Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2018 21:30 Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Í baksýn má sjá eitt af íbúðahverfunum á Ásbrú. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ásókn í íbúðarhúsnæði er svo mikil að fjárfestar huga nú að nýjum húsbyggingum á gamla varnarsvæðinu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Þegar bandaríski herinn fór haustið 2006 eignaðist ríkið allar húseignir á svæðinu, þar á meðal atvinnuhúsnæði, skóla og nærri tvöþúsund íbúðir og íbúðareiningar.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vallarsvæðið, sem áður hýsti nærri sex þúsund manns, var eins og draugabær fyrst eftir brottför hersins, sagði Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. „Sumir vildu bara fara með ýtu á þetta og láta Kanann skila þessu eins og hann tók við því og sá í. Það var nú sem betur fer ekki gert,“ sagði Hjálmar. Til að halda utan um eignasafnið stofnaði ríkið Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem kallast einnig Kadeco. „Okkur var falið að koma þessu sem fyrst í borgaraleg not. Og nú, ellefu árum síðar, höfum við selt nánast hvern einasta fermetra sem félagið fékk,“ sagði Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco. Á Ásbrú búa núna um þrjúþúsund manns, fleiri en á Ísafirði. Þetta reyndist svo sannarlega ekki verðlaust.Nemendur Háaleitisskóla á Ásbrú eru nú um 250 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nú hefur félagið skilað um ellefu milljörðum í ríkissjóð í hagnað af verkefninu. Þetta hefur náttúrlega kostað helling en það hefur hins vegar verið hreinn hagnaður, sem er ellefu milljarðar,“ sagði Marta. Fasteignafélagið Ásbrú íbúðir keypti íbúðir af ríkinu í fyrra eftir útboð og er nú byrjað að endurselja hluta þeirra til einstaklinga. Þar vilja menn byggja meira.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum, segir augljóst, sé horft til næstu 10-15 ára, að Ásabrúarsvæðið muni gegna lykilhlutverki í þeirri miklu uppbyggingu, sem framundan sé á Reykjanesi, með kannski 30-50 prósenta fjölgun íbúa. Vegna vaxtar í kringum flugvallarstarfsemina þurfi að byggja þrjú til fimm þúsund íbúðir á Reykjanesi og nokkurhundruð þeirra muni rísa á Ásbrú. „Ég hallast að því að það séu meiri líkur en minni á að við munum byggja hérna á næstu tveimur árum,“ sagði Ingi. Fjallað var um nýja íslenska samfélagið á Ásbrú í þættinum „Um land allt“. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Sjá meira
Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ásókn í íbúðarhúsnæði er svo mikil að fjárfestar huga nú að nýjum húsbyggingum á gamla varnarsvæðinu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Þegar bandaríski herinn fór haustið 2006 eignaðist ríkið allar húseignir á svæðinu, þar á meðal atvinnuhúsnæði, skóla og nærri tvöþúsund íbúðir og íbúðareiningar.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vallarsvæðið, sem áður hýsti nærri sex þúsund manns, var eins og draugabær fyrst eftir brottför hersins, sagði Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. „Sumir vildu bara fara með ýtu á þetta og láta Kanann skila þessu eins og hann tók við því og sá í. Það var nú sem betur fer ekki gert,“ sagði Hjálmar. Til að halda utan um eignasafnið stofnaði ríkið Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem kallast einnig Kadeco. „Okkur var falið að koma þessu sem fyrst í borgaraleg not. Og nú, ellefu árum síðar, höfum við selt nánast hvern einasta fermetra sem félagið fékk,“ sagði Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco. Á Ásbrú búa núna um þrjúþúsund manns, fleiri en á Ísafirði. Þetta reyndist svo sannarlega ekki verðlaust.Nemendur Háaleitisskóla á Ásbrú eru nú um 250 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nú hefur félagið skilað um ellefu milljörðum í ríkissjóð í hagnað af verkefninu. Þetta hefur náttúrlega kostað helling en það hefur hins vegar verið hreinn hagnaður, sem er ellefu milljarðar,“ sagði Marta. Fasteignafélagið Ásbrú íbúðir keypti íbúðir af ríkinu í fyrra eftir útboð og er nú byrjað að endurselja hluta þeirra til einstaklinga. Þar vilja menn byggja meira.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum, segir augljóst, sé horft til næstu 10-15 ára, að Ásabrúarsvæðið muni gegna lykilhlutverki í þeirri miklu uppbyggingu, sem framundan sé á Reykjanesi, með kannski 30-50 prósenta fjölgun íbúa. Vegna vaxtar í kringum flugvallarstarfsemina þurfi að byggja þrjú til fimm þúsund íbúðir á Reykjanesi og nokkurhundruð þeirra muni rísa á Ásbrú. „Ég hallast að því að það séu meiri líkur en minni á að við munum byggja hérna á næstu tveimur árum,“ sagði Ingi. Fjallað var um nýja íslenska samfélagið á Ásbrú í þættinum „Um land allt“. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Sjá meira
Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15