Samkvæmt nýrri könnun Viðskiptablaðsins er Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík. Flokkurinn fengi 29,9% atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú. Sjálfstæðisflokkurinn er þó ekki langt undan, með 29% atkvæða.
Þá fengju Píratar 13%, VG 10,3%, Framsóknarflokkurinn 2,9%, Viðreisn 6,3%, Flokkur fólksins 3,1% og Miðflokkurinn 4%.
Ef marka má þessar niðurstöður myndi núverandi meirihluti halda velli, fá 13 borgarfulltrúa af 23. Minnihlutinn fengi því 10 borgarfulltrúa.
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengju bæði 8 fulltrúa, Píratar 3 og VG 2. Miðflokkurinn og Viðreisn myndu ná sitthvorum manninum inn en Framsókn myndi missa sína tvo borgarfulltrúa. Það sama má segja um Bjarta framtíð sem býður ekki fram lista í borginni í vor.
Samfylkingin stærst og meirihlutinn heldur

Tengdar fréttir

Sjálfstæðismenn bæta verulega við sig
Samfylkingin tapar næstum fimm prósentustigum frá kosningunum 2014 í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is, en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 10 prósentum frá 2014. Framboðslisti Viðreisnar í borginni verður kynntur innan

Meirihlutinn í borginni myndi halda
Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa.

Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík
Björt framtíð ætlar ekki að bjóða fram lista í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, segir árið hafa verið flokknum erfitt en flokksmenn séu stoltir af verkum sínum á kjörtímabilinu.