Vilja láta reyna á áhuga erlendra stórfyrirtækja á íslenskunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2018 15:30 Fastlega er reiknað með því að innan tíðar muni vera hægt að eiga í samskiptum við öll helstu tæki heimilisins Vísir/Getty Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna.Verkáætlun fyrir máltækni fyrir íslensku 2018-2022 var kynnt síðastliðið sumar. Áætlunin var fjármögnuð að hluta í fjárlögum fyrir árið í ár og unnið er að framkvæmd og útfærslu hennar. Í áætluninni er meðal annars lögð áhersla á það að komið verði á samstarfi við erlend fyrirtæki sem þrói máltæknilausnir um að nota íslensku í þeim lausnum. Eru erlend stórfyrirtæki á borð við Apple, Google, Amazon og Microsoft nefnd á nafn í áætluninni. Tækninni fleygir fram og fleiri og fleiri stórfyrirtæki hafa að undanförnu kynnt tækninýjungar þar sem stafrænn aðstoðarmaður, sem hægt er að tala við, er miðpunkturinn. Finna má Siri og Alexu, stafræna aðstoðarmenn Apple og Amazon í æ fleiri tækjum og er því spáð að á næstu árum og áratugum verði hægt að stýra flestum tækjum með röddinni einni saman.Sjá einnig: Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefniEiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands.Hafa sérfræðingar á þessu sviði bent á að afar brýnt sé að íslenskan fái að fylgja með í þessari þróun, Íslendingar séu nýjungagjarnir og muni því án efa verða fljótir að tileinka sér þessa nýju tækni. Verði ekki hægt að nota íslenskuna til að ræða við tækin sé hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar. Þá hefur einnig verið bent á það að ekki sé hægt að bíða og vona að erlend stórfyrirtæki felli íslenskuna inn í vörur sínar. Það svari vart kostnaði fyrir þau og því sé aðgerða þörf af hálfu Íslendinga.Margir hafa áhuga á örlögum íslenskunnar Í samtali við Vísi segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, að rætt hafi verið um að hér á landi verði þróaður hugbúnaður eða gagnasöfn sem nýst geti þessum stórfyrirtækjum við að innleiða íslenskuna í tækin. Stórfyrirtækin gætu fengið aðgang að slíkum búnaði endurgjaldslaust til þess að koma íslenskunni fyrir. „Við höfum ákveðnar upplýsingar sem benda til þess að þau séu orðin jákvæðari fyrir ýmsum tungumálum en þau voru. Það er að aukast hjá þeim eitthvað sem við getum kallað samfélagslega ábyrgð. Það er að verða meira áberandi sú hugmynd að þau beri ábyrgð gagnvart mismunandi menningum og tungumálum og öðru slíku,“ segir Eiríkur.Dæmi um hvernig hinn stafræni aðstoðarmaður getur nýst í eldhúsinu. Sjá einnig:Umfjöllun Vísis um íslensku á tækniöld Vísar hann meðal annars til umfjöllunar erlenda fjölmiðla sem vakið hafa mikla athygli víða um heim, meðal annars nýlega grein vefútgáfu breska dagblaðsins The Guardian um framtíð íslenskunnar. Þá hafa tímaritið The Economist og fréttaveitan Associated Press einnig fjallað um íslenskuna og framtíð hennar. Umfjöllun AP fór mjög víða.„Stórfyrirtækin lesa svoleiðis líka og þetta skiptir máli fyrir þau að sjá að þarna er mikið lesin frétt, það eru margir sem hafa áhuga á örlögum íslenskunnar. Það er gott „PR“ fyrir stórfyrirtækin að taka þátt í því,“ segir Eiríkur.Sjá einnig:Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunniSegir Eiríkur meðal annars að eftir umfjöllun AP, sem birtist fyrir rétt tæpu ári síðan, hafi yfirmenn hjá Microsoft haft samband við sig til þess að forvitnast um hvað fyrirtækið gæti gert fyrir Íslenskuna.Enn er óráðið hvenær haldið verður á fund tæknifyrirtækjanna til að kanna áhuga þeirra á íslenskunni en vonir standa til að það verði fyrr frekar en seinna.„Það sem liggur fyrir að verði gerðar út einhverjar sendinefndir, vonandi áður en langt um líður, á fund þessara fyrirtækja, til þess að ræða þetta við þau.“ Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Prófessor í íslenskri málfræði segir að lausnin sé vitundarvakning um vandamálið og styttri vinnutími. 26. febrúar 2018 21:00 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna.Verkáætlun fyrir máltækni fyrir íslensku 2018-2022 var kynnt síðastliðið sumar. Áætlunin var fjármögnuð að hluta í fjárlögum fyrir árið í ár og unnið er að framkvæmd og útfærslu hennar. Í áætluninni er meðal annars lögð áhersla á það að komið verði á samstarfi við erlend fyrirtæki sem þrói máltæknilausnir um að nota íslensku í þeim lausnum. Eru erlend stórfyrirtæki á borð við Apple, Google, Amazon og Microsoft nefnd á nafn í áætluninni. Tækninni fleygir fram og fleiri og fleiri stórfyrirtæki hafa að undanförnu kynnt tækninýjungar þar sem stafrænn aðstoðarmaður, sem hægt er að tala við, er miðpunkturinn. Finna má Siri og Alexu, stafræna aðstoðarmenn Apple og Amazon í æ fleiri tækjum og er því spáð að á næstu árum og áratugum verði hægt að stýra flestum tækjum með röddinni einni saman.Sjá einnig: Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefniEiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands.Hafa sérfræðingar á þessu sviði bent á að afar brýnt sé að íslenskan fái að fylgja með í þessari þróun, Íslendingar séu nýjungagjarnir og muni því án efa verða fljótir að tileinka sér þessa nýju tækni. Verði ekki hægt að nota íslenskuna til að ræða við tækin sé hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar. Þá hefur einnig verið bent á það að ekki sé hægt að bíða og vona að erlend stórfyrirtæki felli íslenskuna inn í vörur sínar. Það svari vart kostnaði fyrir þau og því sé aðgerða þörf af hálfu Íslendinga.Margir hafa áhuga á örlögum íslenskunnar Í samtali við Vísi segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, að rætt hafi verið um að hér á landi verði þróaður hugbúnaður eða gagnasöfn sem nýst geti þessum stórfyrirtækjum við að innleiða íslenskuna í tækin. Stórfyrirtækin gætu fengið aðgang að slíkum búnaði endurgjaldslaust til þess að koma íslenskunni fyrir. „Við höfum ákveðnar upplýsingar sem benda til þess að þau séu orðin jákvæðari fyrir ýmsum tungumálum en þau voru. Það er að aukast hjá þeim eitthvað sem við getum kallað samfélagslega ábyrgð. Það er að verða meira áberandi sú hugmynd að þau beri ábyrgð gagnvart mismunandi menningum og tungumálum og öðru slíku,“ segir Eiríkur.Dæmi um hvernig hinn stafræni aðstoðarmaður getur nýst í eldhúsinu. Sjá einnig:Umfjöllun Vísis um íslensku á tækniöld Vísar hann meðal annars til umfjöllunar erlenda fjölmiðla sem vakið hafa mikla athygli víða um heim, meðal annars nýlega grein vefútgáfu breska dagblaðsins The Guardian um framtíð íslenskunnar. Þá hafa tímaritið The Economist og fréttaveitan Associated Press einnig fjallað um íslenskuna og framtíð hennar. Umfjöllun AP fór mjög víða.„Stórfyrirtækin lesa svoleiðis líka og þetta skiptir máli fyrir þau að sjá að þarna er mikið lesin frétt, það eru margir sem hafa áhuga á örlögum íslenskunnar. Það er gott „PR“ fyrir stórfyrirtækin að taka þátt í því,“ segir Eiríkur.Sjá einnig:Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunniSegir Eiríkur meðal annars að eftir umfjöllun AP, sem birtist fyrir rétt tæpu ári síðan, hafi yfirmenn hjá Microsoft haft samband við sig til þess að forvitnast um hvað fyrirtækið gæti gert fyrir Íslenskuna.Enn er óráðið hvenær haldið verður á fund tæknifyrirtækjanna til að kanna áhuga þeirra á íslenskunni en vonir standa til að það verði fyrr frekar en seinna.„Það sem liggur fyrir að verði gerðar út einhverjar sendinefndir, vonandi áður en langt um líður, á fund þessara fyrirtækja, til þess að ræða þetta við þau.“
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Prófessor í íslenskri málfræði segir að lausnin sé vitundarvakning um vandamálið og styttri vinnutími. 26. febrúar 2018 21:00 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Prófessor í íslenskri málfræði segir að lausnin sé vitundarvakning um vandamálið og styttri vinnutími. 26. febrúar 2018 21:00
Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30
Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30