Á sviði á sama tíma og stærsta númerið Guðný Hrönn skrifar 19. mars 2018 06:00 Svala Björgvinsdóttir á sviðinu ásamt Reykjavíkurdætrum á Sónar Reykjavík á laugardaginn. Berglaug Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fór fram um helgina á fjórum sviðum í Hörpu þar sem rúmlega 50 listamenn og hljómsveitir komu fram. Meðal þeirra voru Underworld, ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar, Nadia Rose, Ben Frost, GusGus, Bad Gyal, Joey Christ og Reykjavíkurdætur. „Það var gríðarleg stemming í Hörpu um helgina. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir keypt sér miða á Sónar Reykjavík og fyrir hátíðina í ár,“ segir Gyða Lóa Ólafsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Sónar Reykjavík. Hún segir íslenska tónlist greinilega laða að. „Áhugi á hátíðinni, og þeim íslensku listamönnum sem þar koma fram, hefur aukist mikið undanfarin misseri og var hátíðin nýlega valin með bestu tónlistarhátíðum Evrópu af Time Out og með bestu hátíðum heims til að skemmta sér á af The Guardian Observer og Metro í Bretlandi talar um hátíðina sem einn af „heitustu“ stöðum álfunnar“. Reykjavíkurdætur stigu á svið á laugardeginum, á saman tíma og Underworld, eitt stærsta bandið á Sónar Reykjavík, spilaði í hinum salnum. Meðlimir Reykjavíkurdætra viðurkenna að tímasetningin hafi stressað þær smá. „Ég stóð fremst á sviðinu í intróinu og sá svona 40 hræður í salnum og hugsaði: „Úff, svona er að vera hljómsveitin sem dreifir álaginu á móti Underworld.“ Svo bara byrjaði salurinn að fyllast og áður en fyrsta lagið var hálfnað var komin geðveik stemning. Þetta var með skemmtilegri giggum sem við höfum spilað,“ segir Kolfinna, einn meðlimur Reykjavíkurdætra. Ragnhildur Hólm tekur undir með henni:„Við fundum ekki fyrir því að vera að spila a sama tíma og stærsta nafn helgarinnar og við getum held ég þakkað orkunni úr salnum fyrir það!“ Þura Stína bætir við: „Orkan í salnum og okkur sjálfum var ótrúleg, maður þurfti alveg að fara í ákveðið „mind set“ fyrir að vera að spila á sama tíma og stærsta atriðið á hátíðinni. En þetta var gjörsamlega tryllt og að fá loksins að frumflytja lagið með Svölu og „performera“ með henni á sviðinu var ólýsanlegt.“ Þess má geta að Svala Björgvinsdóttir flutti nýtt lag með Reykjavíkurdætrum á hátíðinni. „Það er búið að taka okkur smá tíma að koma þessu lagi saman þar sem Svala býr erlendis en við erum ekkert smá sáttar við lendinguna. Ég held að það hafi verið tímaspursmál hvenær við myndum fá þekkta söngkonu með okkur í lið og erum við ekkert smá þakklátar með valið! Enginn hefði getað gengið frá þessu eins og hún gerði,“ segir Ragnhildur um samstarfið. Birtist í Fréttablaðinu Sónar Tengdar fréttir Biggi á Sónar: Sykrað Undirheimasvall Biggi í Maus mætti á Sónar. 18. mars 2018 17:30 Gleyma seint fyrstu Íslandsheimsókninni Underworld spilar fyrir dansþyrsta í Hörpu um helgina. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin spilar á Íslandi en hún hélt tónleika hér á landi árið 1994 og meðlimir sveitarinnar gleyma seint þeirri nótt. 16. mars 2018 12:15 Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fór fram um helgina á fjórum sviðum í Hörpu þar sem rúmlega 50 listamenn og hljómsveitir komu fram. Meðal þeirra voru Underworld, ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar, Nadia Rose, Ben Frost, GusGus, Bad Gyal, Joey Christ og Reykjavíkurdætur. „Það var gríðarleg stemming í Hörpu um helgina. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir keypt sér miða á Sónar Reykjavík og fyrir hátíðina í ár,“ segir Gyða Lóa Ólafsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Sónar Reykjavík. Hún segir íslenska tónlist greinilega laða að. „Áhugi á hátíðinni, og þeim íslensku listamönnum sem þar koma fram, hefur aukist mikið undanfarin misseri og var hátíðin nýlega valin með bestu tónlistarhátíðum Evrópu af Time Out og með bestu hátíðum heims til að skemmta sér á af The Guardian Observer og Metro í Bretlandi talar um hátíðina sem einn af „heitustu“ stöðum álfunnar“. Reykjavíkurdætur stigu á svið á laugardeginum, á saman tíma og Underworld, eitt stærsta bandið á Sónar Reykjavík, spilaði í hinum salnum. Meðlimir Reykjavíkurdætra viðurkenna að tímasetningin hafi stressað þær smá. „Ég stóð fremst á sviðinu í intróinu og sá svona 40 hræður í salnum og hugsaði: „Úff, svona er að vera hljómsveitin sem dreifir álaginu á móti Underworld.“ Svo bara byrjaði salurinn að fyllast og áður en fyrsta lagið var hálfnað var komin geðveik stemning. Þetta var með skemmtilegri giggum sem við höfum spilað,“ segir Kolfinna, einn meðlimur Reykjavíkurdætra. Ragnhildur Hólm tekur undir með henni:„Við fundum ekki fyrir því að vera að spila a sama tíma og stærsta nafn helgarinnar og við getum held ég þakkað orkunni úr salnum fyrir það!“ Þura Stína bætir við: „Orkan í salnum og okkur sjálfum var ótrúleg, maður þurfti alveg að fara í ákveðið „mind set“ fyrir að vera að spila á sama tíma og stærsta atriðið á hátíðinni. En þetta var gjörsamlega tryllt og að fá loksins að frumflytja lagið með Svölu og „performera“ með henni á sviðinu var ólýsanlegt.“ Þess má geta að Svala Björgvinsdóttir flutti nýtt lag með Reykjavíkurdætrum á hátíðinni. „Það er búið að taka okkur smá tíma að koma þessu lagi saman þar sem Svala býr erlendis en við erum ekkert smá sáttar við lendinguna. Ég held að það hafi verið tímaspursmál hvenær við myndum fá þekkta söngkonu með okkur í lið og erum við ekkert smá þakklátar með valið! Enginn hefði getað gengið frá þessu eins og hún gerði,“ segir Ragnhildur um samstarfið.
Birtist í Fréttablaðinu Sónar Tengdar fréttir Biggi á Sónar: Sykrað Undirheimasvall Biggi í Maus mætti á Sónar. 18. mars 2018 17:30 Gleyma seint fyrstu Íslandsheimsókninni Underworld spilar fyrir dansþyrsta í Hörpu um helgina. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin spilar á Íslandi en hún hélt tónleika hér á landi árið 1994 og meðlimir sveitarinnar gleyma seint þeirri nótt. 16. mars 2018 12:15 Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
Gleyma seint fyrstu Íslandsheimsókninni Underworld spilar fyrir dansþyrsta í Hörpu um helgina. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin spilar á Íslandi en hún hélt tónleika hér á landi árið 1994 og meðlimir sveitarinnar gleyma seint þeirri nótt. 16. mars 2018 12:15
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“