Tokens gjaldmiðillinn á Sónar Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2018 16:00 Sónar hefst á föstudaginn í Hörpunni. Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram með pompi og prakt í Hörpu dagana 16. og 17. mars. Það fer því heldur betur að styttast í herlegheitin en alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík en Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Underworld, Danny Brown, Nadia Rose og TOKiMONSTA auk fjölda annarra innlendra og erlendra listamanna. Til þess að þjónusta gesti hátíðarinnar enn betur hefur verið brugðið á það ráð að taka upp nýjan gjaldmiðil á hátíðinni, svokölluð token. „Við náðum samkomulagi við Hörpu og KH veitingar að taka upp nýtt fyrirkomulag á veitingasölunni á meðan á hátíðinni stendur. Þetta er gert með það að augnamiði að stytta afgreiðslutíma í Hörpu þegar kemur að veitingum umtalsvert,” segir Ásgeir Guðmundsson framkvæmdarstjóri Sónar Reykjavík. „Það er okkur mikilvægt að gestir Sónar Reykjavík eyði sem allra minnstum tíma í það að bíða eftir eins einum bjór og nýti sem mestan tíma í að fylgjast með þeim frábæru atriðum sem hátíðin býður upp á og njóta.”Ekki verið áberandi hér á landi Fyrirkomulagið sem um ræðir eru hin fyrrnefndu token og segir Ásgeir að fólk sem sótt hefur hátíðir og ráðstefnur ætti að kannast við fyrirkomulagið þrátt fyrir að það hafi kannski ekki verið eins áberandi hér á landi. Sala á tokenum verður á sama stað og afhending armbanda í Hörpu og því fleiri token sem keypt eru í einu því lægra er verðið. „Við mælum við auðvitað með því að byrgja sig upp á sama tíma og armböndin eru sótt. En auk þess að afgreiða token hjá afhendingu armbanda verðum við líka með þrjár sölustöðvar á hátíðarsvæðinu í Hörpu þar sem fólk getur keypt meira.” Eina leiðin til þess að versla veitingar á hátíðarsvæðinu verður með fyrrnefndum hætti og segir Ásgeir það því eiga að heyra sögunni til að gestir hátíðarinnar þurfi að bíða lengi eftir afgreiðslu á börum Hörpu. „Þetta eru náttúrulega bara almannahagsmunir, það er engin spurning um það,” segir Ásgeir og hlær.Íslendingar ekki sérlega þolinmóðir „Það er kannski að einhverju leyti skrítið að þetta hafi ekki verið tekið upp á hátíðum hér á Íslandi fyrr því ef ég þekki hinn venjulega Íslending rétt þá er hann ekki sérlega þolinmóður þegar kemur að því að bíða í röðum heldur vill hann frekar eyða tíma með vinum sínum að dansa við góða tónlist. Og það skil ég svosem ósköp vel.” Líkt og fyrr segir hefst Sónar Reykjavík í Hörpu næstkomandi föstudag og byrja fyrstu tónleikarnir klukkan 19.00. „Þá er kannski líka ágætt að minna fólk á að Sónar Center, sala á token og varningi tengdum hátíðinni hefst í Hörpu á morgun, miðvikudag, klukkan 14.00 og er opið til 20.00. Það sama á við um fimmtudag en svo á föstudag og laugardag opnar fyrr og er opið enn lengur. En við hvetjum auðvitað fólk til þess að mæta snemma og ná í armböndin, kaupa token og fara svo áhyggjulaust á djammið.” Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðu Sónar Reykjavík og miðasala fer fram á midi.is. Sónar Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram með pompi og prakt í Hörpu dagana 16. og 17. mars. Það fer því heldur betur að styttast í herlegheitin en alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík en Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Underworld, Danny Brown, Nadia Rose og TOKiMONSTA auk fjölda annarra innlendra og erlendra listamanna. Til þess að þjónusta gesti hátíðarinnar enn betur hefur verið brugðið á það ráð að taka upp nýjan gjaldmiðil á hátíðinni, svokölluð token. „Við náðum samkomulagi við Hörpu og KH veitingar að taka upp nýtt fyrirkomulag á veitingasölunni á meðan á hátíðinni stendur. Þetta er gert með það að augnamiði að stytta afgreiðslutíma í Hörpu þegar kemur að veitingum umtalsvert,” segir Ásgeir Guðmundsson framkvæmdarstjóri Sónar Reykjavík. „Það er okkur mikilvægt að gestir Sónar Reykjavík eyði sem allra minnstum tíma í það að bíða eftir eins einum bjór og nýti sem mestan tíma í að fylgjast með þeim frábæru atriðum sem hátíðin býður upp á og njóta.”Ekki verið áberandi hér á landi Fyrirkomulagið sem um ræðir eru hin fyrrnefndu token og segir Ásgeir að fólk sem sótt hefur hátíðir og ráðstefnur ætti að kannast við fyrirkomulagið þrátt fyrir að það hafi kannski ekki verið eins áberandi hér á landi. Sala á tokenum verður á sama stað og afhending armbanda í Hörpu og því fleiri token sem keypt eru í einu því lægra er verðið. „Við mælum við auðvitað með því að byrgja sig upp á sama tíma og armböndin eru sótt. En auk þess að afgreiða token hjá afhendingu armbanda verðum við líka með þrjár sölustöðvar á hátíðarsvæðinu í Hörpu þar sem fólk getur keypt meira.” Eina leiðin til þess að versla veitingar á hátíðarsvæðinu verður með fyrrnefndum hætti og segir Ásgeir það því eiga að heyra sögunni til að gestir hátíðarinnar þurfi að bíða lengi eftir afgreiðslu á börum Hörpu. „Þetta eru náttúrulega bara almannahagsmunir, það er engin spurning um það,” segir Ásgeir og hlær.Íslendingar ekki sérlega þolinmóðir „Það er kannski að einhverju leyti skrítið að þetta hafi ekki verið tekið upp á hátíðum hér á Íslandi fyrr því ef ég þekki hinn venjulega Íslending rétt þá er hann ekki sérlega þolinmóður þegar kemur að því að bíða í röðum heldur vill hann frekar eyða tíma með vinum sínum að dansa við góða tónlist. Og það skil ég svosem ósköp vel.” Líkt og fyrr segir hefst Sónar Reykjavík í Hörpu næstkomandi föstudag og byrja fyrstu tónleikarnir klukkan 19.00. „Þá er kannski líka ágætt að minna fólk á að Sónar Center, sala á token og varningi tengdum hátíðinni hefst í Hörpu á morgun, miðvikudag, klukkan 14.00 og er opið til 20.00. Það sama á við um fimmtudag en svo á föstudag og laugardag opnar fyrr og er opið enn lengur. En við hvetjum auðvitað fólk til þess að mæta snemma og ná í armböndin, kaupa token og fara svo áhyggjulaust á djammið.” Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðu Sónar Reykjavík og miðasala fer fram á midi.is.
Sónar Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira