„Drullufúll“ með ákvörðun Framsóknar og hugsar sinn gang Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2018 20:50 Birgir Örn Guðjónsson er þó hvergi banginn og ætlar að halda áfram að vinna að betra samfélagi að eigin sögn. Birgir Örn Guðjónsson, líklega þekktastur sem Biggi lögga, bauð fram krafta sína hjá Framsóknarflokknum í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna í vor. Skemmst er frá því að segja að kraftar Birgis Arnar voru afþakkaðir.Framsókn kynnti samstarf sitt við óháða í komandi kosningum í dag. Ágúst Bjarni Garðarsson, aðstoðarmaður Sigurður Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, leiðir listann sem segir til í að vinna með öllum stjórnmálaflokkum að betri bæ. „Þá hefur Framsókn í Hafnarfirði birt listann fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Einhverjir bjuggust kannski við að nafnið mitt yrði á þeim lista. Margir innan og utan flokksins höfðu rætt við mig og hvatt mig til að gefa kost á mér. Í upphafi árs var ég að vísu hvattur til að bjóða mig fram sem oddviti Framsóknar í Borginni og höfðu ýmsir fjölmiðlar samband við mig í kjölfarið til að reyna að fá svar við því. Ég sagði þá að sjálfsögðu að þar sem ég byggi ekki í Reykjavík væri það ekki að fara að gerast,“ segir Birgir Örn í pistli á Facebook.Svona er pólitíkin Vegna áhuga hans á málefnum samfélagsins í allri sinni mynd og vilja til að láta til sín taka á því sviði hefði hann ákveðið að bjóða fram krafta sína í Firðinum, í nafni Framsóknar. „Mörg ykkar vissuð það og því vildi ég segja ykkur frá því hvað breyttist. Það er bara skemmst frá því að segja að uppstillinganefnd flokksins hafnaði mér algjörlega. Þannig er því staðan. Ég skal viðurkenna að ég var drullu fúll, enda var ég með ákveðnar hugmyndir og algjörlega tilbúinn í verkefnið. En svona er víst pólitíkin segja sumir.“ Birgir Örn þakkar hvatninguna og segir leitt að geta ekki tekið baráttu sína lengra. „Jafn afdráttarlaus höfnun og þetta fær mig samt eðlilega til að hugsa minn gang. Hvar ég nýti krafta mína í framtíðinni verður bara að koma í ljós. Það eina sem ég veit er að ég mun halda ótrauður áfram baráttunni fyrir bættu samfélagi, hvort sem það er innan Hafnarfjarðar eða í landinu öllu.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
Birgir Örn Guðjónsson, líklega þekktastur sem Biggi lögga, bauð fram krafta sína hjá Framsóknarflokknum í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna í vor. Skemmst er frá því að segja að kraftar Birgis Arnar voru afþakkaðir.Framsókn kynnti samstarf sitt við óháða í komandi kosningum í dag. Ágúst Bjarni Garðarsson, aðstoðarmaður Sigurður Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, leiðir listann sem segir til í að vinna með öllum stjórnmálaflokkum að betri bæ. „Þá hefur Framsókn í Hafnarfirði birt listann fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Einhverjir bjuggust kannski við að nafnið mitt yrði á þeim lista. Margir innan og utan flokksins höfðu rætt við mig og hvatt mig til að gefa kost á mér. Í upphafi árs var ég að vísu hvattur til að bjóða mig fram sem oddviti Framsóknar í Borginni og höfðu ýmsir fjölmiðlar samband við mig í kjölfarið til að reyna að fá svar við því. Ég sagði þá að sjálfsögðu að þar sem ég byggi ekki í Reykjavík væri það ekki að fara að gerast,“ segir Birgir Örn í pistli á Facebook.Svona er pólitíkin Vegna áhuga hans á málefnum samfélagsins í allri sinni mynd og vilja til að láta til sín taka á því sviði hefði hann ákveðið að bjóða fram krafta sína í Firðinum, í nafni Framsóknar. „Mörg ykkar vissuð það og því vildi ég segja ykkur frá því hvað breyttist. Það er bara skemmst frá því að segja að uppstillinganefnd flokksins hafnaði mér algjörlega. Þannig er því staðan. Ég skal viðurkenna að ég var drullu fúll, enda var ég með ákveðnar hugmyndir og algjörlega tilbúinn í verkefnið. En svona er víst pólitíkin segja sumir.“ Birgir Örn þakkar hvatninguna og segir leitt að geta ekki tekið baráttu sína lengra. „Jafn afdráttarlaus höfnun og þetta fær mig samt eðlilega til að hugsa minn gang. Hvar ég nýti krafta mína í framtíðinni verður bara að koma í ljós. Það eina sem ég veit er að ég mun halda ótrauður áfram baráttunni fyrir bættu samfélagi, hvort sem það er innan Hafnarfjarðar eða í landinu öllu.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“