Markadrottningin ætlar að skora gegn xD í Garðabæ Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2018 12:14 Hætt er við að það fari um Gunnar Einarsson, bæjarstjóra í Garðabæ og kunnan handknattleikskappa á árum áður nú þegar Harpa reimar á sig skóna vegna komandi kosninga. „Já, ég get staðfest það. Ég mun bjóða mig fram og sitja í 3. sæti á lista sameiginlegs framboðs,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir markadrottning í fótboltanum en hún mun skipa 3. sætið á nýju framboði í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.Veður í eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins Garðabær hefur lengi verið eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins, heiðblár bær, en nú gæti farið um ýmsan í þeim hópi. Vísir hefur þegar greint frá því að nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í vor. Að því standa flokkarnir sem skipað hafa minnihlutann í bænum: Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir. Listinn verður formlega kynntur í Hönnunarsafni Íslands í Garðatorgi á morgun. Ekki mun Harpa veikja listann, svo mikið er víst, hún er stórstjarna í knattspyrnunni. Hér má til að mynda sjá viðtal sem Vísir tók við Hörpu að loknu Evrópumótinu í Hollandi síðastliðið sumar. En, hún vill ekki hafa uppi of digurbarkaleg ummæli fyrir leik. Hún ber virðingu fyrir mótherjanum. „Við erum að vonast til að ná sem flestum inn. Og ætlum að vera bjartsýn,“ segir Harpa en ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Bæjarfulltrúar í Garðabæ eru ellefu og sjö þeirra eru úr Sjálfstæðisflokknum.Vill láta til sín taka í bæjarfélaginu Harpa kemur inn sem óháð, hún er ekki tengd neinum flokki en hún segist lengi hafa haft áhuga á velferð og samfélagslegri ábyrgð.Harpa hefur verið einn af burðarstólpum íslenska landsliðsins og Stjörnunnar undanfarin ár.Vísir/Getty„Ég er menntaður lýðheilsufræðingur, með uppeldis- og menntunarfræði í grunninn. Svo tók ég meistaranám í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands. Þetta eru þau málefni sem ég brenn fyrir. Ég er uppalin í Garðabæ og er nýflutt til baka. Langar að láta til mín taka og leggja mitt af mörkum til bæjarins.“Erfitt fyrir ungt fólk að koma undir sig fótunum Harpa var áður búsett í Kópavogi, vissulega ekki langur vegur að fara en þetta er einn af óhjákvæmilegum áfangastöðum ungs fólks úr Garðabæ áður en það á möguleika á að hefja búsetu í bænum sínum. „Mjög erfitt er fyrir ungt fólk að hefja fjölskyldulíf í Garðabæ og það mun verða eitt af mínum baráttumálum að vinna að breytingum í þeim efnum.“Þetta er heiðblár bær? „Jú, hefur verið það. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verið hefur til umræðu að vera með sameiginlegt framboð. Og þá erum við að horfa til þess að virkja lýðræðið og skipa öflugan hóp sem eru með það að markmiði að leggja sína hönd á plóg og efla margbreytileika í samfélaginu.“Verður að halda ungu fólki i bænum Kosið verður 26. maí og Harpa er að reima á sig skóna. Unnusti hennar er Jóhannes Karl Sigursteinsson, birtingastjóri á EnnEmm auglýsingastofu og þau eiga saman tvo stráka og eina stjúpdóttur. Harpa segir það rétt upp að ákveðnu marki, að ungt fólk hafi ekki látið nægjanlega til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. En, hún vonar að það sé að breytast. „Ég hef mikla trú á þessum hópi sem er að koma saman. Það hefur verið unnið mikið og gott starf í Garðabæ en við munum leggja áherslu á þessa félagslegu þætti og skipulagsmál. Við verðum að halda unga fólkið í bænum uppá framtíðina. Og halda vel utan um innviðina til að svo megi verða.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum Nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í haust. 21. mars 2018 07:19 Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu, segir Harpa Þorsteinsdóttir. 27. júlí 2017 11:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Já, ég get staðfest það. Ég mun bjóða mig fram og sitja í 3. sæti á lista sameiginlegs framboðs,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir markadrottning í fótboltanum en hún mun skipa 3. sætið á nýju framboði í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.Veður í eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins Garðabær hefur lengi verið eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins, heiðblár bær, en nú gæti farið um ýmsan í þeim hópi. Vísir hefur þegar greint frá því að nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í vor. Að því standa flokkarnir sem skipað hafa minnihlutann í bænum: Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir. Listinn verður formlega kynntur í Hönnunarsafni Íslands í Garðatorgi á morgun. Ekki mun Harpa veikja listann, svo mikið er víst, hún er stórstjarna í knattspyrnunni. Hér má til að mynda sjá viðtal sem Vísir tók við Hörpu að loknu Evrópumótinu í Hollandi síðastliðið sumar. En, hún vill ekki hafa uppi of digurbarkaleg ummæli fyrir leik. Hún ber virðingu fyrir mótherjanum. „Við erum að vonast til að ná sem flestum inn. Og ætlum að vera bjartsýn,“ segir Harpa en ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Bæjarfulltrúar í Garðabæ eru ellefu og sjö þeirra eru úr Sjálfstæðisflokknum.Vill láta til sín taka í bæjarfélaginu Harpa kemur inn sem óháð, hún er ekki tengd neinum flokki en hún segist lengi hafa haft áhuga á velferð og samfélagslegri ábyrgð.Harpa hefur verið einn af burðarstólpum íslenska landsliðsins og Stjörnunnar undanfarin ár.Vísir/Getty„Ég er menntaður lýðheilsufræðingur, með uppeldis- og menntunarfræði í grunninn. Svo tók ég meistaranám í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands. Þetta eru þau málefni sem ég brenn fyrir. Ég er uppalin í Garðabæ og er nýflutt til baka. Langar að láta til mín taka og leggja mitt af mörkum til bæjarins.“Erfitt fyrir ungt fólk að koma undir sig fótunum Harpa var áður búsett í Kópavogi, vissulega ekki langur vegur að fara en þetta er einn af óhjákvæmilegum áfangastöðum ungs fólks úr Garðabæ áður en það á möguleika á að hefja búsetu í bænum sínum. „Mjög erfitt er fyrir ungt fólk að hefja fjölskyldulíf í Garðabæ og það mun verða eitt af mínum baráttumálum að vinna að breytingum í þeim efnum.“Þetta er heiðblár bær? „Jú, hefur verið það. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verið hefur til umræðu að vera með sameiginlegt framboð. Og þá erum við að horfa til þess að virkja lýðræðið og skipa öflugan hóp sem eru með það að markmiði að leggja sína hönd á plóg og efla margbreytileika í samfélaginu.“Verður að halda ungu fólki i bænum Kosið verður 26. maí og Harpa er að reima á sig skóna. Unnusti hennar er Jóhannes Karl Sigursteinsson, birtingastjóri á EnnEmm auglýsingastofu og þau eiga saman tvo stráka og eina stjúpdóttur. Harpa segir það rétt upp að ákveðnu marki, að ungt fólk hafi ekki látið nægjanlega til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. En, hún vonar að það sé að breytast. „Ég hef mikla trú á þessum hópi sem er að koma saman. Það hefur verið unnið mikið og gott starf í Garðabæ en við munum leggja áherslu á þessa félagslegu þætti og skipulagsmál. Við verðum að halda unga fólkið í bænum uppá framtíðina. Og halda vel utan um innviðina til að svo megi verða.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum Nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í haust. 21. mars 2018 07:19 Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu, segir Harpa Þorsteinsdóttir. 27. júlí 2017 11:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum Nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í haust. 21. mars 2018 07:19
Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu, segir Harpa Þorsteinsdóttir. 27. júlí 2017 11:15