„Umfang starfsemi hljómsveitarinnar og meðlima hennar var á þeim tíma sem þjónustan fór fram, á árunum 2005 til og með 2014, að stærstum hluta erlendis, þar sem tekjur af starfsemi þeirra mynduðust,“ segir Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi í yfirlýsingu vegna skattrannsóknar sem tengist hljómsveitinni Sigur Rós.
Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um en ekki ásetningi um brot.
Gunnar segist hafa veitt aðstoð við reiknings- og framtalsskil hljómsveitarmeðlima á Íslandi. „Þjónustan grundvallaðist á fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum, sem einnig var kallað eftir og bárust, meðal annars erlendis frá.“
Gunnar segist ekki tjá sig frekar um málið.

