Bjó fjögur ár á götunni í Marokkó Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2018 19:30 Yassine Derkaoui virðist dæmigerður unglingur, finnst ekkert gaman að gera heimilisverkin og hangir svolítið í símanum þótt hann viðurkenni það ekki alveg. Ylfu, fósturmóður Yassin, finnst mjög fyndið þegar hann segist nota símann fyrst og fremst til að læra íslensku. En hvort sem það er rétt eða ekki þá er Yassine búinn að ná ótrúlegum tökum á tungumálinu á stuttum tíma. En Yassine er nefnilega alls ekki dæmigerður 17 ára unglingur. Hann flakkaði milli landa í Evrópu í langan tíma áður en hann kom hingað til lands árið 2016, og lifði í stöðugum ótta og óöryggi. „Ég hef aldrei á ævinni átt alvöru fjölskyldu í Marokkó. Ég bjó í fjögur ár á götunni. Án móður og án föður. Fjölskyldan mín í Marokkó vildi ekki þekkja mig,“ segir hann.Ólík örlög vinanna Yassine kom til Íslands ásamt vini sínum Houssin en þar sem hann er eldri en átján ára urðu örlög hans önnur en Yassins. Fréttir voru sagðar af því þegar fangar á Litla-Hrauni réðust á hann og fyrir nokkrum vikum var hann svo sendur úr landi. Yassine fékk aftur á móti fósturfjölskyldu í Bolungarvík enda enn barn - og hann er þakklátur fyrir nýja lífið og fjölskylduna sem hann hefur alltaf þráð. „Þegar fólk spyr mig hver sé mamma mín, þá segi ég Ylfa. Ég útskýri það ekkert frekar, ég gef ekkert annað nafn og ég er stoltur af henni. Hún er líka stolt af mér og þegar hún er spurð hvort ég sé sonur hennar þá játar hún því,“ segir Yassine. Hann óskar þess að vera nýtur samfélagsþegn í framtíðinni, vera venjulegur, stunda vinnu og eiga gott heimili. Hann verður 18 ára í maí og þá formlega lögráða. „Ég vona að hann fái að vera áfram til tvítugs hjá okkur og svo á hann alltaf athvarf hjá okkur. Ég verð alltaf partur af lífi hans - ef hann verður áfram hér á Íslandi,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir það hafa tekið töluverðan tíma fyrir Yassine að treysta því að hann verði ekki sendur burt af heimilinu við minnsta tilefni. Annars hafi aðlögunin gengið ótrúlega vel. „Þetta gengur náttúrulega upp og niður eins og með öll mín börn. Stundum gengur allt smurt og þægilega en stundum þarf ég að vera grýla. Það er bara svoleiðis þegar maður elur upp börn,“ segir hún. Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Sjá meira
Yassine Derkaoui virðist dæmigerður unglingur, finnst ekkert gaman að gera heimilisverkin og hangir svolítið í símanum þótt hann viðurkenni það ekki alveg. Ylfu, fósturmóður Yassin, finnst mjög fyndið þegar hann segist nota símann fyrst og fremst til að læra íslensku. En hvort sem það er rétt eða ekki þá er Yassine búinn að ná ótrúlegum tökum á tungumálinu á stuttum tíma. En Yassine er nefnilega alls ekki dæmigerður 17 ára unglingur. Hann flakkaði milli landa í Evrópu í langan tíma áður en hann kom hingað til lands árið 2016, og lifði í stöðugum ótta og óöryggi. „Ég hef aldrei á ævinni átt alvöru fjölskyldu í Marokkó. Ég bjó í fjögur ár á götunni. Án móður og án föður. Fjölskyldan mín í Marokkó vildi ekki þekkja mig,“ segir hann.Ólík örlög vinanna Yassine kom til Íslands ásamt vini sínum Houssin en þar sem hann er eldri en átján ára urðu örlög hans önnur en Yassins. Fréttir voru sagðar af því þegar fangar á Litla-Hrauni réðust á hann og fyrir nokkrum vikum var hann svo sendur úr landi. Yassine fékk aftur á móti fósturfjölskyldu í Bolungarvík enda enn barn - og hann er þakklátur fyrir nýja lífið og fjölskylduna sem hann hefur alltaf þráð. „Þegar fólk spyr mig hver sé mamma mín, þá segi ég Ylfa. Ég útskýri það ekkert frekar, ég gef ekkert annað nafn og ég er stoltur af henni. Hún er líka stolt af mér og þegar hún er spurð hvort ég sé sonur hennar þá játar hún því,“ segir Yassine. Hann óskar þess að vera nýtur samfélagsþegn í framtíðinni, vera venjulegur, stunda vinnu og eiga gott heimili. Hann verður 18 ára í maí og þá formlega lögráða. „Ég vona að hann fái að vera áfram til tvítugs hjá okkur og svo á hann alltaf athvarf hjá okkur. Ég verð alltaf partur af lífi hans - ef hann verður áfram hér á Íslandi,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir það hafa tekið töluverðan tíma fyrir Yassine að treysta því að hann verði ekki sendur burt af heimilinu við minnsta tilefni. Annars hafi aðlögunin gengið ótrúlega vel. „Þetta gengur náttúrulega upp og niður eins og með öll mín börn. Stundum gengur allt smurt og þægilega en stundum þarf ég að vera grýla. Það er bara svoleiðis þegar maður elur upp börn,“ segir hún.
Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45