Tískuhús Balenciaga sýndi nýjustu línu sína í vikunni á tískuvikunni í París. Um haust- og vetrarlínu fyrir árið 2018 er að ræða og hefur sú lína fengið mikla athygli.
Mikið grín hefur verið gert að yfirhöfnum línunnar á samfélagsmiðlum enda eru þær stærri en gengur og gerist … vægast sagt. Grínarar keppast nú við að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum þar sem venjulegar yfirhafnir hafa verið stækkaðar um nokkur númer í myndvinnsluforritum.
Mikið grín gert að Balenciaga
Guðný Hrönn skrifar
