Mikið að sjá fyrir veiðimenn á Fluguveiðisýningunni í gær. Karl Lúðvíksson skrifar 22. mars 2018 17:25 Jón Þór Ólason, Karl Magnús og Hörður Birgir Hafsteinsson frá SVFR voru á sýningunni í gær Fjölmenni var á Íslensku fluguveiðisýningunni sem fram fór í gær, miðvikudag, í Háskólabíó. Dagskráin var fjölbreytt og má þar nefna að Klaus Frimor kynnti veiðar á steelhead, fluguhnýtarar, þar á meðal Skúli Kristins og Engilbert Jensen, sýndu listir sínar og veiðibúðir og veiðileyfasalar kynntu vörur sínar. Þá var áhugaverð málstofa um sjókvíaeldi og þar var meðal annarra í pallborði Jón Þór Ólason formaður stjórnar SVFR sem var harðorður í garð eldismanna og stjórnvalda og ljóst er að með nýjum formanni mun SVFR verða mikilvæg rödd í þeirri baráttu sem framundan er við þessa miklu vá. Fyrsta Iron Fly fluguhnýtingarkeppnin hér á landi var einnig haldin á hátíðinni og skapaðist mikil stemmning í kringum hana. Þar hnýttu keppendur m.a. með bundið um augu og fluguna Donald Trump. Gunnar Helgason stýrði dagskrá í sal og fór hann eins og ávallt á kostum. Kvöldinu lauk síðan með kvikmyndahátíðinni IF4. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skemmtu gestir sér vel og ljóst er að spennan fyrir komandi veiðitímabili sem hefst eftir aðeins nokkra daga er mikil. Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði 100 laxa dagar í Ytri Rangá Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Laxasetur opnar á Blönduós Veiði Lax-Á tryggir sér Leirvogsá frá 2017 Veiði Hlíðarvatn komið í sinn gamla góða gír Veiði 26 punda lax úr Laxá á Nessvæðinu Veiði Síðasta rjúpnahelgin ónýt vegna veðurs Veiði
Fjölmenni var á Íslensku fluguveiðisýningunni sem fram fór í gær, miðvikudag, í Háskólabíó. Dagskráin var fjölbreytt og má þar nefna að Klaus Frimor kynnti veiðar á steelhead, fluguhnýtarar, þar á meðal Skúli Kristins og Engilbert Jensen, sýndu listir sínar og veiðibúðir og veiðileyfasalar kynntu vörur sínar. Þá var áhugaverð málstofa um sjókvíaeldi og þar var meðal annarra í pallborði Jón Þór Ólason formaður stjórnar SVFR sem var harðorður í garð eldismanna og stjórnvalda og ljóst er að með nýjum formanni mun SVFR verða mikilvæg rödd í þeirri baráttu sem framundan er við þessa miklu vá. Fyrsta Iron Fly fluguhnýtingarkeppnin hér á landi var einnig haldin á hátíðinni og skapaðist mikil stemmning í kringum hana. Þar hnýttu keppendur m.a. með bundið um augu og fluguna Donald Trump. Gunnar Helgason stýrði dagskrá í sal og fór hann eins og ávallt á kostum. Kvöldinu lauk síðan með kvikmyndahátíðinni IF4. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skemmtu gestir sér vel og ljóst er að spennan fyrir komandi veiðitímabili sem hefst eftir aðeins nokkra daga er mikil.
Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði 100 laxa dagar í Ytri Rangá Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Laxasetur opnar á Blönduós Veiði Lax-Á tryggir sér Leirvogsá frá 2017 Veiði Hlíðarvatn komið í sinn gamla góða gír Veiði 26 punda lax úr Laxá á Nessvæðinu Veiði Síðasta rjúpnahelgin ónýt vegna veðurs Veiði