Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2018 19:46 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. vísir/vilhelm Ef ríkisstórnin ákveður að sniðganga Heimsmeistaramótið í knattspyrnu verður sú ákvörðun tekin í samráði við nágrannaþjóðir Íslendinga. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í samtali við Vísi. Um þetta er þó allt of snemmt að fullyrða að mati ráðherra. Rúv sagði fyrst frá þessu. Engin ákvörðun hefur verið tekin í málinu enda segir Guðlaugur að mikilvægt sé að stilla strengi með nágrannaþjóðum okkar og ræða málið til hlítar áður en ríkisstjórnin gerir upp hug sinn. Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttir hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt Rússa ábyrga árásinni, og í mótmælaskyni vísuðu Bretar 23 rússneskum erindrekum úr landi. „Allar vestrænar þjóðir, held ég að geti fullyrt, eru að hugsa um viðbrögð við þessum atburðum. Þetta er grafalvarlegt mál. Það er of snemmt að fara að fullyrða um það núna. Þetta eru mjög alvarlegir hlutir mjög nálægt okkur, þess vegna vil ég ekki leggja neitt út frá einu eða neinu, til eða frá. Þetta er bara eitt af því sem við erum að skoða með bandaþjóðum okkar,“ segir Guðlaugur. Hann segir að um þetta verði rætt með nágrannaþjóðum okkar á næstu dögum eða vikum. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir taugaeitrið mögulega á ábyrgð breskrar rannsóknarstofu Sendiherrann, Vladimir Chizhov, hélt því enn fremur fram í viðtali við breska ríkisútvarpið að aðkoma Rússa að árásinni væri engin. 18. mars 2018 07:55 Rússar vísa 23 breskum erindrekum úr landi Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeiturssárásarinnar gegn rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 17. mars 2018 09:06 Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ef ríkisstórnin ákveður að sniðganga Heimsmeistaramótið í knattspyrnu verður sú ákvörðun tekin í samráði við nágrannaþjóðir Íslendinga. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í samtali við Vísi. Um þetta er þó allt of snemmt að fullyrða að mati ráðherra. Rúv sagði fyrst frá þessu. Engin ákvörðun hefur verið tekin í málinu enda segir Guðlaugur að mikilvægt sé að stilla strengi með nágrannaþjóðum okkar og ræða málið til hlítar áður en ríkisstjórnin gerir upp hug sinn. Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttir hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt Rússa ábyrga árásinni, og í mótmælaskyni vísuðu Bretar 23 rússneskum erindrekum úr landi. „Allar vestrænar þjóðir, held ég að geti fullyrt, eru að hugsa um viðbrögð við þessum atburðum. Þetta er grafalvarlegt mál. Það er of snemmt að fara að fullyrða um það núna. Þetta eru mjög alvarlegir hlutir mjög nálægt okkur, þess vegna vil ég ekki leggja neitt út frá einu eða neinu, til eða frá. Þetta er bara eitt af því sem við erum að skoða með bandaþjóðum okkar,“ segir Guðlaugur. Hann segir að um þetta verði rætt með nágrannaþjóðum okkar á næstu dögum eða vikum.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir taugaeitrið mögulega á ábyrgð breskrar rannsóknarstofu Sendiherrann, Vladimir Chizhov, hélt því enn fremur fram í viðtali við breska ríkisútvarpið að aðkoma Rússa að árásinni væri engin. 18. mars 2018 07:55 Rússar vísa 23 breskum erindrekum úr landi Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeiturssárásarinnar gegn rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 17. mars 2018 09:06 Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Segir taugaeitrið mögulega á ábyrgð breskrar rannsóknarstofu Sendiherrann, Vladimir Chizhov, hélt því enn fremur fram í viðtali við breska ríkisútvarpið að aðkoma Rússa að árásinni væri engin. 18. mars 2018 07:55
Rússar vísa 23 breskum erindrekum úr landi Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeiturssárásarinnar gegn rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 17. mars 2018 09:06
Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50