Kanna hvort álag hafi valdið því að atkvæði komust ekki til skila í einvíginu Birgir Olgeirsson skrifar 4. mars 2018 18:00 Dagur Sigurðsson og Ari Ólafsson áttust við í einvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi. RÚV Ríkisútvarpið skoðar nú ásamt Vodafone hvort of mikið álag á símkerfi hafi orsakað það að símaatkvæði komust ekki til skila í einvígi úrslita Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fór fram í Laugardalshöll í gærkvöldi. Höfundur lagsins Í stormi, sem var í einvíginu, segist hafa fengið fjölda skilaboða þess efnis og nefnir sem dæmi að tengdamóðir hans reyndi að kjósa lagið 42 sinnum í einvíginu, en tólf þeirra náðu ekki í gegn. Í einvíginu mættust Dagur Sigurðsson með lagið Í stormi og Ari Ólafsson með lagið Our Choice. Ari stóð uppi sem sigurvegari í hreinni símakosningu áhorfenda. Lögin tvö sem komust í einvígið voru þau sem höfðu fengið flest atkvæði frá sjö manna dómnefnd Söngvakeppninnar og áhorfendum sem kusu í gegnum síma. Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. RÚV hefur enn ekki gefið upp hvernig atkvæðin skiptust á milli Ara og Dags í einvíginu.Júlí Heiðar Halldórsson, höfundur lagsins Í stormi.RÚV„Ótrúlega leiðinlegt mál“Júlí Heiðar Halldórsson, höfundur lagsins Í stormi, segist hafa fengið fjöldann allan af ábendingum þess efnis að fólk hafi ekki náð í gegn þegar það reyndi að kjósa Dag Sigurðsson í einvíginu. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt mál. En það er verið að skoða þetta og svo kemur í ljós hvað kemur út úr því,“ segir Júlí Heiðar. Hann segist afar stoltur af árangrinum og Dagur hafi staðið sig ótrúlega vel. Hann hrósar einnig Ara Ólafssyni, segir hann hafa verið glæsilegan í þessari keppni, staðið sig ótrúlega vel og með flott lag. „En það er svekkjandi að tapa til að byrja með. Svo sættir maður sig við það og nýtur þess að vera í örðu sæti,“ segir Júlí Heiðar og nefnir að margir frábærir listamenn hafi hafnað í öðru sæti með glæsileg lög, þar á meðal Daði Freyr í fyrra og Friðrik Dór árið 2015.Segir þrettán stúlkur á fótbotamóti ekki hafa náð í gegn Því segir hann það hafa verið leiðinlegt að vakna við fjölda skilaboða þess efnis að fólk hafi ekki náð í gegn þegar það reyndi að kjósa Dag í einvíginu. Fólk hefur sent honum skjáskot þess efnis og þá hafa aðrir haft samband við hann. Til að mynda ein kona sem var með þrettán stúlkur á fótboltamóti. Stúlkurnar reyndu allar að kjósa Dag en atkvæði þeirra virtust ekki ná í gegn. „Það kom bara eins og það væri ekkert atkvæði móttekið, eins og símtalinu hefði verið hafnað,“ segir Júlí. „Pabbi minn komst ekki í gegn með atkvæði, systir mín komst ekki í gegn, afi minn komst ekki í gegn, maður frænku minnar komst ekki í gegn og tengdamóðir mín hringdi 42 sinnum inn en tólf af þeim náðu ekki í gegn,“ segir Júlí.Júlí segir Dag hafa staðið sig eins og hetju í keppninni.RÚVSkiljanlegt að álagið sé svakalegt Hann segir að í forkeppninni í Danmörku sé símakosningunni háttað þannig að þrjú númer eru fyrir hvort atriði í svona úrslitum. Í Söngvakeppni Sjónvarpsins er hins vegar aðeins eitt númer á hvort lag. „Og þá er skiljanlegt að álagið verði svakalegt, sérstaklega kannski á númerið sem er að fá fleiri atkvæði til að byrja með, þá getur komið upp sú staða að það frjósi eitthvað,“ segir Júlí. Hann segir hópinn sem stóð að laginu ákaflega stoltan með frábæran árangur. Dagur hafi komið, séð og sigrað sem söngvari.Segir RÚV vilja hafa allt á hreinu „En þetta er leiðinlegt mál og fær mann til að hugsa hvað átti sér stað í gær,“ segir Júlí og á honum að heyra að þetta varpi skugga á annars afar ánægjulega keppni. Hann segir RÚV hins vegar vera að kanna málið ásamt Vodafone. „Það eru allir farnir í málið. RÚV er ekki að fara að fela neitt. Þau eru öll á því að hlutirnir þurfi að vera eins og þeir eiga að vera,“ segir Júlí Heiðar og bætir við að lokum: „Við viljum lika bara að þetta komi ekki fyrir aftur og að keppendur á næsta ári þurfi ekki að hafa áhyggjur af svona löguðu.“ Eurovision Tengdar fréttir Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. 4. mars 2018 13:00 Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Ríkisútvarpið skoðar nú ásamt Vodafone hvort of mikið álag á símkerfi hafi orsakað það að símaatkvæði komust ekki til skila í einvígi úrslita Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fór fram í Laugardalshöll í gærkvöldi. Höfundur lagsins Í stormi, sem var í einvíginu, segist hafa fengið fjölda skilaboða þess efnis og nefnir sem dæmi að tengdamóðir hans reyndi að kjósa lagið 42 sinnum í einvíginu, en tólf þeirra náðu ekki í gegn. Í einvíginu mættust Dagur Sigurðsson með lagið Í stormi og Ari Ólafsson með lagið Our Choice. Ari stóð uppi sem sigurvegari í hreinni símakosningu áhorfenda. Lögin tvö sem komust í einvígið voru þau sem höfðu fengið flest atkvæði frá sjö manna dómnefnd Söngvakeppninnar og áhorfendum sem kusu í gegnum síma. Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. RÚV hefur enn ekki gefið upp hvernig atkvæðin skiptust á milli Ara og Dags í einvíginu.Júlí Heiðar Halldórsson, höfundur lagsins Í stormi.RÚV„Ótrúlega leiðinlegt mál“Júlí Heiðar Halldórsson, höfundur lagsins Í stormi, segist hafa fengið fjöldann allan af ábendingum þess efnis að fólk hafi ekki náð í gegn þegar það reyndi að kjósa Dag Sigurðsson í einvíginu. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt mál. En það er verið að skoða þetta og svo kemur í ljós hvað kemur út úr því,“ segir Júlí Heiðar. Hann segist afar stoltur af árangrinum og Dagur hafi staðið sig ótrúlega vel. Hann hrósar einnig Ara Ólafssyni, segir hann hafa verið glæsilegan í þessari keppni, staðið sig ótrúlega vel og með flott lag. „En það er svekkjandi að tapa til að byrja með. Svo sættir maður sig við það og nýtur þess að vera í örðu sæti,“ segir Júlí Heiðar og nefnir að margir frábærir listamenn hafi hafnað í öðru sæti með glæsileg lög, þar á meðal Daði Freyr í fyrra og Friðrik Dór árið 2015.Segir þrettán stúlkur á fótbotamóti ekki hafa náð í gegn Því segir hann það hafa verið leiðinlegt að vakna við fjölda skilaboða þess efnis að fólk hafi ekki náð í gegn þegar það reyndi að kjósa Dag í einvíginu. Fólk hefur sent honum skjáskot þess efnis og þá hafa aðrir haft samband við hann. Til að mynda ein kona sem var með þrettán stúlkur á fótboltamóti. Stúlkurnar reyndu allar að kjósa Dag en atkvæði þeirra virtust ekki ná í gegn. „Það kom bara eins og það væri ekkert atkvæði móttekið, eins og símtalinu hefði verið hafnað,“ segir Júlí. „Pabbi minn komst ekki í gegn með atkvæði, systir mín komst ekki í gegn, afi minn komst ekki í gegn, maður frænku minnar komst ekki í gegn og tengdamóðir mín hringdi 42 sinnum inn en tólf af þeim náðu ekki í gegn,“ segir Júlí.Júlí segir Dag hafa staðið sig eins og hetju í keppninni.RÚVSkiljanlegt að álagið sé svakalegt Hann segir að í forkeppninni í Danmörku sé símakosningunni háttað þannig að þrjú númer eru fyrir hvort atriði í svona úrslitum. Í Söngvakeppni Sjónvarpsins er hins vegar aðeins eitt númer á hvort lag. „Og þá er skiljanlegt að álagið verði svakalegt, sérstaklega kannski á númerið sem er að fá fleiri atkvæði til að byrja með, þá getur komið upp sú staða að það frjósi eitthvað,“ segir Júlí. Hann segir hópinn sem stóð að laginu ákaflega stoltan með frábæran árangur. Dagur hafi komið, séð og sigrað sem söngvari.Segir RÚV vilja hafa allt á hreinu „En þetta er leiðinlegt mál og fær mann til að hugsa hvað átti sér stað í gær,“ segir Júlí og á honum að heyra að þetta varpi skugga á annars afar ánægjulega keppni. Hann segir RÚV hins vegar vera að kanna málið ásamt Vodafone. „Það eru allir farnir í málið. RÚV er ekki að fara að fela neitt. Þau eru öll á því að hlutirnir þurfi að vera eins og þeir eiga að vera,“ segir Júlí Heiðar og bætir við að lokum: „Við viljum lika bara að þetta komi ekki fyrir aftur og að keppendur á næsta ári þurfi ekki að hafa áhyggjur af svona löguðu.“
Eurovision Tengdar fréttir Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. 4. mars 2018 13:00 Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. 4. mars 2018 13:00
Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50