Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2018 17:45 Anton Vasiliev er sendiherra Rússlands á Íslandi. Vísir/Egill. Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. Ólíkt hinum Norðurlöndunum hyggjast íslensk stjórnvöld ekki vísa rússneskum erindreka úr landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en þessar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru hluti af samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar á Sergei Skripal í enska bænum Salisbury í upphafi mánaðarins.Ari Trausti og Rósa Björk Brynjólfsdóttir að loknum fundi utanríkismálanefndar í dag.Vísir/Egill„Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar,“ segir í tilkynningunni.Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa öll vísað rússneskum erindrekum úr landi auk þess sem mörg samstarfsríki Íslands í NATO hafa gert slíkt hið sama. Bretar og Bandaríkjamenn hafa vísað tæplega 90 rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.„Af hálfu Íslands felast aðgerðirnar í því að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum verður frestað um óákveðinn tíma. Af þeirri ákvörðun leiðir að íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi á komandi sumri,“ segir í tilkynningunni.Sendiherra Rússlands var kallaður á fund Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem honum var greint frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar.Aðgerðir í hlutfalli við stærð íslenska sendiráðsins í Rússlandi Ari Trausti Guðmundsson, fulltrúi vinstri grænna í utanríkismálanefnd, segir ástæðu þess að engum sé vísað úr landi þá að í sendiráði Íslands í Moskvu séu þrír fulltrúar. Aðgerðir Íslands séu í hlutfalli við stærð sendiráðsins. „Ef við vísum rússneskum diplómata úr landi þá eru Rússar líklegir til að gjalda líku líkt. Þá mætti segja sem svo að sendiráðið væri óstarfhæft,“ segir Ari Trausti en vísaði annars á utanríkisráðherra fyrir frekari svör. Ekki náðist í Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar. Hann verður gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18 Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. Ólíkt hinum Norðurlöndunum hyggjast íslensk stjórnvöld ekki vísa rússneskum erindreka úr landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en þessar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru hluti af samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar á Sergei Skripal í enska bænum Salisbury í upphafi mánaðarins.Ari Trausti og Rósa Björk Brynjólfsdóttir að loknum fundi utanríkismálanefndar í dag.Vísir/Egill„Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar,“ segir í tilkynningunni.Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa öll vísað rússneskum erindrekum úr landi auk þess sem mörg samstarfsríki Íslands í NATO hafa gert slíkt hið sama. Bretar og Bandaríkjamenn hafa vísað tæplega 90 rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.„Af hálfu Íslands felast aðgerðirnar í því að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum verður frestað um óákveðinn tíma. Af þeirri ákvörðun leiðir að íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi á komandi sumri,“ segir í tilkynningunni.Sendiherra Rússlands var kallaður á fund Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem honum var greint frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar.Aðgerðir í hlutfalli við stærð íslenska sendiráðsins í Rússlandi Ari Trausti Guðmundsson, fulltrúi vinstri grænna í utanríkismálanefnd, segir ástæðu þess að engum sé vísað úr landi þá að í sendiráði Íslands í Moskvu séu þrír fulltrúar. Aðgerðir Íslands séu í hlutfalli við stærð sendiráðsins. „Ef við vísum rússneskum diplómata úr landi þá eru Rússar líklegir til að gjalda líku líkt. Þá mætti segja sem svo að sendiráðið væri óstarfhæft,“ segir Ari Trausti en vísaði annars á utanríkisráðherra fyrir frekari svör. Ekki náðist í Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar. Hann verður gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18 Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18
Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00
Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03