#Shedrives verðlaunuð í Mið-Austurlöndum Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2018 15:00 Jón Bragi Gíslason hjá Ghostlamp. Herferðin #Shedrives hlaut verðlaunin herferð ársins á Dubai Lynx International Festival Of Creativity nú í vikunni. Herferðin er ætluð að vekja umtal í Saudi Arabíu á meðal kvenna um að læra að keyra þar sem þann 1. júní næstkomandi taka gildi lög í fyrsta skipti sem heimila konum að aka bifreið. Ghostlamp, íslenskt sprotafyrirtæki, vann að þessari herferð með TBWA\RAAD í Dubai. ,,Það er frábært að hafa tekið þátt í þessari herferð sem á eflaust eftir að fá fleiri alþjóðleg verðlaun á þessu ári," segir Jón Bragi Gíslason, framkvæmdastjóri Ghostlamp, um herferðina. ,,Þetta er líklega það erfiðasta sem Ghostlamp hefur tekið að sér. Við áttum alls ekki von á því hvað það er erfitt að fá konur til að tjá sig opinberlega í þessum heimshluta um svo einfaldan hlut eins og að aka bíl. En sem betur fer er verið að breyta lögunum þarna en samfélagið hefur ekki fylgt eftir og herferðin vonandi hjálpar til við það." Heldur Jón Bragi áfram. Herferðin var unnin fyrir Nissan. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Herferðin #Shedrives hlaut verðlaunin herferð ársins á Dubai Lynx International Festival Of Creativity nú í vikunni. Herferðin er ætluð að vekja umtal í Saudi Arabíu á meðal kvenna um að læra að keyra þar sem þann 1. júní næstkomandi taka gildi lög í fyrsta skipti sem heimila konum að aka bifreið. Ghostlamp, íslenskt sprotafyrirtæki, vann að þessari herferð með TBWA\RAAD í Dubai. ,,Það er frábært að hafa tekið þátt í þessari herferð sem á eflaust eftir að fá fleiri alþjóðleg verðlaun á þessu ári," segir Jón Bragi Gíslason, framkvæmdastjóri Ghostlamp, um herferðina. ,,Þetta er líklega það erfiðasta sem Ghostlamp hefur tekið að sér. Við áttum alls ekki von á því hvað það er erfitt að fá konur til að tjá sig opinberlega í þessum heimshluta um svo einfaldan hlut eins og að aka bíl. En sem betur fer er verið að breyta lögunum þarna en samfélagið hefur ekki fylgt eftir og herferðin vonandi hjálpar til við það." Heldur Jón Bragi áfram. Herferðin var unnin fyrir Nissan.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent