Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2018 20:30 Að plokka verður æ vinsælla. Vísir/Anton Brink Sorpa mælir með því að áhugafólk um að tína rusl á víðavangi, svokallaðir „plokkarar“, noti glæra poka svo auðveldara sé fyrir starfsmenn Sorpu að sjá hvað leynist í pokunum þegar henda á ruslinu á réttan stað. Þá sé gott að halda plasti frá öðru rusli.Íslendingar hafa að undanförnu margir hverjir rifið sig á fætur og byrjað að labba um sitt nærumhverfi með ruslapoka í hönd. Í byrjun marsmánaðar var Facebook-hópurinn Plokk á Íslandi stofnaður en þar deila meðlimir myndum og sögum af plokkinu. Í hópnum eru rúmlega þúsund meðlimir og margir hverjir afkastamiklir í plokkinu ef marka má færslurnar.Töluverða athygli vakti í síðustu viku þegar Svavar Hávarðsson, ritstjóri Fiskifrétta, fór út með syni sínum Atla að tína rusl í Laugarnesinu. Týndu þeir fullt jeppaskott af rusli. En þegar henda átti afrakstrinum á endurvinnslustöð Sorpu var þeim sagt að þeir yrðu að flokka ruslið áður en því væri hent hjá Sorpu. Bent hefur verið á að erfitt geti verið að labba um með marga poka til þess að flokka það rusl sem týnt er upp á víðavangi og spurðist Vísir fyrir um hjá Sorpu hvernig best væri fyrir Plokkara að losa sig við ruslið þegar á hólminn er komið. Í svari Sorpu við fyrirspurn Vísis segir að Sorpa sé með átak í gangi um að minna þann úrgang sem fari í urðun. Á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu sé gámur með númerið 66, en hann er ætlaður undir blandaðan úrgang. Verið sé að reyna að minnka magnið sem fari í þann gám. „Hluti af þessu verkefni var að hætta að taka á móti svörtum ruslapokum og fá fólk til þess að nota glæra poka til þess að auðvelda okkar starfsfólki vinnuna við að leiðbeina fólki um í hvaða gáma hlutir eiga að fara,“ segir í svari Sorpu. Segir einnig að þeir sem plokki séu velkomnir á endurvinnslustöðvar Sorpu en mælst sé til þess að „plokkarar“ gefi sig fram við vaktstjóra á grenndarstöð, enda vilji Sorpa styðja þá íbúa sem taki þátt í þessu hreinsunarátaki. Eru þó „plokkarar“ hvattir til þess að reyna að flokka ruslið sem týnt er eftir fremsta megni, enda sé það markmið Sorpu að minnka það rusl sem fer til urðunar. Þá sé sérstaklega gott að halda plasti frá öðru rusli. „Kannski er ekki mikið mál að vera með tvo poka, einn fyrir plast og einn fyrir blandað, því við vitum að mikill meirihluti af þessu rusli er plast og ef það er hægt að halda því sér er það strax miklu betra,“ segir í svari Sorpu. Umhverfismál Tengdar fréttir Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Sorpa mælir með því að áhugafólk um að tína rusl á víðavangi, svokallaðir „plokkarar“, noti glæra poka svo auðveldara sé fyrir starfsmenn Sorpu að sjá hvað leynist í pokunum þegar henda á ruslinu á réttan stað. Þá sé gott að halda plasti frá öðru rusli.Íslendingar hafa að undanförnu margir hverjir rifið sig á fætur og byrjað að labba um sitt nærumhverfi með ruslapoka í hönd. Í byrjun marsmánaðar var Facebook-hópurinn Plokk á Íslandi stofnaður en þar deila meðlimir myndum og sögum af plokkinu. Í hópnum eru rúmlega þúsund meðlimir og margir hverjir afkastamiklir í plokkinu ef marka má færslurnar.Töluverða athygli vakti í síðustu viku þegar Svavar Hávarðsson, ritstjóri Fiskifrétta, fór út með syni sínum Atla að tína rusl í Laugarnesinu. Týndu þeir fullt jeppaskott af rusli. En þegar henda átti afrakstrinum á endurvinnslustöð Sorpu var þeim sagt að þeir yrðu að flokka ruslið áður en því væri hent hjá Sorpu. Bent hefur verið á að erfitt geti verið að labba um með marga poka til þess að flokka það rusl sem týnt er upp á víðavangi og spurðist Vísir fyrir um hjá Sorpu hvernig best væri fyrir Plokkara að losa sig við ruslið þegar á hólminn er komið. Í svari Sorpu við fyrirspurn Vísis segir að Sorpa sé með átak í gangi um að minna þann úrgang sem fari í urðun. Á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu sé gámur með númerið 66, en hann er ætlaður undir blandaðan úrgang. Verið sé að reyna að minnka magnið sem fari í þann gám. „Hluti af þessu verkefni var að hætta að taka á móti svörtum ruslapokum og fá fólk til þess að nota glæra poka til þess að auðvelda okkar starfsfólki vinnuna við að leiðbeina fólki um í hvaða gáma hlutir eiga að fara,“ segir í svari Sorpu. Segir einnig að þeir sem plokki séu velkomnir á endurvinnslustöðvar Sorpu en mælst sé til þess að „plokkarar“ gefi sig fram við vaktstjóra á grenndarstöð, enda vilji Sorpa styðja þá íbúa sem taki þátt í þessu hreinsunarátaki. Eru þó „plokkarar“ hvattir til þess að reyna að flokka ruslið sem týnt er eftir fremsta megni, enda sé það markmið Sorpu að minnka það rusl sem fer til urðunar. Þá sé sérstaklega gott að halda plasti frá öðru rusli. „Kannski er ekki mikið mál að vera með tvo poka, einn fyrir plast og einn fyrir blandað, því við vitum að mikill meirihluti af þessu rusli er plast og ef það er hægt að halda því sér er það strax miklu betra,“ segir í svari Sorpu.
Umhverfismál Tengdar fréttir Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30