það er þegar vitað að laxinn fer langt upp eftir dal og þar hefur aðeins brot af svæðinu verið fyllilega kannað.
Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði 100 laxa dagar í Ytri Rangá Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Laxasetur opnar á Blönduós Veiði Lax-Á tryggir sér Leirvogsá frá 2017 Veiði Hlíðarvatn komið í sinn gamla góða gír Veiði 26 punda lax úr Laxá á Nessvæðinu Veiði Síðasta rjúpnahelgin ónýt vegna veðurs Veiði