Vantaði alveg jurtalyf á Íslandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. mars 2018 10:00 Kolbrún fékk hugmyndina að Florealis eftir að hafa búið í Evrópu þar sem úrval jurtalyfja var töluvert betra en á Íslandi, en hér heima var ekkert jurtalyf í sölu. Vísir/Anton Brink Floraelis er lyfjafyrirtæki stofnað af öflugum hópi fólks úr lyfjageiranum sem notaði þekkingu sína á þróun og markaðssetningu lyfja til að hefja framleiðslu á jurtalyfjum. „Við erum að þróa og markaðssetja lyf og lækningavörur sem eru gerð úr virkum efnum úr náttúrunni sem eru fyrir fólk með væga sjúkdóma og kvilla. Vangavelturnar byrjuðu frá sjónarhorni okkar sem neytenda. Í Evrópu er úrval og aðgengi að viðurkenndum jurtalyfjum mun betra en á Íslandi. Þá fórum við að skoða það: Af hverju er þetta ekki til? Af hverju getum við ekki keypt þetta hérna? Og þá fórum við að kynna okkur þessa hluti betur og í framhaldi fór boltinn að rúlla. Þangað til að við settum á markað tvö jurtalyf – okkar fyrsta lyf var sett á markað um miðjan desember – fram að því var ekki hægt að kaupa nein jurtalyf á Íslandi,“ segir Kolbrún Hrafnkelsdóttir, forstjóri og einn stofnenda Florealis. Þau sáu að þennan valmöguleika vantaði inn á markað á Íslandi og réðust þá í verkefnið.Hver er munurinn á jurtalyfjum og hefðbundnum lyfjum? „Þessi hefðbundnu lyf sem flestir þekkja, þar er virka efnið smíðað. Í jurtalyfjum er alltaf notuð planta og virku efnin eru einangruð úr jurtinni. Það er mikill munur á upprunanum. Um þriðjungur hefðbundinna lyfja á sér fyrirmynd í náttúrunni en þau eru yfirleitt smíðuð. Jurtalyf eru almennt flókin efnasambönd og virknin er yfirleitt byggð á samspili fleiri efna. Þetta gerir það að verkum að t.d. er sýklalyfjaónæmi fyrir jurtalyfjum nánast óþekkt.“Hvað með fæðubótarefni gerð úr jurtum? „Mikilvægur munur á okkar lyfjum og fæðubótarefnum sem eru gerð úr jurtum er að það eru stöðluð innihaldsefni, það er að segja það er rétt magn af þeim efnum sem eru ábyrg fyrir virkninni. Öll gæði og framleiðsla eru eftir aðferðum lyfjafræðinnar, sem eru fastmótaðir ferlar. Líka allt eftirlit með aukaefnum eins og skordýraeitri, þungmálmum og öðru – það er á sama hátt og í lyfjaiðnaðinum og er mjög strangt. Hvað gæði snertir byggjast okkar lyf vísindalegum grunni, framleiðslu- og gæðaprófíllinn er annar og það sem er kannski mikilvægast er að það er viðurkennd notkun – lyfið er við þessum ákveðna sjúkdómi og það er viðurkennt af Evrópsku lyfjastofnuninni.“ Florealis fór í gegnum Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn árið 2013 þegar verið var að ýta fyrirtækinu úr vör. „Það var mjög mikilvægt skref fyrir okkur. Við vorum þá alveg á byrjunarreit. Við komumst í tengsl við mjög öflugt fólk sem við erum enn í samskiptum við. Við fengum innlegg varðandi hugmyndavinnuna og annað – þetta var líka tækifæri til að kynna hugmyndina. Við höfðum verið að vinna í þessu sjálf og þetta var í fyrsta skiptið sem við kynntum þetta fyrir öðrum. Þetta sló taktinn fyrir framhaldið hjá okkur.“Hvernig hefur ykkur svo gengið hingað til? „Fyrir ung fyrirtæki tekur alltaf mjög mikla orku að leita fjármagns, en það hefur gengið mjög vel. Við erum með mjög öflugan hóp einkafjárfesta og margir þeirra þekkja mjög vel til lyfjaiðnaðarins. Svo vorum við að gera samning við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins (NSA), sem var mjög mikilvægt skref fyrir okkur. Við erum komin með sterka stjórn, sterka fjárfesta og hluthafa, mjög sterkt teymi og útibú í Svíþjóð sem við erum að fara að styrkja núna. Þannig að mjög margt af því sem við höfum verið að vinna að hefur gengið upp. Við erum komin með góðan grunn til að byggja á.“ Fram undan hjá Florealis segir Kolbrún vera að þau ætli sér að styrkja starfsemina á Norðurlöndunum, en vörur Florealis eru komnar í sölu hjá tveimur stærstu apótekakeðjunum í Svíþjóð og einnig stefna þau á að setja fleiri vörur á markað bráðlega. Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Floraelis er lyfjafyrirtæki stofnað af öflugum hópi fólks úr lyfjageiranum sem notaði þekkingu sína á þróun og markaðssetningu lyfja til að hefja framleiðslu á jurtalyfjum. „Við erum að þróa og markaðssetja lyf og lækningavörur sem eru gerð úr virkum efnum úr náttúrunni sem eru fyrir fólk með væga sjúkdóma og kvilla. Vangavelturnar byrjuðu frá sjónarhorni okkar sem neytenda. Í Evrópu er úrval og aðgengi að viðurkenndum jurtalyfjum mun betra en á Íslandi. Þá fórum við að skoða það: Af hverju er þetta ekki til? Af hverju getum við ekki keypt þetta hérna? Og þá fórum við að kynna okkur þessa hluti betur og í framhaldi fór boltinn að rúlla. Þangað til að við settum á markað tvö jurtalyf – okkar fyrsta lyf var sett á markað um miðjan desember – fram að því var ekki hægt að kaupa nein jurtalyf á Íslandi,“ segir Kolbrún Hrafnkelsdóttir, forstjóri og einn stofnenda Florealis. Þau sáu að þennan valmöguleika vantaði inn á markað á Íslandi og réðust þá í verkefnið.Hver er munurinn á jurtalyfjum og hefðbundnum lyfjum? „Þessi hefðbundnu lyf sem flestir þekkja, þar er virka efnið smíðað. Í jurtalyfjum er alltaf notuð planta og virku efnin eru einangruð úr jurtinni. Það er mikill munur á upprunanum. Um þriðjungur hefðbundinna lyfja á sér fyrirmynd í náttúrunni en þau eru yfirleitt smíðuð. Jurtalyf eru almennt flókin efnasambönd og virknin er yfirleitt byggð á samspili fleiri efna. Þetta gerir það að verkum að t.d. er sýklalyfjaónæmi fyrir jurtalyfjum nánast óþekkt.“Hvað með fæðubótarefni gerð úr jurtum? „Mikilvægur munur á okkar lyfjum og fæðubótarefnum sem eru gerð úr jurtum er að það eru stöðluð innihaldsefni, það er að segja það er rétt magn af þeim efnum sem eru ábyrg fyrir virkninni. Öll gæði og framleiðsla eru eftir aðferðum lyfjafræðinnar, sem eru fastmótaðir ferlar. Líka allt eftirlit með aukaefnum eins og skordýraeitri, þungmálmum og öðru – það er á sama hátt og í lyfjaiðnaðinum og er mjög strangt. Hvað gæði snertir byggjast okkar lyf vísindalegum grunni, framleiðslu- og gæðaprófíllinn er annar og það sem er kannski mikilvægast er að það er viðurkennd notkun – lyfið er við þessum ákveðna sjúkdómi og það er viðurkennt af Evrópsku lyfjastofnuninni.“ Florealis fór í gegnum Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn árið 2013 þegar verið var að ýta fyrirtækinu úr vör. „Það var mjög mikilvægt skref fyrir okkur. Við vorum þá alveg á byrjunarreit. Við komumst í tengsl við mjög öflugt fólk sem við erum enn í samskiptum við. Við fengum innlegg varðandi hugmyndavinnuna og annað – þetta var líka tækifæri til að kynna hugmyndina. Við höfðum verið að vinna í þessu sjálf og þetta var í fyrsta skiptið sem við kynntum þetta fyrir öðrum. Þetta sló taktinn fyrir framhaldið hjá okkur.“Hvernig hefur ykkur svo gengið hingað til? „Fyrir ung fyrirtæki tekur alltaf mjög mikla orku að leita fjármagns, en það hefur gengið mjög vel. Við erum með mjög öflugan hóp einkafjárfesta og margir þeirra þekkja mjög vel til lyfjaiðnaðarins. Svo vorum við að gera samning við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins (NSA), sem var mjög mikilvægt skref fyrir okkur. Við erum komin með sterka stjórn, sterka fjárfesta og hluthafa, mjög sterkt teymi og útibú í Svíþjóð sem við erum að fara að styrkja núna. Þannig að mjög margt af því sem við höfum verið að vinna að hefur gengið upp. Við erum komin með góðan grunn til að byggja á.“ Fram undan hjá Florealis segir Kolbrún vera að þau ætli sér að styrkja starfsemina á Norðurlöndunum, en vörur Florealis eru komnar í sölu hjá tveimur stærstu apótekakeðjunum í Svíþjóð og einnig stefna þau á að setja fleiri vörur á markað bráðlega. Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira