Þeir viðkvæmustu séu ekki fangar svifryksins Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. mars 2018 07:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vísir/eyþór „Það má ekki verða þannig að þeir sem eru viðkvæmastir fyrir svifryki verði eins konar fangar mengunarinnar. Að einu aðgerðirnar sem við grípum til þegar svifryksmengunin er mikil sé að segja þeim að halda sig innandyra,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Sex daga á þessu ári hefur svifryksmengun farið upp fyrir sólarhringsheilsumörk í Reykjavík. Í fyrra gerðist það í 17 daga. Guðmundur Ingi segir að eðlilegt sé að horfa til úrræða eins og að takmarka umferð.„Ég vil að við getum snúið þessu við og rétt eins og það eru takmarkanir á umferð þegar veður er slæmt séu takmarkanir á umferð er mengun er mikil.“ Í drögum að frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, til breytinga á umferðarlögum er heimild fyrir sveitarfélög til að leggja á allt að 20 þúsund króna gjald á bíla á nagladekkjum.Sjá einnig: Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Loka megi götum ef svifryksmengun mælist yfir mörkum. Guðmundur Ingi bendir líka á að heilbrigðisnefndir sveitarfélaga eigi að gera aðgerðaráætlanir um skammtímaaðgerðir. Umhverfisstofnun vinni nú að leiðbeiningum um þetta í samræmi við áætlun um loftgæði. „Ég tel að ef við sjáum þessar breytingar verða núna alveg á næstunni séum við með fleiri úrræði í höndunum. En það sem er líka hægt að grípa til eru aðgerðir eins og að rykbinda eða að hreinsa göturnar betur. Það þarf að vera blanda,“ segir umhverfisráðherra Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Það má ekki verða þannig að þeir sem eru viðkvæmastir fyrir svifryki verði eins konar fangar mengunarinnar. Að einu aðgerðirnar sem við grípum til þegar svifryksmengunin er mikil sé að segja þeim að halda sig innandyra,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Sex daga á þessu ári hefur svifryksmengun farið upp fyrir sólarhringsheilsumörk í Reykjavík. Í fyrra gerðist það í 17 daga. Guðmundur Ingi segir að eðlilegt sé að horfa til úrræða eins og að takmarka umferð.„Ég vil að við getum snúið þessu við og rétt eins og það eru takmarkanir á umferð þegar veður er slæmt séu takmarkanir á umferð er mengun er mikil.“ Í drögum að frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, til breytinga á umferðarlögum er heimild fyrir sveitarfélög til að leggja á allt að 20 þúsund króna gjald á bíla á nagladekkjum.Sjá einnig: Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Loka megi götum ef svifryksmengun mælist yfir mörkum. Guðmundur Ingi bendir líka á að heilbrigðisnefndir sveitarfélaga eigi að gera aðgerðaráætlanir um skammtímaaðgerðir. Umhverfisstofnun vinni nú að leiðbeiningum um þetta í samræmi við áætlun um loftgæði. „Ég tel að ef við sjáum þessar breytingar verða núna alveg á næstunni séum við með fleiri úrræði í höndunum. En það sem er líka hægt að grípa til eru aðgerðir eins og að rykbinda eða að hreinsa göturnar betur. Það þarf að vera blanda,“ segir umhverfisráðherra
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00
Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent