Bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi gæti reynst írska Eurovision-laginu fjötur um fót Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2018 18:06 Samkynja par er í aðalhlutverki í myndbandi við írska Eurovision-framlagið í ár. Vísir/Skjáskot Bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi gæti orðið framlagi Írlands í Eurovision í ár fjötur um fót. Samkynja par er í aðalhlutverki í myndbandi við lagið en fordómar í garð samkynhneigðra eru miklir í Rússlandi. Ryan O‘Shaughnessy, flytjandi lagsins sem ber titilinn Together, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum að Rússar hefðu hótað því að sýna ekki frá Eurovision-keppninni í ár vegna myndbandsins. O‘Shaughnessy sagði að þarna væri um að ræða áróður gegn samkynhneigðum. Söngvarinn, sem auk þess er einn höfunda lagsins, virðist þó hvergi banginn og bætti við að honum þætti meint afstaða Rússa í málinu „sprenghlægileg.“The Russians are now threatening a broadcasting ban because of my video for 'Together'. Anti-gay propaganda regime at its finest! Hilarious if you ask me.. #IDareYou https://t.co/6j1ECrdLBi— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 12, 2018 From Russia with Love pic.twitter.com/MAdN5qmkBe— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 14, 2018 Samkynhneigð var afglæpavædd í Rússlandi árið 1993 en fordómar í garð samkynhneigðra eru enn miklir. Þá geta þeir sem reka áróður fyrir „samkynhneigð,“ eins og það er orðað í sérstökum lagabálk um málið, átt yfir höfði sér háar sektir. Þá er þó vert að nefna að ekki er víst hvort samkynhneigð verði sýnileg í atriði O‘Shaughnessy, sem stígur á stokk á fyrra undankvöldi keppninnar í maí. Rússar eru hins vegar á seinna undankvöldinu. Í frétt vefmiðilsins Metro segir enn fremur að Rússar yrðu látnir sæta refsingu ef þeir neituðu að sýna frá keppninni vegna írska framlagsins.Myndbandið við írska Eurovision-lagið Together má sjá hér að neðan. Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi gæti orðið framlagi Írlands í Eurovision í ár fjötur um fót. Samkynja par er í aðalhlutverki í myndbandi við lagið en fordómar í garð samkynhneigðra eru miklir í Rússlandi. Ryan O‘Shaughnessy, flytjandi lagsins sem ber titilinn Together, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum að Rússar hefðu hótað því að sýna ekki frá Eurovision-keppninni í ár vegna myndbandsins. O‘Shaughnessy sagði að þarna væri um að ræða áróður gegn samkynhneigðum. Söngvarinn, sem auk þess er einn höfunda lagsins, virðist þó hvergi banginn og bætti við að honum þætti meint afstaða Rússa í málinu „sprenghlægileg.“The Russians are now threatening a broadcasting ban because of my video for 'Together'. Anti-gay propaganda regime at its finest! Hilarious if you ask me.. #IDareYou https://t.co/6j1ECrdLBi— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 12, 2018 From Russia with Love pic.twitter.com/MAdN5qmkBe— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 14, 2018 Samkynhneigð var afglæpavædd í Rússlandi árið 1993 en fordómar í garð samkynhneigðra eru enn miklir. Þá geta þeir sem reka áróður fyrir „samkynhneigð,“ eins og það er orðað í sérstökum lagabálk um málið, átt yfir höfði sér háar sektir. Þá er þó vert að nefna að ekki er víst hvort samkynhneigð verði sýnileg í atriði O‘Shaughnessy, sem stígur á stokk á fyrra undankvöldi keppninnar í maí. Rússar eru hins vegar á seinna undankvöldinu. Í frétt vefmiðilsins Metro segir enn fremur að Rússar yrðu látnir sæta refsingu ef þeir neituðu að sýna frá keppninni vegna írska framlagsins.Myndbandið við írska Eurovision-lagið Together má sjá hér að neðan.
Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira