Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2018 20:19 Leikstjórinn Terry Gilliam. Vísir/Getty Leikstjórinn Terry Gilliam segir nóg af manneskjum eins og framleiðandanum Harvey Weinstein í Hollywood en vill þó meina að MeToo-byltingin hafi farið úr böndunum. Gilliam segir þetta í samtali við AFP-fréttaveituna en hann vill meina að óreiðukennt ástand hafi skapast með MeToo-byltingunni. „Þetta er heimur fórnarlamba,“ er haft eftir Gilliam. „Ég held að mörgum hafi vegnað vel eftir að hafa hitt Harvey en öðrum ekki. Þeim sem vegnaði vel vissu vel hvað þeir voru að gera. Þetta eru fullorðnir einstaklingar, við erum að tala um fullorðnar manneskjur með mikinn metnað,“ segir Gilliam. „Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess.“ Viðtalið við Gilliam var tekið í París í Frakklandi þar sem hann leikstýrir óperunni Benvenuto Cellini. Leikstjórinn minnist á mótlætið sem leikarinn Matt Damon varð fyrir þegar hann tjáði sig um MeToo-byltinguna. „Það er munur á því að klappa einhverjum á rassinn og nauðgun og barnaníð, er það ekki? Það þarf að taka á þessu og uppræta, engin spurning, en það er ekki hægt að blanda þessu saman, er það ekki? Ég vorkenni Matt Damon sem er góð manneskja. Hann steig fram og sagði að allir menn væru ekki nauðgarar, og var barinn til dauða. Þetta er klikkun.“ Gilliam dró þó hvergi undan þegar hann lýsti andúð sinni á Harvey Weinstein. Hann kallað framleiðandann skrímsli og fávita. Hann sagði þó stemninguna sem myndaðist í kjölfar MeToo-byltingarinnar minna á múgæsing þar sem farið var um með kyndla eins og það ætti að brenna niður kastala Frankenstein´s. MeToo Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Sjá meira
Leikstjórinn Terry Gilliam segir nóg af manneskjum eins og framleiðandanum Harvey Weinstein í Hollywood en vill þó meina að MeToo-byltingin hafi farið úr böndunum. Gilliam segir þetta í samtali við AFP-fréttaveituna en hann vill meina að óreiðukennt ástand hafi skapast með MeToo-byltingunni. „Þetta er heimur fórnarlamba,“ er haft eftir Gilliam. „Ég held að mörgum hafi vegnað vel eftir að hafa hitt Harvey en öðrum ekki. Þeim sem vegnaði vel vissu vel hvað þeir voru að gera. Þetta eru fullorðnir einstaklingar, við erum að tala um fullorðnar manneskjur með mikinn metnað,“ segir Gilliam. „Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess.“ Viðtalið við Gilliam var tekið í París í Frakklandi þar sem hann leikstýrir óperunni Benvenuto Cellini. Leikstjórinn minnist á mótlætið sem leikarinn Matt Damon varð fyrir þegar hann tjáði sig um MeToo-byltinguna. „Það er munur á því að klappa einhverjum á rassinn og nauðgun og barnaníð, er það ekki? Það þarf að taka á þessu og uppræta, engin spurning, en það er ekki hægt að blanda þessu saman, er það ekki? Ég vorkenni Matt Damon sem er góð manneskja. Hann steig fram og sagði að allir menn væru ekki nauðgarar, og var barinn til dauða. Þetta er klikkun.“ Gilliam dró þó hvergi undan þegar hann lýsti andúð sinni á Harvey Weinstein. Hann kallað framleiðandann skrímsli og fávita. Hann sagði þó stemninguna sem myndaðist í kjölfar MeToo-byltingarinnar minna á múgæsing þar sem farið var um með kyndla eins og það ætti að brenna niður kastala Frankenstein´s.
MeToo Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Sjá meira