Allra augu beinast að Ryan Seacrest á Óskarnum vegna MeToo Birgir Olgeirsson skrifar 4. mars 2018 22:24 Ryan Seacrest á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Vísir/Getty Óskarsverðlaunin verða afhent vestanhafs í nótt en fjölmiðlar ytra hafa velt því upp hvernig vera fjölmiðlamannsins Ryan Seacrest mun leggjast í þá sem sækja hátíðina.Seacrest hefur verið sakaður um að hafa áreitt stílista sinn kynferðislega á árunum 2007 til 2013. Síðastliðinn mánudag fjallaði Variety um ásakanirnar á hendur honum en hann er sagður hafa káfað á henni, slegið hana svo fast á afturendann að hún fékk mar og neytt höfuð hennar í klof sitt á meðan hún batt skóreimar hans. Seacrest starfar fyrir sjónvarpsstöðina E! en þar var framkvæmd innanhúss rannsókn á þessum ásökunum. Niðurstaða hennar var sú að skortur væri á sönnunargögnum til að geta komist að niðurstöðu. Ákvað sjónvarpsstöðin að aðhafast ekki frekar í málinu og því má búast við því að Seacrest muni standa á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í kvöld og reyna að ná viðtölum við stjörnurnar.Stofnandi MeToo-byltingarinnar segir það slæma ákvörðun af E! að senda Seacrest á Óskarinn.Vísir/GettyÆtla að spyrja stjörnurnar út í Seacrest Á vef Page Six er rætt við framleiðanda hjá sjónvarpsþættinum Access sem verður með umfjöllun á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles. Rob Silverstein segir í samtali við Page Six að þáttastjórnendurnir Scott Evans og Kit Hoover hafi verið búnir undir að spyrja stjörnurnar á rauða dreglinum út í MeToo-byltinguna og hvort þær muni ræða við Ryan Seacrest á rauða dreglinum. Page Six ræðir einnig við kynningarfulltrúa frá New York sem er með nokkrar stjörnur á sínum snærum. Sá segist vonast til að stjörnurnar sem hann vinnur fyrir eigi eftir að hafa vit á því að neita Seacrest um viðtal.Jennifer Lawrence var óviss Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence sagði við útvarpsmanninn Howard Stern í liðinni viku að hún væri ekki viss um hvort hún muni fara í viðtal hjá Seacrest.Á vef Deadline er greint frá því að E! hafi tekið þá ákvörðun að hafa 30 sekúndna seinkun til að geta brugðist við ef eitthvað óvænt kemur upp á varðandi útsendinguna með Seacrest. Talskona E! segir í samtali við Deadline að um hefðbundið vinnulag sé að ræða. Deadline bendir hins vegar á að flestar sjónvarpsstöðvar séu með um fimm sekúndna seinkun á sínum útsendingum. Tarana Burke, sem stofnaði til MeToo-byltingarinnar, segir í samtali við Variety að E! ætti að hætta við að senda Seacrest á Óskarinn MeToo Óskarinn Tengdar fréttir Seacrest neitar sök Seacrest er gert að sök að hafa haft í frammi óviðeigandi hegðun. 28. febrúar 2018 15:11 Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time's Up og #MeToo-hreyfinganna. 4. mars 2018 15:00 „Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum í nóvember síðastliðnum um að hafa áreitt konu kynferðislega. 6. febrúar 2018 22:34 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Sjá meira
Óskarsverðlaunin verða afhent vestanhafs í nótt en fjölmiðlar ytra hafa velt því upp hvernig vera fjölmiðlamannsins Ryan Seacrest mun leggjast í þá sem sækja hátíðina.Seacrest hefur verið sakaður um að hafa áreitt stílista sinn kynferðislega á árunum 2007 til 2013. Síðastliðinn mánudag fjallaði Variety um ásakanirnar á hendur honum en hann er sagður hafa káfað á henni, slegið hana svo fast á afturendann að hún fékk mar og neytt höfuð hennar í klof sitt á meðan hún batt skóreimar hans. Seacrest starfar fyrir sjónvarpsstöðina E! en þar var framkvæmd innanhúss rannsókn á þessum ásökunum. Niðurstaða hennar var sú að skortur væri á sönnunargögnum til að geta komist að niðurstöðu. Ákvað sjónvarpsstöðin að aðhafast ekki frekar í málinu og því má búast við því að Seacrest muni standa á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í kvöld og reyna að ná viðtölum við stjörnurnar.Stofnandi MeToo-byltingarinnar segir það slæma ákvörðun af E! að senda Seacrest á Óskarinn.Vísir/GettyÆtla að spyrja stjörnurnar út í Seacrest Á vef Page Six er rætt við framleiðanda hjá sjónvarpsþættinum Access sem verður með umfjöllun á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles. Rob Silverstein segir í samtali við Page Six að þáttastjórnendurnir Scott Evans og Kit Hoover hafi verið búnir undir að spyrja stjörnurnar á rauða dreglinum út í MeToo-byltinguna og hvort þær muni ræða við Ryan Seacrest á rauða dreglinum. Page Six ræðir einnig við kynningarfulltrúa frá New York sem er með nokkrar stjörnur á sínum snærum. Sá segist vonast til að stjörnurnar sem hann vinnur fyrir eigi eftir að hafa vit á því að neita Seacrest um viðtal.Jennifer Lawrence var óviss Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence sagði við útvarpsmanninn Howard Stern í liðinni viku að hún væri ekki viss um hvort hún muni fara í viðtal hjá Seacrest.Á vef Deadline er greint frá því að E! hafi tekið þá ákvörðun að hafa 30 sekúndna seinkun til að geta brugðist við ef eitthvað óvænt kemur upp á varðandi útsendinguna með Seacrest. Talskona E! segir í samtali við Deadline að um hefðbundið vinnulag sé að ræða. Deadline bendir hins vegar á að flestar sjónvarpsstöðvar séu með um fimm sekúndna seinkun á sínum útsendingum. Tarana Burke, sem stofnaði til MeToo-byltingarinnar, segir í samtali við Variety að E! ætti að hætta við að senda Seacrest á Óskarinn
MeToo Óskarinn Tengdar fréttir Seacrest neitar sök Seacrest er gert að sök að hafa haft í frammi óviðeigandi hegðun. 28. febrúar 2018 15:11 Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time's Up og #MeToo-hreyfinganna. 4. mars 2018 15:00 „Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum í nóvember síðastliðnum um að hafa áreitt konu kynferðislega. 6. febrúar 2018 22:34 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Sjá meira
Seacrest neitar sök Seacrest er gert að sök að hafa haft í frammi óviðeigandi hegðun. 28. febrúar 2018 15:11
Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time's Up og #MeToo-hreyfinganna. 4. mars 2018 15:00
„Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum í nóvember síðastliðnum um að hafa áreitt konu kynferðislega. 6. febrúar 2018 22:34