Lausir dagar í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 12. mars 2018 14:05 Stórlax úr Stóru Laxá Mynd: Árni Baldursson Vissulega eru margar ár afskaplega fallegar á Íslandi en flestir veiðimenn sem hafa einu sinni eða oftar bleytt færi í Stóru Laxá segja hana þá fallegustu sem hægt er að veiða. Stóra Laxá á sinn áhangendahóp sem er býsna fjölmennur og í þeim hóp eru veiðimenn sem hafa veitt ánna í áratugi. Hún er nefnilega ansi mögnuð en hún er líka, eins og þeir sem þekkja hana vita, ótrúlega dyndótt og getur átt afbragðs veiðiár og mjög léleg þess á milli og oft er stutt á milli þeirra. Hún er vel þekkt fyrir oft á tíðum ævintýralega haustveiði þegar meðalþyngdin á veiðinni slagar í 10-12 pund og hollin oft með 100 laxa á fjórar stangir. Þetta á þó eingöngu um veiðina á svæði I-II, þ.e.a.s. magntölurnar en stærðartölurnar eiga við um alla ánna. Það hefur oft verið meira sótt í hana en nú að virðist og þess vegna er tækifæri fyrir þá sem eiga eftir að prófa þessa mögnuðu á að kíkja á lausa daga á síðunni hjá Lax-Á. Á vefsíðu þeirra má sjá að níu holl eða hluti holla er laus á svæði I-II og meira á svæðum III og IV. Efsta svæðið IV er líklega ein mesta ákskorun sem hægt er að takast við í veiði með gljúfrum og hröðum, djúpum breiðum en nátturufegurðin er líka alveg einstök á því svæði. Mest lesið Árleg vorhreinsun Elliðaánna á morgun. Veiði 123 laxar komnir á land á níu dögum Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Eystri Rangá komin í 2000 laxa Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði 15 laxar á fyrsta degi í Norðurá Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Lónsá er bleikjuperla á norðausturlandi Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði
Vissulega eru margar ár afskaplega fallegar á Íslandi en flestir veiðimenn sem hafa einu sinni eða oftar bleytt færi í Stóru Laxá segja hana þá fallegustu sem hægt er að veiða. Stóra Laxá á sinn áhangendahóp sem er býsna fjölmennur og í þeim hóp eru veiðimenn sem hafa veitt ánna í áratugi. Hún er nefnilega ansi mögnuð en hún er líka, eins og þeir sem þekkja hana vita, ótrúlega dyndótt og getur átt afbragðs veiðiár og mjög léleg þess á milli og oft er stutt á milli þeirra. Hún er vel þekkt fyrir oft á tíðum ævintýralega haustveiði þegar meðalþyngdin á veiðinni slagar í 10-12 pund og hollin oft með 100 laxa á fjórar stangir. Þetta á þó eingöngu um veiðina á svæði I-II, þ.e.a.s. magntölurnar en stærðartölurnar eiga við um alla ánna. Það hefur oft verið meira sótt í hana en nú að virðist og þess vegna er tækifæri fyrir þá sem eiga eftir að prófa þessa mögnuðu á að kíkja á lausa daga á síðunni hjá Lax-Á. Á vefsíðu þeirra má sjá að níu holl eða hluti holla er laus á svæði I-II og meira á svæðum III og IV. Efsta svæðið IV er líklega ein mesta ákskorun sem hægt er að takast við í veiði með gljúfrum og hröðum, djúpum breiðum en nátturufegurðin er líka alveg einstök á því svæði.
Mest lesið Árleg vorhreinsun Elliðaánna á morgun. Veiði 123 laxar komnir á land á níu dögum Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Eystri Rangá komin í 2000 laxa Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði 15 laxar á fyrsta degi í Norðurá Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Lónsá er bleikjuperla á norðausturlandi Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði