Vonar að sveitarfélögin leysi úr NPA-vandanum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2024 13:14 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkið uppfyllir allar sínar skyldur hvað varðar fjármögnun NPA-samninga að sögn félagsmálaráðherra. Hann vonast til þess að sveitarfélögin leysi úr vandanum sem blasir við þeim hvað varðar fjármögnun samninganna. NPA-samningur er þegar fatlaður einstaklingur semur við sveitarfélag sitt um aðstoð í daglegu lífi. Samningarnir geta verið afar dýrir þar sem margir með samningana þurfa aðstoð allan sólarhringinn. Eftir að sveitarfélögin skrifa undir samningana við einstaklingana geta liðið mörg ár þar til þeir taka gildi, þar sem erfitt er að fjármagna þá. Í núverandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögunum 75 prósent. Í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga hefur verið rætt við einstaklinga sem bíða nú eftir fjármögnun sinna samninga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir ríkið hafa fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. „Ég er alveg sammála því að þetta er ekki ásættanlegt að fólk þurfi að bíða svona lengi eftir þjónustu sem búið er að samþykkja. Ég vonast bara til þess að það leysist úr þessu, meðal annars með því að ríkið er búið að samþykkja sinn hluta fjármögnunarinnar. En ég heyri frá sveitarfélögunum að þetta er erfitt í sumum tilfellum að klára fjármögnunina. En vonandi leysist úr því hjá þeim,“ segir Guðmundur Ingi. Það hefur ekki borist til tals að auka framlag ríkisins. Ráðuneytið sé þó í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið. Hann kallar eftir því NPA-biðlistarnir verði gerðir opnir þeim sem eru á þeim. „Ef eitthvað breytist á þeim biðlista, þá vitir þú að breytingin er að eiga sér stað og hvers vegna hún á sér stað. Ég held að það væri heppilegra fyrirkomulag,“ segir Guðmundur Ingi. Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Tengdar fréttir „Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. 19. september 2024 20:03 „Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. 19. september 2024 13:49 Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18. september 2024 23:18 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
NPA-samningur er þegar fatlaður einstaklingur semur við sveitarfélag sitt um aðstoð í daglegu lífi. Samningarnir geta verið afar dýrir þar sem margir með samningana þurfa aðstoð allan sólarhringinn. Eftir að sveitarfélögin skrifa undir samningana við einstaklingana geta liðið mörg ár þar til þeir taka gildi, þar sem erfitt er að fjármagna þá. Í núverandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögunum 75 prósent. Í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga hefur verið rætt við einstaklinga sem bíða nú eftir fjármögnun sinna samninga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir ríkið hafa fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. „Ég er alveg sammála því að þetta er ekki ásættanlegt að fólk þurfi að bíða svona lengi eftir þjónustu sem búið er að samþykkja. Ég vonast bara til þess að það leysist úr þessu, meðal annars með því að ríkið er búið að samþykkja sinn hluta fjármögnunarinnar. En ég heyri frá sveitarfélögunum að þetta er erfitt í sumum tilfellum að klára fjármögnunina. En vonandi leysist úr því hjá þeim,“ segir Guðmundur Ingi. Það hefur ekki borist til tals að auka framlag ríkisins. Ráðuneytið sé þó í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið. Hann kallar eftir því NPA-biðlistarnir verði gerðir opnir þeim sem eru á þeim. „Ef eitthvað breytist á þeim biðlista, þá vitir þú að breytingin er að eiga sér stað og hvers vegna hún á sér stað. Ég held að það væri heppilegra fyrirkomulag,“ segir Guðmundur Ingi.
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Tengdar fréttir „Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. 19. september 2024 20:03 „Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. 19. september 2024 13:49 Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18. september 2024 23:18 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
„Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. 19. september 2024 20:03
„Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. 19. september 2024 13:49
Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18. september 2024 23:18