Hispurslaus ástúð milli efstu manna í Melodifestivalen vakti athygli Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2018 23:00 Benjamin Ingrosso og Felix Sandmann. Vísir/Getty Svíar völdu framlag sitt til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardaginn og bar söngvarinn Benjamin Ingrosso sigur úr býtum með lagið Dance You Off. Í öðru sæti var söngvarinn Felix Sandmann og vöktu innileg fagnaðarlæti söngvaranna á úrslitakvöldinu mikla athygli meðal sænskra áhorfenda. Ingrosso og Sandmann hefur báðum verið hrósað fyrir að halda ekki aftur af sér og láta óhræddir í ljós væntumþykju. Sænska dagblaðið Aftonbladet vakti athygli á stöðuuppfærslu hins 24 ára gamla Svía August Kretschmer Jeansson Plym í tengslum við málið. Í stöðuuppfærslunni fjallar Jeansson Plym um Ingrosso og Sandmann og hispurslaus vinahót þeirra á milli er þeir biðu eftir úrslitum. Mjótt var á mununum og greinilegt var að söngvararnir voru spenntir.LADIES AND GENTLEMEN, BENJAMIN INGROSSO AND FELIX SANDMAN pic.twitter.com/AwZyEhlXlq— навечно пять лет (@ohmydeardi) March 11, 2018 „Í stuttu máli, Benjamin sigrar. Þá tók ég eftir því að svolítið sérstakt gerðist,“ skrifar Jeansson Plym. „Strákarnir eru að faðmast, kannski á innilegasta máta sem ég hef séð í sænsku sjónvarpi.“ Þá lýsir Jeansson Plym því hvernig Ingrosso steypti sér í handahlaup í sigurvímu, missti jafnvægið og datt í jörðina. Í kjölfarið beygði Sandmann sig niður og kyssti Ingrosso rembingskoss, til að óska honum til hamingju með sigurinn. „Strákar, haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera. Haldið áfram að sýna tilfinningar ykkar, kennið ungum mönnum að það sé í lagi að vera berskjaldaður. Kennið ungum mönnum að það sé í lagi að samgleðjast vini,“ skrifar Jeansson Plym og lofar Ingrosso og Sandmann í hástert fyrir að sýna gott fordæmi. Nokkuð hefur borið á tilfinningum karlmanna í umræðu hér á landi undanfarin misseri, nú síðast undir myllumerkinu #karlmennskan þar sem karlar eru hvattir til að brjótast undan hugmyndum um „eitraða karlmennsku.“ Þá var Ari Ólafsson, sem fer fyrir Íslands hönd í Eurovision, gagnrýndur fyrir að hafa grátið í beinni útsendingu á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins. Netverjar komu Ara þó margir til varnar og hrósuðu honum fyrir að leyfa tárunum að flæða. Eurovision Tengdar fréttir Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. 4. mars 2018 13:00 Gleðitár Ara vekja athygli út fyrir landsteinana Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í söngvakeppninni. 11. mars 2018 15:33 Svíar hafa valið sitt framlag í Eurovision í ár Benjamin Ingrosso vann Melodifestivalen í Svíþjóð í kvöld. 10. mars 2018 23:15 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Svíar völdu framlag sitt til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardaginn og bar söngvarinn Benjamin Ingrosso sigur úr býtum með lagið Dance You Off. Í öðru sæti var söngvarinn Felix Sandmann og vöktu innileg fagnaðarlæti söngvaranna á úrslitakvöldinu mikla athygli meðal sænskra áhorfenda. Ingrosso og Sandmann hefur báðum verið hrósað fyrir að halda ekki aftur af sér og láta óhræddir í ljós væntumþykju. Sænska dagblaðið Aftonbladet vakti athygli á stöðuuppfærslu hins 24 ára gamla Svía August Kretschmer Jeansson Plym í tengslum við málið. Í stöðuuppfærslunni fjallar Jeansson Plym um Ingrosso og Sandmann og hispurslaus vinahót þeirra á milli er þeir biðu eftir úrslitum. Mjótt var á mununum og greinilegt var að söngvararnir voru spenntir.LADIES AND GENTLEMEN, BENJAMIN INGROSSO AND FELIX SANDMAN pic.twitter.com/AwZyEhlXlq— навечно пять лет (@ohmydeardi) March 11, 2018 „Í stuttu máli, Benjamin sigrar. Þá tók ég eftir því að svolítið sérstakt gerðist,“ skrifar Jeansson Plym. „Strákarnir eru að faðmast, kannski á innilegasta máta sem ég hef séð í sænsku sjónvarpi.“ Þá lýsir Jeansson Plym því hvernig Ingrosso steypti sér í handahlaup í sigurvímu, missti jafnvægið og datt í jörðina. Í kjölfarið beygði Sandmann sig niður og kyssti Ingrosso rembingskoss, til að óska honum til hamingju með sigurinn. „Strákar, haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera. Haldið áfram að sýna tilfinningar ykkar, kennið ungum mönnum að það sé í lagi að vera berskjaldaður. Kennið ungum mönnum að það sé í lagi að samgleðjast vini,“ skrifar Jeansson Plym og lofar Ingrosso og Sandmann í hástert fyrir að sýna gott fordæmi. Nokkuð hefur borið á tilfinningum karlmanna í umræðu hér á landi undanfarin misseri, nú síðast undir myllumerkinu #karlmennskan þar sem karlar eru hvattir til að brjótast undan hugmyndum um „eitraða karlmennsku.“ Þá var Ari Ólafsson, sem fer fyrir Íslands hönd í Eurovision, gagnrýndur fyrir að hafa grátið í beinni útsendingu á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins. Netverjar komu Ara þó margir til varnar og hrósuðu honum fyrir að leyfa tárunum að flæða.
Eurovision Tengdar fréttir Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. 4. mars 2018 13:00 Gleðitár Ara vekja athygli út fyrir landsteinana Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í söngvakeppninni. 11. mars 2018 15:33 Svíar hafa valið sitt framlag í Eurovision í ár Benjamin Ingrosso vann Melodifestivalen í Svíþjóð í kvöld. 10. mars 2018 23:15 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. 4. mars 2018 13:00
Gleðitár Ara vekja athygli út fyrir landsteinana Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í söngvakeppninni. 11. mars 2018 15:33
Svíar hafa valið sitt framlag í Eurovision í ár Benjamin Ingrosso vann Melodifestivalen í Svíþjóð í kvöld. 10. mars 2018 23:15