Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kvörtuðu undan fjölmiðlum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2018 20:41 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins Vísir/Anton Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kvörtuðu undan hlutdrægni fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í aðdraganda Alþingiskosninganna í lok október á síðasta ári. RÚV greindi fyrst frá. Þetta kemur fram í skýrslu eftirlitsmannanna um kosningarnar sem birt var í dag. Er þar meðal annars fjallað um lögbann sem Glitnir HoldCo fékk sett á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum úr Glitni. Voru viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun, í brennidepli umfjöllunarinnar. Í skýrslu eftirlitsmannanna segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem ekki eru nafngreindir, hafi kvartað undan „meintri hlutdrægni fjölmiðla sem fjölluðu um lögbannið þannig að það hafi eingöngu átt við fréttaflutning af forsætisráðherranum,“ en Bjarni gegndi þá embætti forsætisráðherra. Ekki er tekið fram í skýrslunni undan hvaða fjölmiðlum var kvartað en lögbannið var sett á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum á Glitni tveimur vikum fyrir alþingiskosningarnar í október. Í síðasta mánuði var lögbannið dæmt ólöglegt í héraðsdómi. Því hefur verið áfrýjað og er lögbannið áfram í gildi þangað til Landsréttur kveður upp dóm sinn. Fjölmiðlar Kosningar 2017 Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Glitnir HoldCo áfrýjar dómi í lögbannsmáli Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. 15. febrúar 2018 15:48 „Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kvörtuðu undan hlutdrægni fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í aðdraganda Alþingiskosninganna í lok október á síðasta ári. RÚV greindi fyrst frá. Þetta kemur fram í skýrslu eftirlitsmannanna um kosningarnar sem birt var í dag. Er þar meðal annars fjallað um lögbann sem Glitnir HoldCo fékk sett á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum úr Glitni. Voru viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun, í brennidepli umfjöllunarinnar. Í skýrslu eftirlitsmannanna segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem ekki eru nafngreindir, hafi kvartað undan „meintri hlutdrægni fjölmiðla sem fjölluðu um lögbannið þannig að það hafi eingöngu átt við fréttaflutning af forsætisráðherranum,“ en Bjarni gegndi þá embætti forsætisráðherra. Ekki er tekið fram í skýrslunni undan hvaða fjölmiðlum var kvartað en lögbannið var sett á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum á Glitni tveimur vikum fyrir alþingiskosningarnar í október. Í síðasta mánuði var lögbannið dæmt ólöglegt í héraðsdómi. Því hefur verið áfrýjað og er lögbannið áfram í gildi þangað til Landsréttur kveður upp dóm sinn.
Fjölmiðlar Kosningar 2017 Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Glitnir HoldCo áfrýjar dómi í lögbannsmáli Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. 15. febrúar 2018 15:48 „Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
Glitnir HoldCo áfrýjar dómi í lögbannsmáli Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. 15. febrúar 2018 15:48
„Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45