Innlent

Vilja gera fullveldisdaginn að frídegi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þann 1. desember 2018 verði liðin 100 ár frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda rík
Þann 1. desember 2018 verði liðin 100 ár frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda rík
Sjö þingmenn Miðflokksins og einn þingmaður Flokks fólksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að fullveldisdagurinn 1. desember verði gerður að lögbundnum frídegi.

Vísað er til þess í greinargerð með frumvarpinu að þann 1. desember 2018 verði liðin 100 ár frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Þess vegna sé við hæfi að „frá og með þessari hundruðustu ártíð fullveldisins verði 1. desember ár hvert lögbundinn frídagur.“

Þá er einnig nefnt að í lögum um 40 stunda vinnuviku sé sérstaklega kveðið á um fjóra heila frídaga sumardaginn fyrsta, fyrsta mánudag í ágúst (frídag verslunarmanna), 1. maí (baráttudag verkalýðsins) og þjóðhátíðardag Íslendinga 17. júní.

„Að mati flutningsmanna hefur enginn þessara daga haft í för með sér jafnmiklar grundvallarbreytingar á sögu og lífi íslensku þjóðarinnar og fullveldisdagurinn 1. desember 1918, dagurinn sem markaði fullnaðarsigur í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga,“ segir í greinargerð.

Flutningsmenn frumvarpsins eru Þorsteinn Sæmundsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×