Innlent

Vantraust og verkalýður í Víglínunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á hendur dómsmálaráðherra á Alþingi í vikunni.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar ræða þetta mál og fleiri í Víglínunni í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12.20.

Þá hafa einnig verið miklar hræringar innan verkalýðshreyfingarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir hafði betur í stjórnarkosningunum innan Eflingar á þriðjudag en framboð hennar naut meðal annars stuðnings Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR.

Þau hafa bæði talað fyrir nýjum áherslum innan hreyfingarinnar og gagnrýnt núverandi stefnu Alþýðusambandsins í kjaramálum. Rætt verður um þetta mál við Ragnar Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×