Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2018 09:56 Uber stöðvaði tilraunir með sjálfkeyrandi bíla í Norður-Ameríku eftir banaslysið. Vísir/AFP Farveitan Uber fækkaði skynjurum sem greina hindranir á veginum þegar fyrirtækið skipti um sjálfkeyrandi bíla árið 2016. Sjálfkeyrandi bílar Uber höfðu eftir það fleiri blindbletti en keppinautarnir og fyrri útgáfur fyrirtækisins sjálfs. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú banaslys þar sem sjálfkeyrandi bíll Uber ók á gangandi konu.Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir fimm fyrrverandi starfsmönnum Uber og sérfræðingum í sjálfkeyrandi bílum. Bíllinn sem ók á 49 ára gamla konu í borginni Tempe í Arizona í síðustu viku var aðeins með einn leysinema á þakinu. Á fyrri útgáfum sjálfkeyrnadi bíla fyrirtækisins voru sjö slíkir nemar. Til samanburður eru sex leysinemar á sjálfkeyrandi bílum Waymo og fimm á bílum General Motors. Fækkun nemanna veldur því að bílarnir greina ekki gangandi vegfarendur fyllilega, að sögn fyrrverandi starfsmanna Uber. Nemarnir frá fyrirtækinu Velodyne greina hluti 360 gráður í kringum sig en hafa hins vegar takmarkað lóðrétt sjónsvið. Því sjá þeir illa fyrirbæri sem standa lágt. Forsvarsmenn Velodyne hafa þegar sagt að þeir séu gáttaðir á banaslysinu í Tempe. Slysið átti sér stað í myrkri en það á ekki að vera nein hindrun fyrir geislana. Þá hefur komið fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi ekki gengið sem skyldi. Mannlegir ökumenn þyrftu að grípa inn í á aðeins um tuttugu kílómetra fresti á meðan sumir samkeppnisaðilar kæmust um 9.000 kílómetra án inngripa manna. Uber svaraði ekki spurningum Reuters og vísaði þess í stað á Velodyne. Framleiðandinn viðurkennir að nemi á þaki sé með blindblett um það þrjá metra í kringum bílinn. Velodyne segir að nemarnir þurfi að vera fleiri. Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Farveitan Uber fækkaði skynjurum sem greina hindranir á veginum þegar fyrirtækið skipti um sjálfkeyrandi bíla árið 2016. Sjálfkeyrandi bílar Uber höfðu eftir það fleiri blindbletti en keppinautarnir og fyrri útgáfur fyrirtækisins sjálfs. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú banaslys þar sem sjálfkeyrandi bíll Uber ók á gangandi konu.Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir fimm fyrrverandi starfsmönnum Uber og sérfræðingum í sjálfkeyrandi bílum. Bíllinn sem ók á 49 ára gamla konu í borginni Tempe í Arizona í síðustu viku var aðeins með einn leysinema á þakinu. Á fyrri útgáfum sjálfkeyrnadi bíla fyrirtækisins voru sjö slíkir nemar. Til samanburður eru sex leysinemar á sjálfkeyrandi bílum Waymo og fimm á bílum General Motors. Fækkun nemanna veldur því að bílarnir greina ekki gangandi vegfarendur fyllilega, að sögn fyrrverandi starfsmanna Uber. Nemarnir frá fyrirtækinu Velodyne greina hluti 360 gráður í kringum sig en hafa hins vegar takmarkað lóðrétt sjónsvið. Því sjá þeir illa fyrirbæri sem standa lágt. Forsvarsmenn Velodyne hafa þegar sagt að þeir séu gáttaðir á banaslysinu í Tempe. Slysið átti sér stað í myrkri en það á ekki að vera nein hindrun fyrir geislana. Þá hefur komið fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi ekki gengið sem skyldi. Mannlegir ökumenn þyrftu að grípa inn í á aðeins um tuttugu kílómetra fresti á meðan sumir samkeppnisaðilar kæmust um 9.000 kílómetra án inngripa manna. Uber svaraði ekki spurningum Reuters og vísaði þess í stað á Velodyne. Framleiðandinn viðurkennir að nemi á þaki sé með blindblett um það þrjá metra í kringum bílinn. Velodyne segir að nemarnir þurfi að vera fleiri.
Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51